Þrjár í framboði formanns Fíh Lovísa Arnardóttir skrifar 6. febrúar 2025 10:23 Þrjár konur eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Aðsendar Þrjár eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það eru þær Helga Rósa Másdóttir, Hulda Björg Óladóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi föstudaginn 28. febrúar og lýkur á hádegi þriðjudaginn 4. mars. Nýr formaður tekur við af Guðbjörgu Pálsdóttur sem hefur verið formaður síðustu ár. Í tilkynningu frá félaginu segir að hjúkrunarfræðingar sem eru með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild hafi atkvæðisrétt í formannskosningum. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og kjörseðill aðgengilegur í gegnum Mínar síður. Farið verður í aðra umferð á milli þeirra tveggja sem hljóta flest atkvæði nái enginn einn frambjóðandi meira en 50 prósent atkvæða. Hulda Björg er varaformaður félagsins.Aðsend Hulda Björg hefur frá útskrift 2006 starfað á bráðamóttöku Landspítalans, á heilsugæslunni í Árbæ, hjá Icepharma, Hrafnistu og Sóltúni. Hulda Björg er varaformaður félagsins og hefur verið í stjórn þess síðustu þrjú árin. „Í dag starfa ég sem fagstjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni í Mjódd. Síðastliðin þrjú ár hef ég setið í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem aðalmaður og gjaldkeri stjórnar. Síðastliðið starfsár hef ég gegnt hlutverki varaformanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Á þessum árum sem ég hef starfað í stjórn félagsins og sem varaformaður hef ég öðlast dýrmæta reynslu sem snýr að rekstri félagsins og hagsmunamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Hulda Björg í kynningu á heimasíðu félagsins. Helga Rósa er sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.Aðsend Helga Rósa Másdóttir hefur frá útskrift árið 2004 einnig komið víða við. Á heilsugæslu, bráðamóttöku, á sjúkrahúsinu í Neskaupstað og á Indlandi. Eftir það sneri hún aftur á bráðamóttökuna þar sem hún starfaði um árabil. Frá árinu 2023 hefur hún starfað sem sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem gerir samanburð við aðra háskólamenntaða sérfræðinga auðveldari. Brýnt er að halda þeirri vinnu áfram við stofnanasamninga til að mynda en þar liggja tækifæri til frekari kjarabóta og starfsþróunar hjúkrunarfræðinga,“ segir Helga Rósa sem fer yfir sín áherslumál hér. Jórunn Ósk er gjaldkeri Félags hjúkrunarfræðinga.Aðsend Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen er menntaður hjúkrunarfræðingur en einnig búin með meistaranám í opinberri stjórnsýslu. Jórunn er gjaldkeri félagsins og hefur víðtæka reynslu af bæði hjúkrun og stjórnun samkvæmt kynningu á vef félagsins. „Hagsmunagæsla hjúkrunarfræðinga fer fram á mörgum vígstöðvum og mikilvægt að félagið eigi sterkan talsmann meðal aðildarfélaga og innan stjórnsýslunnar. Þó nú sé í höfn kjarasamningur til næstu fjögurra ára er ástæða til að hefja undirbúning fyrir næstu kjaraviðræður. Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, hækkun grunnlauna er forsenda þess að viðhalda stéttinni og tryggja áfram gott heilbrigðiskerfi til framtíðar. Jákvætt skref var tekið með vörpun í nýja töflu sem styrkir okkur í samanburði til frekari hækkunar grunnlauna. Það er aldrei mikilvægara en nú að standa vörð um menntun, þekkingu og símenntun okkar ásamt skilgreiningu ábyrgðar. Eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum er þegar meiri en framboð og mun aukast, framtíð hjúkrunar er björt og tækifærin mörg,“ segir Jórunn í sinni kynningu hér. Stéttarfélög Kjaramál Vistaskipti Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að hjúkrunarfræðingar sem eru með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild hafi atkvæðisrétt í formannskosningum. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og kjörseðill aðgengilegur í gegnum Mínar síður. Farið verður í aðra umferð á milli þeirra tveggja sem hljóta flest atkvæði nái enginn einn frambjóðandi meira en 50 prósent atkvæða. Hulda Björg er varaformaður félagsins.Aðsend Hulda Björg hefur frá útskrift 2006 starfað á bráðamóttöku Landspítalans, á heilsugæslunni í Árbæ, hjá Icepharma, Hrafnistu og Sóltúni. Hulda Björg er varaformaður félagsins og hefur verið í stjórn þess síðustu þrjú árin. „Í dag starfa ég sem fagstjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni í Mjódd. Síðastliðin þrjú ár hef ég setið í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem aðalmaður og gjaldkeri stjórnar. Síðastliðið starfsár hef ég gegnt hlutverki varaformanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Á þessum árum sem ég hef starfað í stjórn félagsins og sem varaformaður hef ég öðlast dýrmæta reynslu sem snýr að rekstri félagsins og hagsmunamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Hulda Björg í kynningu á heimasíðu félagsins. Helga Rósa er sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.Aðsend Helga Rósa Másdóttir hefur frá útskrift árið 2004 einnig komið víða við. Á heilsugæslu, bráðamóttöku, á sjúkrahúsinu í Neskaupstað og á Indlandi. Eftir það sneri hún aftur á bráðamóttökuna þar sem hún starfaði um árabil. Frá árinu 2023 hefur hún starfað sem sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem gerir samanburð við aðra háskólamenntaða sérfræðinga auðveldari. Brýnt er að halda þeirri vinnu áfram við stofnanasamninga til að mynda en þar liggja tækifæri til frekari kjarabóta og starfsþróunar hjúkrunarfræðinga,“ segir Helga Rósa sem fer yfir sín áherslumál hér. Jórunn Ósk er gjaldkeri Félags hjúkrunarfræðinga.Aðsend Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen er menntaður hjúkrunarfræðingur en einnig búin með meistaranám í opinberri stjórnsýslu. Jórunn er gjaldkeri félagsins og hefur víðtæka reynslu af bæði hjúkrun og stjórnun samkvæmt kynningu á vef félagsins. „Hagsmunagæsla hjúkrunarfræðinga fer fram á mörgum vígstöðvum og mikilvægt að félagið eigi sterkan talsmann meðal aðildarfélaga og innan stjórnsýslunnar. Þó nú sé í höfn kjarasamningur til næstu fjögurra ára er ástæða til að hefja undirbúning fyrir næstu kjaraviðræður. Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, hækkun grunnlauna er forsenda þess að viðhalda stéttinni og tryggja áfram gott heilbrigðiskerfi til framtíðar. Jákvætt skref var tekið með vörpun í nýja töflu sem styrkir okkur í samanburði til frekari hækkunar grunnlauna. Það er aldrei mikilvægara en nú að standa vörð um menntun, þekkingu og símenntun okkar ásamt skilgreiningu ábyrgðar. Eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum er þegar meiri en framboð og mun aukast, framtíð hjúkrunar er björt og tækifærin mörg,“ segir Jórunn í sinni kynningu hér.
Stéttarfélög Kjaramál Vistaskipti Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira