Þrjár í framboði formanns Fíh Lovísa Arnardóttir skrifar 6. febrúar 2025 10:23 Þrjár konur eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Aðsendar Þrjár eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það eru þær Helga Rósa Másdóttir, Hulda Björg Óladóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi föstudaginn 28. febrúar og lýkur á hádegi þriðjudaginn 4. mars. Nýr formaður tekur við af Guðbjörgu Pálsdóttur sem hefur verið formaður síðustu ár. Í tilkynningu frá félaginu segir að hjúkrunarfræðingar sem eru með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild hafi atkvæðisrétt í formannskosningum. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og kjörseðill aðgengilegur í gegnum Mínar síður. Farið verður í aðra umferð á milli þeirra tveggja sem hljóta flest atkvæði nái enginn einn frambjóðandi meira en 50 prósent atkvæða. Hulda Björg er varaformaður félagsins.Aðsend Hulda Björg hefur frá útskrift 2006 starfað á bráðamóttöku Landspítalans, á heilsugæslunni í Árbæ, hjá Icepharma, Hrafnistu og Sóltúni. Hulda Björg er varaformaður félagsins og hefur verið í stjórn þess síðustu þrjú árin. „Í dag starfa ég sem fagstjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni í Mjódd. Síðastliðin þrjú ár hef ég setið í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem aðalmaður og gjaldkeri stjórnar. Síðastliðið starfsár hef ég gegnt hlutverki varaformanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Á þessum árum sem ég hef starfað í stjórn félagsins og sem varaformaður hef ég öðlast dýrmæta reynslu sem snýr að rekstri félagsins og hagsmunamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Hulda Björg í kynningu á heimasíðu félagsins. Helga Rósa er sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.Aðsend Helga Rósa Másdóttir hefur frá útskrift árið 2004 einnig komið víða við. Á heilsugæslu, bráðamóttöku, á sjúkrahúsinu í Neskaupstað og á Indlandi. Eftir það sneri hún aftur á bráðamóttökuna þar sem hún starfaði um árabil. Frá árinu 2023 hefur hún starfað sem sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem gerir samanburð við aðra háskólamenntaða sérfræðinga auðveldari. Brýnt er að halda þeirri vinnu áfram við stofnanasamninga til að mynda en þar liggja tækifæri til frekari kjarabóta og starfsþróunar hjúkrunarfræðinga,“ segir Helga Rósa sem fer yfir sín áherslumál hér. Jórunn Ósk er gjaldkeri Félags hjúkrunarfræðinga.Aðsend Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen er menntaður hjúkrunarfræðingur en einnig búin með meistaranám í opinberri stjórnsýslu. Jórunn er gjaldkeri félagsins og hefur víðtæka reynslu af bæði hjúkrun og stjórnun samkvæmt kynningu á vef félagsins. „Hagsmunagæsla hjúkrunarfræðinga fer fram á mörgum vígstöðvum og mikilvægt að félagið eigi sterkan talsmann meðal aðildarfélaga og innan stjórnsýslunnar. Þó nú sé í höfn kjarasamningur til næstu fjögurra ára er ástæða til að hefja undirbúning fyrir næstu kjaraviðræður. Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, hækkun grunnlauna er forsenda þess að viðhalda stéttinni og tryggja áfram gott heilbrigðiskerfi til framtíðar. Jákvætt skref var tekið með vörpun í nýja töflu sem styrkir okkur í samanburði til frekari hækkunar grunnlauna. Það er aldrei mikilvægara en nú að standa vörð um menntun, þekkingu og símenntun okkar ásamt skilgreiningu ábyrgðar. Eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum er þegar meiri en framboð og mun aukast, framtíð hjúkrunar er björt og tækifærin mörg,“ segir Jórunn í sinni kynningu hér. Stéttarfélög Kjaramál Vistaskipti Heilbrigðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að hjúkrunarfræðingar sem eru með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild hafi atkvæðisrétt í formannskosningum. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og kjörseðill aðgengilegur í gegnum Mínar síður. Farið verður í aðra umferð á milli þeirra tveggja sem hljóta flest atkvæði nái enginn einn frambjóðandi meira en 50 prósent atkvæða. Hulda Björg er varaformaður félagsins.Aðsend Hulda Björg hefur frá útskrift 2006 starfað á bráðamóttöku Landspítalans, á heilsugæslunni í Árbæ, hjá Icepharma, Hrafnistu og Sóltúni. Hulda Björg er varaformaður félagsins og hefur verið í stjórn þess síðustu þrjú árin. „Í dag starfa ég sem fagstjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni í Mjódd. Síðastliðin þrjú ár hef ég setið í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem aðalmaður og gjaldkeri stjórnar. Síðastliðið starfsár hef ég gegnt hlutverki varaformanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Á þessum árum sem ég hef starfað í stjórn félagsins og sem varaformaður hef ég öðlast dýrmæta reynslu sem snýr að rekstri félagsins og hagsmunamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Hulda Björg í kynningu á heimasíðu félagsins. Helga Rósa er sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.Aðsend Helga Rósa Másdóttir hefur frá útskrift árið 2004 einnig komið víða við. Á heilsugæslu, bráðamóttöku, á sjúkrahúsinu í Neskaupstað og á Indlandi. Eftir það sneri hún aftur á bráðamóttökuna þar sem hún starfaði um árabil. Frá árinu 2023 hefur hún starfað sem sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem gerir samanburð við aðra háskólamenntaða sérfræðinga auðveldari. Brýnt er að halda þeirri vinnu áfram við stofnanasamninga til að mynda en þar liggja tækifæri til frekari kjarabóta og starfsþróunar hjúkrunarfræðinga,“ segir Helga Rósa sem fer yfir sín áherslumál hér. Jórunn Ósk er gjaldkeri Félags hjúkrunarfræðinga.Aðsend Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen er menntaður hjúkrunarfræðingur en einnig búin með meistaranám í opinberri stjórnsýslu. Jórunn er gjaldkeri félagsins og hefur víðtæka reynslu af bæði hjúkrun og stjórnun samkvæmt kynningu á vef félagsins. „Hagsmunagæsla hjúkrunarfræðinga fer fram á mörgum vígstöðvum og mikilvægt að félagið eigi sterkan talsmann meðal aðildarfélaga og innan stjórnsýslunnar. Þó nú sé í höfn kjarasamningur til næstu fjögurra ára er ástæða til að hefja undirbúning fyrir næstu kjaraviðræður. Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, hækkun grunnlauna er forsenda þess að viðhalda stéttinni og tryggja áfram gott heilbrigðiskerfi til framtíðar. Jákvætt skref var tekið með vörpun í nýja töflu sem styrkir okkur í samanburði til frekari hækkunar grunnlauna. Það er aldrei mikilvægara en nú að standa vörð um menntun, þekkingu og símenntun okkar ásamt skilgreiningu ábyrgðar. Eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum er þegar meiri en framboð og mun aukast, framtíð hjúkrunar er björt og tækifærin mörg,“ segir Jórunn í sinni kynningu hér.
Stéttarfélög Kjaramál Vistaskipti Heilbrigðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels