Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar 2. febrúar 2025 07:01 Bati innan fangelsiskerfisins Þegar undirritaður horfir í baksýnisspegilinn með smá beisku en þó með þakklæti í brjósti og huga. Sé ég hvar gleði og þjáning ferðast á lífshjóli batans, þar sem þær vagga fram og aftur á akri lífsins. Þrátt fyrir að Ísland sé eina Norðurlandaþjóðin sem enn fylgir refsistefnu í fangelsismálum, má finna betrun í grasrótarstarfi Bata Akademíunnar, þar sem félagasamtökin vinna að endurhæfingu og betrun í samstarfi við fanga og fyrrum fanga. Lífið er síbreytilegt, og hvert andartak speglast í eilífð augnabliksins. Þegar ég hugsa til baka þá hefst saga Bata Akademíunnar og það grasrótarstarf sem hefur umbreytt virkni og hópefli í Íslenskum fangelsum árið 2004, þegar Tolli og Mundi byrjuðu að koma með fundi á Litla-Hraun, sem hefur verið nær óslitin hefð í rúm 20 ár. Þar sem undirritaður kynntist þessu óeigingjarna starfi þeirra og hefur verið hluti af því starfi síðan, en þó með hléum. AA starf og uppbygging innan fangelsa Eins og með allt, þá byrjar allt á einhverju og við getum kallað það grasrótina sem var að mestu leyti byggð á AA fundum. Þessar litlu tengingar sem uxu í þjáningu eymdarinnar urðu til tengingar þar sem menn upplifðu von og traust. Þar sem upphafsmenn Bata Akademíunnar byrjuðu að styðja við fanga innan fangelsisins. Með tímanum fór hugleiðsla og jóga að fléttast inn í fundina, hugleiðslunni höfðu þeir kynnst í gegnum Hugleiðslu- og friðarmiðstöðina á Grensásvegi. Með samvinnu þeirra var þýddur bæklingur um núvitund eftir Paul Gilbert og Choden, sem var sérstaklega þýddur með það í huga að kenna föngum á Litla-Hrauni og Bitru sem er Sogn í dag núvitund. Núvitund hefur reynst ómetanleg tækni til að styrkja fanga í erfiðum aðstæðum, „sagt af reynslu”. Smá saman myndaðist öflugt AA samfélag innan veggja fangelsisins sem varð sjálfbært með tímanum. Samstarfið við edrú fanga skilaði sér í fjölbreyttum viðburðum, svo sem AA ráðstefnum og kynningu á óhefðbundnum leiðum eins og hugleiðslu og jóga. Nánari samskipti og jákvæðar breytingar Meðan Margrét Frímannsdóttir var forstöðumaður fengu fangar stundum að taka þátt í hugleiðsluhelgi í Hlíðardalsskóla sem var haldin á tveggja mánaða fresti. Þessar hugleiðluhelgar voru skipulagðar af fyrrum fanga, með aðstoð grasrótarinnar sem var til staðar fyrir hann í hans aðlögun að samfélaginu. Grasrótarstarfið þroskaðist og á endanum var Bata Akademían stofnuð sem formleg félagasamtök. Samtökin halda reglulega fundi í fangelsunum á Hólmsheiði og Litla-Hrauni. Vaxtakippur hefur átt sér stað innan Bata Akademíunnar, þó Bata Akademían hafi upphaflega byrjað að vinna með karlföngum, þá hefur starfið vaxið og dafnað, og Bata Akademían hefur byggt upp öflugt starf meðal kvenfanga. Fyrrum kvenfangar hafa bæst í hópinn með rödd valkyrjunnar, og gefið rýminu nýjan lit. Í gegnum Covid-tímabilið notuðu samtökin fjarfundabúnað til að viðhalda starfinu, með fundi tvisvar í viku, þar sem öndunartækni og hugleiðsla var kennd. Mikilvægi jafningjastuðnings Kjarninn í þessu starfi er að mæta föngum sem jafningjar, með virðingu og kærleik að leiðarljósi. Bata Akademían leggur áherslu á að hjálpa föngum að finna sinn innri kraft, taka ábyrgð og byggja upp betra líf. Árangurinn er óumdeilanlegur; fjöldi einstaklinga hefur náð að breyta lífi sínu til hins betra í gegnum starf Bata Akademíunar. Samstarf við ríkið - aftur út í samfélagið Undir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur voru myndaðir starfshópar, þar sem fulltrúar annarra ráðuneyta voru fengnir til að koma með tillögur að úrbótum í fangelsismálum. Þar var Þorlákur Morthens fenginn ásamt Agnari Bragasyni sem er í dag forstöðumaður Batahúsins, en Agnar er einn af þeim sem hóf að starfa með grasrótinni meðan hann var að afplána sinn dóm. Í framhaldi var Bati Góðgerðarfélag stofnað, sem rekur þrjú búsetuúrræði fyrir fanga bæði karla og konur, sem eru að koma út í samfélagið og hefur árangur þess gefið góða raun. Eftirspurn eftir þessum úrræðum er mikil, og ljóst að nauðsynlegt er að efla og styrkja þau enn frekar. Svett á Sogni og Kvíabryggju Á síðasta ári byrjaði Bata Akademían að koma reglulega með Svett á Sogn, hefur það styrkt og kjarnað hópinn betur saman er þar dvelja, sem hefur haft jákvæð áhrif á orku og jafnvægi einstaklinganna, með sérstakri áherslu á að efla sjálfsábyrgð þeirra. Einnig hefur Bata Akademían farið með Svett á Kvíabryggju. Íslenska leiðin Engin önnur starfsemi innan Íslenskra fangelsa hefur skilað jafn góðum árangri og grasrótarstarf Bata Akademíunnar. Samfellt ferli frá fangelsi og út í samfélagið, þar sem einstaklingar eru stuttir til hæfnis og bata, það hefur skilað þeim árangri að hægt er að tala um „Íslensku leiðina“. Það fallega við þetta óeigingjarna starf er að við erum allavegana, við rennum til á svellinu og okkur er rétt hjálparhönd, í mildi kærleikans. Þetta er þverfaglegt samstarf fanga, fagaðila í áfallameðferð og fíknifræði, auk aðila frá helstu meðferðarstofnunum. Þrátt fyrir að ýmis vandamál séu enn til staðar í fangelsismálum hefur „Íslenska leiðin“ sannað sig sem fyrirmynd í endurhæfingu, betrun og betri framtíð. Það má ekki gleyma því að allt þetta starf hefði ekki verið gerlegt án Fangelsismálastofnunar, og eiga þau sem hafa tekið þátt í þessari þróun mikið þakklæti skilið. „Takk, takk fyrir okkur, takk fyrir ykkur.“ Höfundur er lífskúnster Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Bati innan fangelsiskerfisins Þegar undirritaður horfir í baksýnisspegilinn með smá beisku en þó með þakklæti í brjósti og huga. Sé ég hvar gleði og þjáning ferðast á lífshjóli batans, þar sem þær vagga fram og aftur á akri lífsins. Þrátt fyrir að Ísland sé eina Norðurlandaþjóðin sem enn fylgir refsistefnu í fangelsismálum, má finna betrun í grasrótarstarfi Bata Akademíunnar, þar sem félagasamtökin vinna að endurhæfingu og betrun í samstarfi við fanga og fyrrum fanga. Lífið er síbreytilegt, og hvert andartak speglast í eilífð augnabliksins. Þegar ég hugsa til baka þá hefst saga Bata Akademíunnar og það grasrótarstarf sem hefur umbreytt virkni og hópefli í Íslenskum fangelsum árið 2004, þegar Tolli og Mundi byrjuðu að koma með fundi á Litla-Hraun, sem hefur verið nær óslitin hefð í rúm 20 ár. Þar sem undirritaður kynntist þessu óeigingjarna starfi þeirra og hefur verið hluti af því starfi síðan, en þó með hléum. AA starf og uppbygging innan fangelsa Eins og með allt, þá byrjar allt á einhverju og við getum kallað það grasrótina sem var að mestu leyti byggð á AA fundum. Þessar litlu tengingar sem uxu í þjáningu eymdarinnar urðu til tengingar þar sem menn upplifðu von og traust. Þar sem upphafsmenn Bata Akademíunnar byrjuðu að styðja við fanga innan fangelsisins. Með tímanum fór hugleiðsla og jóga að fléttast inn í fundina, hugleiðslunni höfðu þeir kynnst í gegnum Hugleiðslu- og friðarmiðstöðina á Grensásvegi. Með samvinnu þeirra var þýddur bæklingur um núvitund eftir Paul Gilbert og Choden, sem var sérstaklega þýddur með það í huga að kenna föngum á Litla-Hrauni og Bitru sem er Sogn í dag núvitund. Núvitund hefur reynst ómetanleg tækni til að styrkja fanga í erfiðum aðstæðum, „sagt af reynslu”. Smá saman myndaðist öflugt AA samfélag innan veggja fangelsisins sem varð sjálfbært með tímanum. Samstarfið við edrú fanga skilaði sér í fjölbreyttum viðburðum, svo sem AA ráðstefnum og kynningu á óhefðbundnum leiðum eins og hugleiðslu og jóga. Nánari samskipti og jákvæðar breytingar Meðan Margrét Frímannsdóttir var forstöðumaður fengu fangar stundum að taka þátt í hugleiðsluhelgi í Hlíðardalsskóla sem var haldin á tveggja mánaða fresti. Þessar hugleiðluhelgar voru skipulagðar af fyrrum fanga, með aðstoð grasrótarinnar sem var til staðar fyrir hann í hans aðlögun að samfélaginu. Grasrótarstarfið þroskaðist og á endanum var Bata Akademían stofnuð sem formleg félagasamtök. Samtökin halda reglulega fundi í fangelsunum á Hólmsheiði og Litla-Hrauni. Vaxtakippur hefur átt sér stað innan Bata Akademíunnar, þó Bata Akademían hafi upphaflega byrjað að vinna með karlföngum, þá hefur starfið vaxið og dafnað, og Bata Akademían hefur byggt upp öflugt starf meðal kvenfanga. Fyrrum kvenfangar hafa bæst í hópinn með rödd valkyrjunnar, og gefið rýminu nýjan lit. Í gegnum Covid-tímabilið notuðu samtökin fjarfundabúnað til að viðhalda starfinu, með fundi tvisvar í viku, þar sem öndunartækni og hugleiðsla var kennd. Mikilvægi jafningjastuðnings Kjarninn í þessu starfi er að mæta föngum sem jafningjar, með virðingu og kærleik að leiðarljósi. Bata Akademían leggur áherslu á að hjálpa föngum að finna sinn innri kraft, taka ábyrgð og byggja upp betra líf. Árangurinn er óumdeilanlegur; fjöldi einstaklinga hefur náð að breyta lífi sínu til hins betra í gegnum starf Bata Akademíunar. Samstarf við ríkið - aftur út í samfélagið Undir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur voru myndaðir starfshópar, þar sem fulltrúar annarra ráðuneyta voru fengnir til að koma með tillögur að úrbótum í fangelsismálum. Þar var Þorlákur Morthens fenginn ásamt Agnari Bragasyni sem er í dag forstöðumaður Batahúsins, en Agnar er einn af þeim sem hóf að starfa með grasrótinni meðan hann var að afplána sinn dóm. Í framhaldi var Bati Góðgerðarfélag stofnað, sem rekur þrjú búsetuúrræði fyrir fanga bæði karla og konur, sem eru að koma út í samfélagið og hefur árangur þess gefið góða raun. Eftirspurn eftir þessum úrræðum er mikil, og ljóst að nauðsynlegt er að efla og styrkja þau enn frekar. Svett á Sogni og Kvíabryggju Á síðasta ári byrjaði Bata Akademían að koma reglulega með Svett á Sogn, hefur það styrkt og kjarnað hópinn betur saman er þar dvelja, sem hefur haft jákvæð áhrif á orku og jafnvægi einstaklinganna, með sérstakri áherslu á að efla sjálfsábyrgð þeirra. Einnig hefur Bata Akademían farið með Svett á Kvíabryggju. Íslenska leiðin Engin önnur starfsemi innan Íslenskra fangelsa hefur skilað jafn góðum árangri og grasrótarstarf Bata Akademíunnar. Samfellt ferli frá fangelsi og út í samfélagið, þar sem einstaklingar eru stuttir til hæfnis og bata, það hefur skilað þeim árangri að hægt er að tala um „Íslensku leiðina“. Það fallega við þetta óeigingjarna starf er að við erum allavegana, við rennum til á svellinu og okkur er rétt hjálparhönd, í mildi kærleikans. Þetta er þverfaglegt samstarf fanga, fagaðila í áfallameðferð og fíknifræði, auk aðila frá helstu meðferðarstofnunum. Þrátt fyrir að ýmis vandamál séu enn til staðar í fangelsismálum hefur „Íslenska leiðin“ sannað sig sem fyrirmynd í endurhæfingu, betrun og betri framtíð. Það má ekki gleyma því að allt þetta starf hefði ekki verið gerlegt án Fangelsismálastofnunar, og eiga þau sem hafa tekið þátt í þessari þróun mikið þakklæti skilið. „Takk, takk fyrir okkur, takk fyrir ykkur.“ Höfundur er lífskúnster
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun