„Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 19:10 Ríkisstjórnin er með í vinnslu að tryggja forsvaranlegt húsnæði undir geðþjónustu. Vísir/Einar Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. Greint var frá því í Morgunblaðinu og Austurglugganum að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, hafi átt samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skara skríða. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með fyrrnefndum afleiðingum. Fram kemur í Morgunblaðinu að á einu ári hafi Alfreð þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun, meðal annars í tólf vikur frá 6. júní. Hann hafi því ekki átt að ganga laus 21. ágúst þegar voðaverkið var framið. „Mér finnst þetta hörmulega og sorglega atvik endurspegla langvinnan vanda sem er tvíþættur og sem ríkisstjórnin hyggst taka á. Það er annars vegar skortur á plássum á geðdeild og úrræðum þar og það að húsnæði til geðþjónustu er barn síns tíma,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra. Yfirlæknir á geðdeild sagði í viðtali við blöðin tvö lækna upplifa gríðarlega pressu til að útskrifa fólk til að hægt sé að leggja inn þá sem koma bráðveikir á bráðamóttöku og því séu þeir neyddir til stöðugrar forgangsröðunar. Þá hafi Ísland yfir að ráða mun færri rýmum á geðdeild en í nágrannalöndum. „Það þarf að bæta úrræði og það þarf að bæta húsnæði og það er búið að vinna þarfagreiningu að nýrri geðþjónustu og málið sem stendur er hjá borginni sem er að skoða hvaða lóðir koma til greina. Það er ætlunin að bæta geðheilbrigðisþjónustuna.“ Það sé einn angi málsins. „En síðan er það risamál sem er málefni þeirra einstaklinga sem þurfa öryggisvistun, annars vegar þeir sem hafa verið sakhæfir og lokið afplánun og eru áfram álitnir hættulegir og líka þeir sem eru ósakhæfir. Þar er og hefur verið mikil vinna í gangi. Þetta snertir mörg ráðuneyti þannig að hópur frá sjö ráðuneytið er að störfum og er með þessi öryggisvistunarmál í forgangi,“ segir Alma. Með frumvarp í smíðum um örfáa en hættulega einstaklinga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það þurfi ekki nema eina hræðilega sögu til að sýna fram á að hér á landi vanti verulega upp á. Hún hafi í smíðum frumvarp til að skerpa á heimildum í lögum um öryggisráðstafanir. Málið varði fleiri en eitt ráðuneyti og þá sé lykilatriði að þau vinni vel saman. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir lykilatriði að ráðuneytin vinni þétt og vel saman að málum.Vísir/Einar „Annars vegar sá angi sem horfir við refsikerfinu; þetta er auðvitað heilbrigðiskerfið okkar og stóraukin áhersla á geðheilbrigðismálin og svo er það félagsmála hlutinn. Það sem ég er að horfa á er við séum með í lögunum okkar heimildir til að taka á þeim örfáu einstaklingum en mjög hættulegu sem geta valdið samfélaginu óbætanlegt tjón gangi þeir lausir,“ segir Þorbjörg en frumvarpið um öryggisráðstafanir á við um heimildir gagnvart þeim mönnum sem hafa lokið afplánun í fangelsi en eru áfram metnir hættulegir. Hún segir að það verði að hafa með þeim eftirlit og í einhverjum tilfellum verði þeir áfram vistaðir. Lögreglumál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28 Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51 Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. 2. janúar 2025 12:19 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Greint var frá því í Morgunblaðinu og Austurglugganum að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, hafi átt samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skara skríða. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með fyrrnefndum afleiðingum. Fram kemur í Morgunblaðinu að á einu ári hafi Alfreð þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun, meðal annars í tólf vikur frá 6. júní. Hann hafi því ekki átt að ganga laus 21. ágúst þegar voðaverkið var framið. „Mér finnst þetta hörmulega og sorglega atvik endurspegla langvinnan vanda sem er tvíþættur og sem ríkisstjórnin hyggst taka á. Það er annars vegar skortur á plássum á geðdeild og úrræðum þar og það að húsnæði til geðþjónustu er barn síns tíma,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra. Yfirlæknir á geðdeild sagði í viðtali við blöðin tvö lækna upplifa gríðarlega pressu til að útskrifa fólk til að hægt sé að leggja inn þá sem koma bráðveikir á bráðamóttöku og því séu þeir neyddir til stöðugrar forgangsröðunar. Þá hafi Ísland yfir að ráða mun færri rýmum á geðdeild en í nágrannalöndum. „Það þarf að bæta úrræði og það þarf að bæta húsnæði og það er búið að vinna þarfagreiningu að nýrri geðþjónustu og málið sem stendur er hjá borginni sem er að skoða hvaða lóðir koma til greina. Það er ætlunin að bæta geðheilbrigðisþjónustuna.“ Það sé einn angi málsins. „En síðan er það risamál sem er málefni þeirra einstaklinga sem þurfa öryggisvistun, annars vegar þeir sem hafa verið sakhæfir og lokið afplánun og eru áfram álitnir hættulegir og líka þeir sem eru ósakhæfir. Þar er og hefur verið mikil vinna í gangi. Þetta snertir mörg ráðuneyti þannig að hópur frá sjö ráðuneytið er að störfum og er með þessi öryggisvistunarmál í forgangi,“ segir Alma. Með frumvarp í smíðum um örfáa en hættulega einstaklinga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það þurfi ekki nema eina hræðilega sögu til að sýna fram á að hér á landi vanti verulega upp á. Hún hafi í smíðum frumvarp til að skerpa á heimildum í lögum um öryggisráðstafanir. Málið varði fleiri en eitt ráðuneyti og þá sé lykilatriði að þau vinni vel saman. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir lykilatriði að ráðuneytin vinni þétt og vel saman að málum.Vísir/Einar „Annars vegar sá angi sem horfir við refsikerfinu; þetta er auðvitað heilbrigðiskerfið okkar og stóraukin áhersla á geðheilbrigðismálin og svo er það félagsmála hlutinn. Það sem ég er að horfa á er við séum með í lögunum okkar heimildir til að taka á þeim örfáu einstaklingum en mjög hættulegu sem geta valdið samfélaginu óbætanlegt tjón gangi þeir lausir,“ segir Þorbjörg en frumvarpið um öryggisráðstafanir á við um heimildir gagnvart þeim mönnum sem hafa lokið afplánun í fangelsi en eru áfram metnir hættulegir. Hún segir að það verði að hafa með þeim eftirlit og í einhverjum tilfellum verði þeir áfram vistaðir.
Lögreglumál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28 Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51 Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. 2. janúar 2025 12:19 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
„Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28
Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51
Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. 2. janúar 2025 12:19