Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar 4. febrúar 2025 09:32 „Mér þykir nefnilega lítið til þeirra spekinga koma sem kalla það botnlausa heimsku og blygðunarleysi þegar einhver hælir sjálfum sér. Mér er sama hvað slíkum mönnum finnst um sjálfshólið, svo fremi sem þeir viðurkenna að það fari mér vel. Hvað er betur við hæfi en að heimskan frægi sjálfa sig og syngi sér dýrðaróð.“ Nei, þetta er ekki skrifað um Donald Trump. Á samt svo dæmalaust vel við hann. Textinn er úr Lofi heimskunnar, eftir Erasmus frá Rotterdam sem uppi var um siðaskiptin og horfði upp á ámóta heimsku og hroka og við horfum nú upp í Vesturvegi. Heimskulegt sjálfshól, hroki, hræsni, miskunnarleysi og lygi virðast vera efst á þeim lastalista sem þessi endurreisti forseti Bandaríkjanna hefur í hávegum. Að ekki sé minnst á gamaldags heimsvaldastefnu eins og grannar okkar Grænlendingar þurfa að glíma við. Og tilraun til valdaráns. Þó er hann miklu frekar einkenni en ástæða þeirra veiki sem fær stóran hluta Bandaríkjamanna til að kjósa hann. Bandaríski sagnfræðingurinn Will Durant sagði einu sinni um menningu Grikkja og Rómverja til forna, að sérhver þjóð risi í meinlæti en félli í munaði. Það virðist eiga við Bandaríki nútímans. Ofneysla og forheimskun heillar þjóðar og púkinn sem fitnar á fjósbitanum, dansar nú í Hvíta húsinu. Er ég var við nám í Bandaríkjunum fyrir 45 árum minnist ég svartrar vinkonu minnar sem horfði upp á krossbrennu fyrir framan heimili sitt. Næsti bær við háskólann minn hýsti einn helsta forkólf Kú Klúx Klan í landinu. Ég man líka áhyggjur lútherskra presta á uppgangi sjónvarpspredikara og bókstafstrúarfólks í landinu. Allar götur síðan hef ég fylgst með hnignun ýmissa þeirra grunngilda, s.s. mannréttinda sem gerðu þessa þjóð merkilega í upphafi, ekki síst með stjórnarskrá sem eftir krókaleiðum hafði áhrif á okkar eigin. Eitt það versta við þá þjóðfélagsþróun sem við höfum horft upp á í Bandaríkjunum áratugum saman er það hvernig heimskan hefur farið vaxandi – og lygin. Falsfréttir, afneitun vísinda og þekkingar og heiðarlegra skoðanaskipta. Helstu boðorð þeirra fjölmiðlafræða sem ég lagði stund á voru sannleikur og sanngirni (Truth and Fairness). Þessi gildi sem eru forsendur samræðu og lýðræðislegar upplýsingar, eru að verða undir aurskriðu falsfrétta og hreinnar lygi, að ekki sé minnst á forheimskandi þjóðernis-og trúarofstæki. Og auðmennirnir kynda undir. Auðmenn sem eru að gera okkur að þrælum í gegnum samfélagsmiðla sína. Áfangar á leið til fasisma. Í mínum huga er bandarískt samfélag orðið sjúkt af heimsku og lygi. Það verður fátt við því gert annað en að vara við smithættu til annarra landa, þ.á.m. til litla Íslands. Því miður hefur þeim systrum, heimsku og lygi sést bregða fyrir hér á landi í stjórnmálaflokkum hægra megin við heilbrigða skynsemi, svo sem í Miðflokknum. Besta dæmið er afneitun loftslagsbreytinga af mannavöldum. Margt af því fólki sem kaus þennan bandaríska lygamörð yfir sig og virðist eiga jábræður og -systur á Íslandi, nuddar sér utan í kristnina. Þess vegna langar mig að minna á sterkan tón í hinum gyðing-kristna arfi um að ástunda sannleik og miskunnsemi en hafna lygi. Hann er m.a. að finna í 119. Davíðssálmi: Lát veg lyginnar vera fjarri mér og kenn mér af gæsku þinni. Ég hef valið veg sannleikans og hef ákvæði þín fyrir augum. Höfundur er f.v. blaðamaður, forsetaritari og prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
„Mér þykir nefnilega lítið til þeirra spekinga koma sem kalla það botnlausa heimsku og blygðunarleysi þegar einhver hælir sjálfum sér. Mér er sama hvað slíkum mönnum finnst um sjálfshólið, svo fremi sem þeir viðurkenna að það fari mér vel. Hvað er betur við hæfi en að heimskan frægi sjálfa sig og syngi sér dýrðaróð.“ Nei, þetta er ekki skrifað um Donald Trump. Á samt svo dæmalaust vel við hann. Textinn er úr Lofi heimskunnar, eftir Erasmus frá Rotterdam sem uppi var um siðaskiptin og horfði upp á ámóta heimsku og hroka og við horfum nú upp í Vesturvegi. Heimskulegt sjálfshól, hroki, hræsni, miskunnarleysi og lygi virðast vera efst á þeim lastalista sem þessi endurreisti forseti Bandaríkjanna hefur í hávegum. Að ekki sé minnst á gamaldags heimsvaldastefnu eins og grannar okkar Grænlendingar þurfa að glíma við. Og tilraun til valdaráns. Þó er hann miklu frekar einkenni en ástæða þeirra veiki sem fær stóran hluta Bandaríkjamanna til að kjósa hann. Bandaríski sagnfræðingurinn Will Durant sagði einu sinni um menningu Grikkja og Rómverja til forna, að sérhver þjóð risi í meinlæti en félli í munaði. Það virðist eiga við Bandaríki nútímans. Ofneysla og forheimskun heillar þjóðar og púkinn sem fitnar á fjósbitanum, dansar nú í Hvíta húsinu. Er ég var við nám í Bandaríkjunum fyrir 45 árum minnist ég svartrar vinkonu minnar sem horfði upp á krossbrennu fyrir framan heimili sitt. Næsti bær við háskólann minn hýsti einn helsta forkólf Kú Klúx Klan í landinu. Ég man líka áhyggjur lútherskra presta á uppgangi sjónvarpspredikara og bókstafstrúarfólks í landinu. Allar götur síðan hef ég fylgst með hnignun ýmissa þeirra grunngilda, s.s. mannréttinda sem gerðu þessa þjóð merkilega í upphafi, ekki síst með stjórnarskrá sem eftir krókaleiðum hafði áhrif á okkar eigin. Eitt það versta við þá þjóðfélagsþróun sem við höfum horft upp á í Bandaríkjunum áratugum saman er það hvernig heimskan hefur farið vaxandi – og lygin. Falsfréttir, afneitun vísinda og þekkingar og heiðarlegra skoðanaskipta. Helstu boðorð þeirra fjölmiðlafræða sem ég lagði stund á voru sannleikur og sanngirni (Truth and Fairness). Þessi gildi sem eru forsendur samræðu og lýðræðislegar upplýsingar, eru að verða undir aurskriðu falsfrétta og hreinnar lygi, að ekki sé minnst á forheimskandi þjóðernis-og trúarofstæki. Og auðmennirnir kynda undir. Auðmenn sem eru að gera okkur að þrælum í gegnum samfélagsmiðla sína. Áfangar á leið til fasisma. Í mínum huga er bandarískt samfélag orðið sjúkt af heimsku og lygi. Það verður fátt við því gert annað en að vara við smithættu til annarra landa, þ.á.m. til litla Íslands. Því miður hefur þeim systrum, heimsku og lygi sést bregða fyrir hér á landi í stjórnmálaflokkum hægra megin við heilbrigða skynsemi, svo sem í Miðflokknum. Besta dæmið er afneitun loftslagsbreytinga af mannavöldum. Margt af því fólki sem kaus þennan bandaríska lygamörð yfir sig og virðist eiga jábræður og -systur á Íslandi, nuddar sér utan í kristnina. Þess vegna langar mig að minna á sterkan tón í hinum gyðing-kristna arfi um að ástunda sannleik og miskunnsemi en hafna lygi. Hann er m.a. að finna í 119. Davíðssálmi: Lát veg lyginnar vera fjarri mér og kenn mér af gæsku þinni. Ég hef valið veg sannleikans og hef ákvæði þín fyrir augum. Höfundur er f.v. blaðamaður, forsetaritari og prestur.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun