Fær að dúsa inni í mánuð til Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2025 10:59 Þrír voru fluttir á sjúkrahús á nýársnótt eftir að hnífur var notaður í átökum á Kjalarnesi. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. vísir/vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði á vegum Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 3. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá Lögreglunnu á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald hafi verið í framlengt um fjórar vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Það hafi verið gert á grundvelli almannahagsmuna. Nokkrir særðust Á nýjársdag var greint frá því að hnífstunguárás hefði verið framin á Kjalarnesi og tveir særst, þar af einn alvarlega. „Svo virðist sem ósætti og ágreiningur hafi komið upp hjá mönnum í húsinu og í framhaldinu var hnífi beitt. Nokkrir hlutu áverka, en einn þó sýnu verst og er sá alvarlega slasaður eftir atlöguna. Hinir handteknu eru allir á fimmtugsaldri, rétt eins og sá sem slasaðist mest,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Grét og sagði lífi sínu lokið Í fyrri úrskurði Landsréttar um gæsluvarðhald yfir manninum segir að maðurinn hafi verið handtekinn á vettvangi. Á peysu hans hafi verið sjáanlegir blóðblettir á vinstri framhandlegg. Honum hafi verið kynnt réttarstaða sakbornings, sem hann hafi skilið. Hann hafi blásið 1,22 prómil í áfengismæli. Hann hafi greint frá því að hann hefði stungið tvo karlmenn sem hafi ráðist að honum og að hann hafi gert það í sjálfsvörn. Hann hafi sagt margt fólk hafa verið saman í teiti og allt hafi verið í góðu. Síðan hafi tveir sem hafi verið gestkomandi farið að vera ógnandi og hafi ráðist að honum í eldhúsinu. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. „Meðan á frásögn varnaraðila stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið. Var hann fluttur á slysadeild til skoðunar vegna verks í rifbeini og síðan á lögreglustöð.“ Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Stunguárás á Kjalarnesi Tengdar fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni. 8. janúar 2025 15:19 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Í tilkynningu frá Lögreglunnu á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald hafi verið í framlengt um fjórar vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Það hafi verið gert á grundvelli almannahagsmuna. Nokkrir særðust Á nýjársdag var greint frá því að hnífstunguárás hefði verið framin á Kjalarnesi og tveir særst, þar af einn alvarlega. „Svo virðist sem ósætti og ágreiningur hafi komið upp hjá mönnum í húsinu og í framhaldinu var hnífi beitt. Nokkrir hlutu áverka, en einn þó sýnu verst og er sá alvarlega slasaður eftir atlöguna. Hinir handteknu eru allir á fimmtugsaldri, rétt eins og sá sem slasaðist mest,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Grét og sagði lífi sínu lokið Í fyrri úrskurði Landsréttar um gæsluvarðhald yfir manninum segir að maðurinn hafi verið handtekinn á vettvangi. Á peysu hans hafi verið sjáanlegir blóðblettir á vinstri framhandlegg. Honum hafi verið kynnt réttarstaða sakbornings, sem hann hafi skilið. Hann hafi blásið 1,22 prómil í áfengismæli. Hann hafi greint frá því að hann hefði stungið tvo karlmenn sem hafi ráðist að honum og að hann hafi gert það í sjálfsvörn. Hann hafi sagt margt fólk hafa verið saman í teiti og allt hafi verið í góðu. Síðan hafi tveir sem hafi verið gestkomandi farið að vera ógnandi og hafi ráðist að honum í eldhúsinu. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. „Meðan á frásögn varnaraðila stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið. Var hann fluttur á slysadeild til skoðunar vegna verks í rifbeini og síðan á lögreglustöð.“
Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Stunguárás á Kjalarnesi Tengdar fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni. 8. janúar 2025 15:19 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni. 8. janúar 2025 15:19
Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14
Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28