Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2025 11:57 Konan virðist hafa haft Sjúkratryggingar Íslands að féþúfu um árabil. Vísir/Egill Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands hefur verið ákærð fyrir að koma því til leiðar að stofnunin greiddi eiginmanni hennar og tveimur sonum alls 156 milljónir króna. Synirnir sæta einnig ákæru fyrir peningaþvætti en þeir millifærðu þorra fjárins inn á reikninga móður sinnar. Í ákæru í málinu segir að konan, sem er á sextugsaldri, sé ákærð fyrir fyrir skjalafals í opinberu starfi, en til vara fjársvik í opinberu starfi, á árunum 2013 til og með 2024, með því að hafa í starfi sínu sem starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands og sem verkefnastjóri stofnunarinnar frá árinu 2014, án heimildar og í blekkingarskyni, falsað í 216 tilvikum kröfur í tölvukerfi Sjúkratrygginga Íslands í Reykjavík að fjárhæð samtals 156,3 milljónir krónur, sem áttu sér ekki stoð, í nafni þriggja einstaklinga Það er eiginmanns hennar, sem nú sé látinn og sona hennar, sem séu báðir á fertugsaldri. Skráði fjölskyldumeðlimi sem fylgdarmenn Kröfurnar hafi annars vegar verið vegna erlends sjúkrakostnaðar og hins vegar með því að skrá þá sem fylgdarmenn ótengdra aðila sem nutu læknismeðferðar erlendis. Eftir að konan falsaði kröfurnar í kerfi stofnunarinnar, hafi hún blekkt aðra starfsmenn Sjúkratrygginga Íslands til að samþykkja þær en kröfurnar hafi að lokum verið greiddar út til konunnar og eiginmanns hennar. Alls hafi SÍ greitt eiginmanni hennar 27 milljónir króna og 16 milljónir króna hafi endað inni á reikningi konunnar. Synirnir tóku við 49 og 80 milljónum Þá segir að konan hafi komið því til leiðar að SÍ greiddi eldri syni konunnar alls 49 milljónir króna í 70 millifærslum. Í kjölfarið hafi sonurinn millifært 44 milljónir króna inn á reikning móður sinnar. Loks hafi SÍ greitt yngri syni hennar 80,2 milljónir króna í 85 millifærslum. Hann hafi svo ráðstafað 72,5 milljónum króna til móður sinnar. Synirnir ákærðir fyrir peningaþvætti Í málinu eru synir konunnar tveir einnig ákærðir fyrir peningaþvætti. Í ákærunni segir að eldri sonurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 17. desember 2013 til og með 5. desember 2023 móttekið í 70 tilvikum samtals 48.862.751 krónur á bankareikning sinn frá Sjúkratryggingum Íslands, sem hafi verið ávinningur af refsiverðum brotum. Hann hafi vitað eða ekki geta dulist að um ávinning af refsiverðum brotum móður hans hafi verið að ræða. Þá segir að yngri sonurinn hafi verið ákærður fyrir sömu háttsemi á tímabilinu 11. ágúst 2014 til og með 29. febrúar 2024, með því að hafa móttekið í 85 tilvikum samtals 80.285.929 krónur. Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Í ákæru í málinu segir að konan, sem er á sextugsaldri, sé ákærð fyrir fyrir skjalafals í opinberu starfi, en til vara fjársvik í opinberu starfi, á árunum 2013 til og með 2024, með því að hafa í starfi sínu sem starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands og sem verkefnastjóri stofnunarinnar frá árinu 2014, án heimildar og í blekkingarskyni, falsað í 216 tilvikum kröfur í tölvukerfi Sjúkratrygginga Íslands í Reykjavík að fjárhæð samtals 156,3 milljónir krónur, sem áttu sér ekki stoð, í nafni þriggja einstaklinga Það er eiginmanns hennar, sem nú sé látinn og sona hennar, sem séu báðir á fertugsaldri. Skráði fjölskyldumeðlimi sem fylgdarmenn Kröfurnar hafi annars vegar verið vegna erlends sjúkrakostnaðar og hins vegar með því að skrá þá sem fylgdarmenn ótengdra aðila sem nutu læknismeðferðar erlendis. Eftir að konan falsaði kröfurnar í kerfi stofnunarinnar, hafi hún blekkt aðra starfsmenn Sjúkratrygginga Íslands til að samþykkja þær en kröfurnar hafi að lokum verið greiddar út til konunnar og eiginmanns hennar. Alls hafi SÍ greitt eiginmanni hennar 27 milljónir króna og 16 milljónir króna hafi endað inni á reikningi konunnar. Synirnir tóku við 49 og 80 milljónum Þá segir að konan hafi komið því til leiðar að SÍ greiddi eldri syni konunnar alls 49 milljónir króna í 70 millifærslum. Í kjölfarið hafi sonurinn millifært 44 milljónir króna inn á reikning móður sinnar. Loks hafi SÍ greitt yngri syni hennar 80,2 milljónir króna í 85 millifærslum. Hann hafi svo ráðstafað 72,5 milljónum króna til móður sinnar. Synirnir ákærðir fyrir peningaþvætti Í málinu eru synir konunnar tveir einnig ákærðir fyrir peningaþvætti. Í ákærunni segir að eldri sonurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 17. desember 2013 til og með 5. desember 2023 móttekið í 70 tilvikum samtals 48.862.751 krónur á bankareikning sinn frá Sjúkratryggingum Íslands, sem hafi verið ávinningur af refsiverðum brotum. Hann hafi vitað eða ekki geta dulist að um ávinning af refsiverðum brotum móður hans hafi verið að ræða. Þá segir að yngri sonurinn hafi verið ákærður fyrir sömu háttsemi á tímabilinu 11. ágúst 2014 til og með 29. febrúar 2024, með því að hafa móttekið í 85 tilvikum samtals 80.285.929 krónur.
Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira