460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar 5. febrúar 2025 13:46 Stóru skipafélögin hafa á undanförnum misserum notað kröfur um umhverfisvænni siglingar sem tekjulind fremur en kostnaðarlið, eins og greinarhöfundur fjallaði um í Vísisgrein í síðasta mánuði, „Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu“. Þar var vitnað til greiningar Matthíasar Matthíassonar hjá MM Logik, sem veitir ráðgjöf í flutningamálum. Sú greining sýndi fram á að olíugjöld stóru skipafélaganna eru langtum hærri en sá kostnaður sem þeim er ætlað að dekka. Þarna er annars vegar um að ræða olíugjald (BAF), sem á að jafna út sveiflur í oliuverði, og hins vegar umhverfisgjald (LSS) sem á að jafna kostnaðarauka sem hlýst af því að brenna dísilolíu (MGO) fremur en svartolíu. Á undanförnum árum hefur Eimskip verið mun grófara í þessari aukagjaldtöku af viðskiptavinum sínum en Samskip. Matthías hefur nú birt nýja greiningu á vef sínum, en hún er viðbrögð við spurningum sem hann hefur fengið um hvað þessi ofrukkun skipafélaganna þýði í krónum talið. Hann styðst þar við þekkingu sína á flutningamarkaðnum, m.a. varðandi eyðslu og nýtingarhlutfall skipa Eimskips og Samskipa og þann afslátt sem félögin veita, og virðist greiningin varfærin ef eitthvað er. Eimskip með tæplega 90% af ofrukkuninni Niðurstaðan er sú að hagnaður Eimskips á viku hverri af olíugjöldunum, sem lögð eru á viðskiptavini, umfram olíukostnaðinn sem gjöldunum er ætlað að dekka, sé rúmlega 416 milljónir króna. Hjá Samskipum er sambærileg tala rúmlega 47 milljónir króna. Samtals eru þetta yfir 460 milljónir króna á viku. Matthías tekur fram að önnur skipafélög hér á landi, Smyril Line og Torcargo, rukki ekki sérstaklega olíugjöld, heldur hafi þennan kostnaðarlið inni í flutningsgjöldum sínum. Þrennt blasir við þegar þessir útreikningar eru skoðaðir. Í fyrsta lagi verður það enn skýrara en fyrr að stóru skipafélögin hafa gert umhverfiskröfur að tekjulind og það setur öll fallegu orðin í sjálfbærniskýrslum þeirra um umhverfisvænni flutninga í nýtt og óhagstætt ljós. Hagnaður af olíugjöldum var einhverra hluta vegna ekki nefndur sem skýring á snarbættri afkomu Eimskips seinni hluta síðasta árs. Í öðru lagi er deginum ljósara að hár flutningskostnaður er einn drifkraftur verðbólgunnar. Að koma böndum á hann er ein forsenda þess að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Samtök atvinnulífsins, sem hafa birt áskoranir til fyrirtækja um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum, gætu hjálpað til með því að eiga samtal um þessa verðlagningu við félagsmenn sína, stóru skipafélögin. Fullt tilefni til að krefjast afslátta og endurgreiðslna Í þriðja lagi liggur í augum uppi að viðskiptavinir skipafélaganna, sem hafa verið rukkaðir um þessi gjöld, hafa allar forsendur til að krefjast afsláttar og/eða endurgreiðslu. Í því sambandi má líka enn á ný minna á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að viðskiptavinir Samskipa og Eimskipa kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru, þegar gengið er til samninga. Jafnframt vaknar spurningin: Hvað hafa samkeppnisyfirvöld hugsað sér að gera með þessar skýru vísbendingar um óeðlilega verðlagningu? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skipaflutningar Neytendur Eimskip Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Stóru skipafélögin hafa á undanförnum misserum notað kröfur um umhverfisvænni siglingar sem tekjulind fremur en kostnaðarlið, eins og greinarhöfundur fjallaði um í Vísisgrein í síðasta mánuði, „Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu“. Þar var vitnað til greiningar Matthíasar Matthíassonar hjá MM Logik, sem veitir ráðgjöf í flutningamálum. Sú greining sýndi fram á að olíugjöld stóru skipafélaganna eru langtum hærri en sá kostnaður sem þeim er ætlað að dekka. Þarna er annars vegar um að ræða olíugjald (BAF), sem á að jafna út sveiflur í oliuverði, og hins vegar umhverfisgjald (LSS) sem á að jafna kostnaðarauka sem hlýst af því að brenna dísilolíu (MGO) fremur en svartolíu. Á undanförnum árum hefur Eimskip verið mun grófara í þessari aukagjaldtöku af viðskiptavinum sínum en Samskip. Matthías hefur nú birt nýja greiningu á vef sínum, en hún er viðbrögð við spurningum sem hann hefur fengið um hvað þessi ofrukkun skipafélaganna þýði í krónum talið. Hann styðst þar við þekkingu sína á flutningamarkaðnum, m.a. varðandi eyðslu og nýtingarhlutfall skipa Eimskips og Samskipa og þann afslátt sem félögin veita, og virðist greiningin varfærin ef eitthvað er. Eimskip með tæplega 90% af ofrukkuninni Niðurstaðan er sú að hagnaður Eimskips á viku hverri af olíugjöldunum, sem lögð eru á viðskiptavini, umfram olíukostnaðinn sem gjöldunum er ætlað að dekka, sé rúmlega 416 milljónir króna. Hjá Samskipum er sambærileg tala rúmlega 47 milljónir króna. Samtals eru þetta yfir 460 milljónir króna á viku. Matthías tekur fram að önnur skipafélög hér á landi, Smyril Line og Torcargo, rukki ekki sérstaklega olíugjöld, heldur hafi þennan kostnaðarlið inni í flutningsgjöldum sínum. Þrennt blasir við þegar þessir útreikningar eru skoðaðir. Í fyrsta lagi verður það enn skýrara en fyrr að stóru skipafélögin hafa gert umhverfiskröfur að tekjulind og það setur öll fallegu orðin í sjálfbærniskýrslum þeirra um umhverfisvænni flutninga í nýtt og óhagstætt ljós. Hagnaður af olíugjöldum var einhverra hluta vegna ekki nefndur sem skýring á snarbættri afkomu Eimskips seinni hluta síðasta árs. Í öðru lagi er deginum ljósara að hár flutningskostnaður er einn drifkraftur verðbólgunnar. Að koma böndum á hann er ein forsenda þess að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Samtök atvinnulífsins, sem hafa birt áskoranir til fyrirtækja um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum, gætu hjálpað til með því að eiga samtal um þessa verðlagningu við félagsmenn sína, stóru skipafélögin. Fullt tilefni til að krefjast afslátta og endurgreiðslna Í þriðja lagi liggur í augum uppi að viðskiptavinir skipafélaganna, sem hafa verið rukkaðir um þessi gjöld, hafa allar forsendur til að krefjast afsláttar og/eða endurgreiðslu. Í því sambandi má líka enn á ný minna á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að viðskiptavinir Samskipa og Eimskipa kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru, þegar gengið er til samninga. Jafnframt vaknar spurningin: Hvað hafa samkeppnisyfirvöld hugsað sér að gera með þessar skýru vísbendingar um óeðlilega verðlagningu? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun