Innlent

Ráðinn að­stoðar­maður Sigurðar Inga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir Jón Jónsson á Framsóknarfundi í Kópavogi þangað sem græni liturinn svífur yfir vötnum, ekki síst á laugardagsfundum.
Birkir Jón Jónsson á Framsóknarfundi í Kópavogi þangað sem græni liturinn svífur yfir vötnum, ekki síst á laugardagsfundum. Birkir Jón

Birkir Jón Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram á vef Alþingis.

Birkir Jón, sem er Siglfirðingur, er Framsóknarmaður í húð og ár. Hann sat á þingi fyrir flokkinn árin 2003 til 2013 og var varaformaður flokksins frá 2009 til 2013. Hann sat í bæjarstjórn Fjallabyggðar meðfram þingstörfum frá 2006 til 2010.

Birkir Jón færði sig yfir í sveitarstjórnarmálin og var bæjarfulltrú Framsóknar í Kópavogi frá 2014 til 2022 og formaður bæjarráðs seinni hluta þess tíma.

Birkir Jón tók mikinn þátt í kosningastarfi Framsóknar fyrir kosningarnar í nóvember. Með fram pólitík spilar hann bridge af kappi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×