Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Aron Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2025 11:02 Lebron spilaði á móti Clippers í gær. Doncic var á svæðinu en spilaði ekki. Hann er að jafna sig á kálfameiðslum Vísir/Samsett mynd Lebron James, stjörnuleikmaður NBA liðs Los Angeles Lakers segir það enn súrealískt fyrir sig að sjá Luka Doncic mættan til Lakers. Doncic var hluti af sögulegum skiptum í NBA deildinni. Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem sendu Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks en auk Luka fengu Lakers kraftframherjana Maxi Kleber og Markieff Morris meðan framherjinn Max Christie fylgir Davis til Dallas ásamt valrétti í fyrstu umferð árið 2029. Lebron, sem er einn besti körfuboltamaður allra tíma, segir að það muni vera sérstakt að spila við hlið Doncic með Los Angeles Lakers. „Það verða mörg augu á okkur,“ sagði Lebron við fjölmiðla aðspurður um viðbrögð sín, „Hlustið á mig. Luka er stór leikmaður. Hann er aðeins 25 ára gamall, ekki kominn á sitt besta skeið á ferlinum og nú þegar hefur hann gert stórbrotna hluti í deildinni. Ég er ánægður með að hafa hann hér í Los Angeles. Þetta er enn dálítið súrealískt í fullri hreinskilni sagt.“ "Listen, Luka [Doncic] is a big-time player. 25 years old, hasn't even reached his prime yet, and he's done some amazing sh*t in our league already... I'm happy to have him, and LA is happy to have him."LeBron James on his new running-mate Luka Doncic 🔥pic.twitter.com/CSOTDtXUiW— ClutchPoints (@ClutchPoints) February 5, 2025 Og Doncic sjálfur var undrandi á skiptunum. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu undrandi ég var. Ég þurfti að kanna hvort það væri 1.apríl. Ég trúði þessu ekki.“ Los Angeles Lakers bar 25 stiga sigur úr býtum, 122-97, gegn nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers í nótt. Doncic var ekki með liði Lakers í leiknum, hann hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa en forráðamenn liðsins búast við því að hann geti leikið sinn fyrsta leik með liðinu síðar í mánuðinum. Tekin var góð og ítarleg umræða um skiptin í Lögmáli Leiksins á Stöð 2 Sport á dögunum. Umræðuna má sjá hér fyrir neðan: NBA Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem sendu Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks en auk Luka fengu Lakers kraftframherjana Maxi Kleber og Markieff Morris meðan framherjinn Max Christie fylgir Davis til Dallas ásamt valrétti í fyrstu umferð árið 2029. Lebron, sem er einn besti körfuboltamaður allra tíma, segir að það muni vera sérstakt að spila við hlið Doncic með Los Angeles Lakers. „Það verða mörg augu á okkur,“ sagði Lebron við fjölmiðla aðspurður um viðbrögð sín, „Hlustið á mig. Luka er stór leikmaður. Hann er aðeins 25 ára gamall, ekki kominn á sitt besta skeið á ferlinum og nú þegar hefur hann gert stórbrotna hluti í deildinni. Ég er ánægður með að hafa hann hér í Los Angeles. Þetta er enn dálítið súrealískt í fullri hreinskilni sagt.“ "Listen, Luka [Doncic] is a big-time player. 25 years old, hasn't even reached his prime yet, and he's done some amazing sh*t in our league already... I'm happy to have him, and LA is happy to have him."LeBron James on his new running-mate Luka Doncic 🔥pic.twitter.com/CSOTDtXUiW— ClutchPoints (@ClutchPoints) February 5, 2025 Og Doncic sjálfur var undrandi á skiptunum. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu undrandi ég var. Ég þurfti að kanna hvort það væri 1.apríl. Ég trúði þessu ekki.“ Los Angeles Lakers bar 25 stiga sigur úr býtum, 122-97, gegn nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers í nótt. Doncic var ekki með liði Lakers í leiknum, hann hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa en forráðamenn liðsins búast við því að hann geti leikið sinn fyrsta leik með liðinu síðar í mánuðinum. Tekin var góð og ítarleg umræða um skiptin í Lögmáli Leiksins á Stöð 2 Sport á dögunum. Umræðuna má sjá hér fyrir neðan:
NBA Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum