„Það fór eitthvað leikrit í gang“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. febrúar 2025 11:02 Róbert Orri Þorkelsson er mættur í Víkina. Mynd/Víkingur Nýr leikmaður Víkings er spenntur fyrir því að læra af þjálfaranum Sölva Geir Ottesen og segir ekki skref aftur á bak að snúa heim úr atvinnumennsku. Hann stökk á tilboð Víkinga eftir svokallað leikrit sem danska liðið SönderjyskE setti á svið. Á meðan önnur lið á Íslandi undirbúa sig fyrir átökin í Bestu deildinni næsta sumar eru búa Víkingar sig undir sögulegan leik í umspili Sambandsdeildarinnar við Panathinaikos eftir rúma viku. Þeim hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir þau átök í Róberti Orra Þorkelssyni, sem samdi við félagið á dögunum. Róbert lenti hins vegar í hremmingum skömmu fyrr þegar hann hélt til Spánar þar sem lið SönderjyskE frá Danmörku var í æfingabúðum. Róbert Orri hélt þangað út til að ganga frá samningum en sneri aftur heim með skottið milli lappanna. „Ég var í rauninni bara á leiðinni út til að skrifa undir samning við SönderjyskE. Það er kannski erfitt að segja hvað gekk á en tveimur dögum seinna var annar maður mættur þarna sem spilar sömu stöðu. Hvort hann hafi dottið inn, en það fór eitthvað leikrit í gang sem leiðir til þess að þeir hætta við og búa til einhverjar sögur í kringum þetta í staðinn fyrir að vera bara hreinskilnir,“ segir Róbert sem var eðlilega ósáttur við vinnubrögðin. „Það var allt svolítið skrýtið í kringum þetta og ég var auðvitað ekki sáttur. En það er ekkert hægt að gera í því annað en að halda áfram.“ Víkingar höfðu verið í sambandi við Róbert, sem og önnur íslensk félög, en hann ákvað að taka slaginn með Víkingum eftir uppákomuna á Spáni. „Víkingur hefur sýnt það undanfarin ár að þeir eru að berjast á toppnum og um titla. Þeir eru búnir að vera hrikalega flottir í Evrópukeppninni sem heillar mikið og spennandi leikir fram undan. Svo ertu með Sölva sem þjálfara og Kára sem geta kennt manni helling, sem spiluðu mína stöðu. Ég held að ég geti lært mikið hérna og orðið betri leikmaður,“ segir Róbert Orri. Róbert er uppalinn í Aftureldingu en átti frábært tímabil með Breiðabliki sumarið 2020 sem leiddi til þess að Montreal Impact í MLS-deildinni keypti hann. Róbert mætti meiddur til félagsins og meiðslin áttu eftir að gera honum lífið leitt þar. Hann komst aftur á beinu brautina sem lánsmaður Kongsvinger í Noregi í fyrra og segir ekki skref aftur á við að snúa heim. „Nei, nei. Ég var að spila í fyrra í Kongsvinger og er í dag í toppliði á Íslandi á leið í Evrópukeppni. Maður þarf að spila til að í þessum bolta og ég held það sé skref fram á við að fá að spila,“ segir Róbert. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Leikrit þeirra dönsku vonbrigði en lítur til framtíðar Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Á meðan önnur lið á Íslandi undirbúa sig fyrir átökin í Bestu deildinni næsta sumar eru búa Víkingar sig undir sögulegan leik í umspili Sambandsdeildarinnar við Panathinaikos eftir rúma viku. Þeim hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir þau átök í Róberti Orra Þorkelssyni, sem samdi við félagið á dögunum. Róbert lenti hins vegar í hremmingum skömmu fyrr þegar hann hélt til Spánar þar sem lið SönderjyskE frá Danmörku var í æfingabúðum. Róbert Orri hélt þangað út til að ganga frá samningum en sneri aftur heim með skottið milli lappanna. „Ég var í rauninni bara á leiðinni út til að skrifa undir samning við SönderjyskE. Það er kannski erfitt að segja hvað gekk á en tveimur dögum seinna var annar maður mættur þarna sem spilar sömu stöðu. Hvort hann hafi dottið inn, en það fór eitthvað leikrit í gang sem leiðir til þess að þeir hætta við og búa til einhverjar sögur í kringum þetta í staðinn fyrir að vera bara hreinskilnir,“ segir Róbert sem var eðlilega ósáttur við vinnubrögðin. „Það var allt svolítið skrýtið í kringum þetta og ég var auðvitað ekki sáttur. En það er ekkert hægt að gera í því annað en að halda áfram.“ Víkingar höfðu verið í sambandi við Róbert, sem og önnur íslensk félög, en hann ákvað að taka slaginn með Víkingum eftir uppákomuna á Spáni. „Víkingur hefur sýnt það undanfarin ár að þeir eru að berjast á toppnum og um titla. Þeir eru búnir að vera hrikalega flottir í Evrópukeppninni sem heillar mikið og spennandi leikir fram undan. Svo ertu með Sölva sem þjálfara og Kára sem geta kennt manni helling, sem spiluðu mína stöðu. Ég held að ég geti lært mikið hérna og orðið betri leikmaður,“ segir Róbert Orri. Róbert er uppalinn í Aftureldingu en átti frábært tímabil með Breiðabliki sumarið 2020 sem leiddi til þess að Montreal Impact í MLS-deildinni keypti hann. Róbert mætti meiddur til félagsins og meiðslin áttu eftir að gera honum lífið leitt þar. Hann komst aftur á beinu brautina sem lánsmaður Kongsvinger í Noregi í fyrra og segir ekki skref aftur á við að snúa heim. „Nei, nei. Ég var að spila í fyrra í Kongsvinger og er í dag í toppliði á Íslandi á leið í Evrópukeppni. Maður þarf að spila til að í þessum bolta og ég held það sé skref fram á við að fá að spila,“ segir Róbert. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Leikrit þeirra dönsku vonbrigði en lítur til framtíðar
Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki