Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 14:00 Leigutaki Laxár í Kjós skrifaði grein á Vísi í gær sem valdið hefur ákveðnum misskilningi sem ég vil leiðrétta. Þegar nefnd eru orð eins og eitrun og umhverfisslys er skiljanlegt að fólk leggi við hlustir. Það er hins vegar fjarri því sem fyrirhuguð vísindarannsókn felur í sér. Þessi rannsókn skapar enga hættu fyrir einstakt lífríki Hvalfjarðar. Magn og styrkur basans sem notast verður við er afar lítill við blöndun í sjó og er t.d. lægri en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa að staðaldri. Hjá þeim er starfsemin allan ársins hring en í okkar tilviki er um að ræða tímabundin áhrif á litlu svæði sem standa mun yfir í að hámarki fjóra daga. Við munum vakta áhrifin með samfelldum mælingum og sýnatökum. Þá er það fyrsta mat Hafrannsóknarstofnunar, samkvæmt viðtali sem birtist á Vísi í dag, að ekkert bendi til að rannsóknin geti valdið skaða á firðinum. Fram í viðtalinu að stofnunin hyggist leita ráðgjafar utanaðkomandi sérfræðinga við vinnslu á endanlegri umsögn sinni um veitingu rannsóknarleyfis til verkefnisins og er það vel. Í áðurnefndri grein er varpað fram efasemdum um aðkomu Hafrannsóknastofnunar að grunnrannsóknum í firðinum sem styrktar voru af Röst. Sem óhagnaðardrifin rannsóknarstofnun, þótti okkur eðlilegt að leitast eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun enda er þar að finna helstu sérfræðinga á sviði hafrannsókna hér á landi. Stofnunin er ekki þátttakandi í rannsókninni sjálfri en hefur eins og áður segir unnið mikilvægar grunnrannsóknir á haffræði og líffræði fjarðarins. Hafrannsóknastofnun er sú stofnun sem best er til þess fallin að framkvæma slíkar rannsóknir. Rannsóknir af þessu tagi eru kostnaðarsamar og það var af þeirri ástæðu sem Röst styrkti Hafrannsóknastofnun til þess að vinna þessa mikilvægu grunnvinnu. Greinarhöfundur bendir einnig á að Röst hafi nýlega ráðið til sín sérfræðing frá stofnuninni. Það er rétt og var send út fréttatilkynning vegna ráðningarinnar. Það eru ekki margir aðrir staðir sem vísindafólk á sviði sjávarrannsóknar getur starfað og byggt upp þekkingu sína. Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar þekkir aðstæður við Íslandsstrendur betur en nokkur annar og það er dýrmætt að geta nýtt þekkingu þess. Rannsóknarleyfisumsókn Rastar er öllum opin og fjallað hefur verið um verkefnið í fjölda fréttatilkynninga sem birtar hafa verið í innlendum fjölmiðlum, á heimasíðu Rastar og með fræðslumyndböndum á YouTube. Samtöl við hagsmunaaðila hófust vorið 2024, rúmu ári áður en fyrirhugað er að rannsóknin fari fram, en síðan þá hafa verið haldnir fjölmargir kynningarfundir, m.a. annars með öllum viðeigandi ráðuneytum og leyfisveitingaraðilum, helstu náttúruverndarsamtökum, leigutökum Laxár í Kjós ásamt bæði sveitarstjórnum Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps, auk íbúafundar í maí sumarið 2024 og opinni málstofu með Háskóla Íslands. Til þess að auka aðkomu heimamanna var ákveðið að bjóða sveitarfélaginu Hvalfjarðarsveit að tilnefna fulltrúa í stjórn Rastar. Okkur yfirsást hins vegar að bjóða sveitarfélaginu Kjósarhreppi að tilnefna fulltrúa. Á stjórnarfundi Rastar í byrjun janúar var því tekin sú ákvörðun að bjóða sveitarfélögunum báðum að tilnefna áheyrnarfulltrúa í stjórn. Sú breyting verður gerð á aðalfundi félagsins í vor. Að lokum er mikilvægt að fram komi að markmiðið með þessum rannsóknum öllum er að öðlast betri skilning á því hvort í framtíðinni verði hægt að magna upp náttúruleg ferli til auka getu hafsins til að taka upp koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Slíkt myndi þó ekki fara fram í Hvalfirði heldur líklega í úthöfunum. Aðeins er verið að vinna með hagstæðar aðstæður í Hvalfirði til rannsókna. Röst sjávarrannsóknarsetur er sjálft ekki með nein áform um að selja vöru, hvorki kolefniseiningar né upprunaskírteini, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Röst er óhagnaðardrifið rannsóknarfyrirtæki sem hefur það eitt að markmiði að stunda vísindarannsóknir. Öll gögn sem verða til við rannsóknirnar verða gerð aðgengileg opinberlega. Ef aðferðin reynist virka verður það ekki Röst sem mun hagnýta eða hagnast á henni. Höfundur er framkvæmdastjóri Rastar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalfjarðarsveit Umhverfismál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Leigutaki Laxár í Kjós skrifaði grein á Vísi í gær sem valdið hefur ákveðnum misskilningi sem ég vil leiðrétta. Þegar nefnd eru orð eins og eitrun og umhverfisslys er skiljanlegt að fólk leggi við hlustir. Það er hins vegar fjarri því sem fyrirhuguð vísindarannsókn felur í sér. Þessi rannsókn skapar enga hættu fyrir einstakt lífríki Hvalfjarðar. Magn og styrkur basans sem notast verður við er afar lítill við blöndun í sjó og er t.d. lægri en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa að staðaldri. Hjá þeim er starfsemin allan ársins hring en í okkar tilviki er um að ræða tímabundin áhrif á litlu svæði sem standa mun yfir í að hámarki fjóra daga. Við munum vakta áhrifin með samfelldum mælingum og sýnatökum. Þá er það fyrsta mat Hafrannsóknarstofnunar, samkvæmt viðtali sem birtist á Vísi í dag, að ekkert bendi til að rannsóknin geti valdið skaða á firðinum. Fram í viðtalinu að stofnunin hyggist leita ráðgjafar utanaðkomandi sérfræðinga við vinnslu á endanlegri umsögn sinni um veitingu rannsóknarleyfis til verkefnisins og er það vel. Í áðurnefndri grein er varpað fram efasemdum um aðkomu Hafrannsóknastofnunar að grunnrannsóknum í firðinum sem styrktar voru af Röst. Sem óhagnaðardrifin rannsóknarstofnun, þótti okkur eðlilegt að leitast eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun enda er þar að finna helstu sérfræðinga á sviði hafrannsókna hér á landi. Stofnunin er ekki þátttakandi í rannsókninni sjálfri en hefur eins og áður segir unnið mikilvægar grunnrannsóknir á haffræði og líffræði fjarðarins. Hafrannsóknastofnun er sú stofnun sem best er til þess fallin að framkvæma slíkar rannsóknir. Rannsóknir af þessu tagi eru kostnaðarsamar og það var af þeirri ástæðu sem Röst styrkti Hafrannsóknastofnun til þess að vinna þessa mikilvægu grunnvinnu. Greinarhöfundur bendir einnig á að Röst hafi nýlega ráðið til sín sérfræðing frá stofnuninni. Það er rétt og var send út fréttatilkynning vegna ráðningarinnar. Það eru ekki margir aðrir staðir sem vísindafólk á sviði sjávarrannsóknar getur starfað og byggt upp þekkingu sína. Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar þekkir aðstæður við Íslandsstrendur betur en nokkur annar og það er dýrmætt að geta nýtt þekkingu þess. Rannsóknarleyfisumsókn Rastar er öllum opin og fjallað hefur verið um verkefnið í fjölda fréttatilkynninga sem birtar hafa verið í innlendum fjölmiðlum, á heimasíðu Rastar og með fræðslumyndböndum á YouTube. Samtöl við hagsmunaaðila hófust vorið 2024, rúmu ári áður en fyrirhugað er að rannsóknin fari fram, en síðan þá hafa verið haldnir fjölmargir kynningarfundir, m.a. annars með öllum viðeigandi ráðuneytum og leyfisveitingaraðilum, helstu náttúruverndarsamtökum, leigutökum Laxár í Kjós ásamt bæði sveitarstjórnum Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps, auk íbúafundar í maí sumarið 2024 og opinni málstofu með Háskóla Íslands. Til þess að auka aðkomu heimamanna var ákveðið að bjóða sveitarfélaginu Hvalfjarðarsveit að tilnefna fulltrúa í stjórn Rastar. Okkur yfirsást hins vegar að bjóða sveitarfélaginu Kjósarhreppi að tilnefna fulltrúa. Á stjórnarfundi Rastar í byrjun janúar var því tekin sú ákvörðun að bjóða sveitarfélögunum báðum að tilnefna áheyrnarfulltrúa í stjórn. Sú breyting verður gerð á aðalfundi félagsins í vor. Að lokum er mikilvægt að fram komi að markmiðið með þessum rannsóknum öllum er að öðlast betri skilning á því hvort í framtíðinni verði hægt að magna upp náttúruleg ferli til auka getu hafsins til að taka upp koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Slíkt myndi þó ekki fara fram í Hvalfirði heldur líklega í úthöfunum. Aðeins er verið að vinna með hagstæðar aðstæður í Hvalfirði til rannsókna. Röst sjávarrannsóknarsetur er sjálft ekki með nein áform um að selja vöru, hvorki kolefniseiningar né upprunaskírteini, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Röst er óhagnaðardrifið rannsóknarfyrirtæki sem hefur það eitt að markmiði að stunda vísindarannsóknir. Öll gögn sem verða til við rannsóknirnar verða gerð aðgengileg opinberlega. Ef aðferðin reynist virka verður það ekki Röst sem mun hagnýta eða hagnast á henni. Höfundur er framkvæmdastjóri Rastar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun