Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar 6. febrúar 2025 16:03 Þótt Framsóknarflokkurinn sé í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hefur hann í því samstarfi skapað sitt eigið fangelsi. Þetta kemur hvergi betur fram en í flugvallarmálinu. Leikþátturinn í ágúst 2023 Í ágúst 2023 setti þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar upp leikþátt um þær kröfur Isavia innanlandsflugvalla að tré yrðu grisjuð í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Þótt þær kröfur styddust við gildandi samninga Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins var látið að því liggja af hálfu þáverandi borgarstjóra að málið snerist um stórfellt skógarhögg. Framsóknarflokkurinn, sem segist hliðhollur veru flugvallarins í Vatnsmýri, studdi að setja málið í umsagnarferli innan borgarkerfisins. Svæfingardeildin og skortur á forystu Síðan þá, eða í 18 mánuði, hefur málið verið í svæfingardeildinni hjá umhverfis- og skipulagsráði. Engar umsagnir hafa verið lagðar fram. Engin skýrslugerð liggur fyrir en af hálfu borgarinnar hafa skýrslur verið samdar af minna tilefni. Upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa um málið hefur verið í lágmarki. Forysta Framsóknarflokksins í málinu hefur því engin verið. Svo virðist sem að fulltrúar flokksins sætti sig við að aðrir flokkar í meirihlutasamstarfinu láti draga sig á asnaeyrunum. Samt er það framsóknarmaður sem er borgarstjóri og búinn að vera það í rúmt ár. Loka á annarri flugbrautinni að óbreyttu Fram hefur komið í fréttum hinn 6. febrúar 2025 að Samgöngustofa hafi gefið út fyrirmæli um að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar þar eð mælingar „Isavia innanlandsflugvalla frá október sl. staðfesta að trjágróður hefur vaxið upp í hindranafleti Reykjavíkurflugvallar og því er ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak á flugbraut 13/31“. Með öðrum orðum, á borgarstjórnarvakt Framsóknarflokksins hefur trjágróður í Öskjuhlíð vaxið upp í hindranafleti sem eiga að vera hindranalausir. Verði þetta niðurstaðan er lítið orðið eftir af rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Hvernig á að losna úr prísundinni? Í viðtali hjá Spursmálum Morgunblaðsins, sem birt var 5. febrúar 2025, var Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, spurður út í flugvallarmálið og í framhaldinu lét hann svohljóðandi ummæli falla: „Ég skal bara vera hreinskilinn, það hriktir aðeins í, í kringum þetta mál – og eðlilega. Afstaða Samfylkingar og Pírata, og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur alveg verið skýr að þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar.“ Vissulega er hreinskilni þessi til eftirbreytni en er ekki meira um vert að Framsóknarflokkurinn reki af sér slyðruorðið og losi sig úr þeirri prísund sem núverandi meirihlutasamstarf í borgarstjórn er? Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þótt Framsóknarflokkurinn sé í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hefur hann í því samstarfi skapað sitt eigið fangelsi. Þetta kemur hvergi betur fram en í flugvallarmálinu. Leikþátturinn í ágúst 2023 Í ágúst 2023 setti þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar upp leikþátt um þær kröfur Isavia innanlandsflugvalla að tré yrðu grisjuð í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Þótt þær kröfur styddust við gildandi samninga Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins var látið að því liggja af hálfu þáverandi borgarstjóra að málið snerist um stórfellt skógarhögg. Framsóknarflokkurinn, sem segist hliðhollur veru flugvallarins í Vatnsmýri, studdi að setja málið í umsagnarferli innan borgarkerfisins. Svæfingardeildin og skortur á forystu Síðan þá, eða í 18 mánuði, hefur málið verið í svæfingardeildinni hjá umhverfis- og skipulagsráði. Engar umsagnir hafa verið lagðar fram. Engin skýrslugerð liggur fyrir en af hálfu borgarinnar hafa skýrslur verið samdar af minna tilefni. Upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa um málið hefur verið í lágmarki. Forysta Framsóknarflokksins í málinu hefur því engin verið. Svo virðist sem að fulltrúar flokksins sætti sig við að aðrir flokkar í meirihlutasamstarfinu láti draga sig á asnaeyrunum. Samt er það framsóknarmaður sem er borgarstjóri og búinn að vera það í rúmt ár. Loka á annarri flugbrautinni að óbreyttu Fram hefur komið í fréttum hinn 6. febrúar 2025 að Samgöngustofa hafi gefið út fyrirmæli um að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar þar eð mælingar „Isavia innanlandsflugvalla frá október sl. staðfesta að trjágróður hefur vaxið upp í hindranafleti Reykjavíkurflugvallar og því er ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak á flugbraut 13/31“. Með öðrum orðum, á borgarstjórnarvakt Framsóknarflokksins hefur trjágróður í Öskjuhlíð vaxið upp í hindranafleti sem eiga að vera hindranalausir. Verði þetta niðurstaðan er lítið orðið eftir af rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Hvernig á að losna úr prísundinni? Í viðtali hjá Spursmálum Morgunblaðsins, sem birt var 5. febrúar 2025, var Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, spurður út í flugvallarmálið og í framhaldinu lét hann svohljóðandi ummæli falla: „Ég skal bara vera hreinskilinn, það hriktir aðeins í, í kringum þetta mál – og eðlilega. Afstaða Samfylkingar og Pírata, og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur alveg verið skýr að þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar.“ Vissulega er hreinskilni þessi til eftirbreytni en er ekki meira um vert að Framsóknarflokkurinn reki af sér slyðruorðið og losi sig úr þeirri prísund sem núverandi meirihlutasamstarf í borgarstjórn er? Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun