Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 20:02 Flóki Ásgeirsson lögmaður hefur skilað af sér álitsgerð um málið. Vísir/Vilhelm Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka hafa farið hátt í opinberri umræðu eftir að greint var frá því að nokkrir flokkar hefðu fengið slíka styrki þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Í byrjun árs 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar sama ár, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september í fyrra. Flokkur fólksins hyggst bæta úr sinni skráningu á næsta landsfundi. Formaður Framsóknar hefur kallað eftir því að flokkarnir sem ekki uppfylltu skilyrði verði látnir endurgreiða styrkina. Fjármálaráðuneytið kallaði eftir tveimur álitsgerðum sérfræðinga sem birtar voru í dag. Flóki Ásgeirsson lögmaður skrifaði álitsgerð og ríkislögmaður minnisblað um málið. „Það liggur fyrir að framkvæmdin brást inni í ráðuneytinu og eftirfylgnin með því hverjir ættu rétt á þessum greiðslum eða uppfylltu skilyrði laganna að eftirfylgnin var ekki nægilega góð,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Það er mat Flóka Ásgeirssonar lögmanns að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra. Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Verða ekki krafin um endurgreiðslu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 7. febrúar 2025 11:55 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka hafa farið hátt í opinberri umræðu eftir að greint var frá því að nokkrir flokkar hefðu fengið slíka styrki þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Í byrjun árs 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar sama ár, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september í fyrra. Flokkur fólksins hyggst bæta úr sinni skráningu á næsta landsfundi. Formaður Framsóknar hefur kallað eftir því að flokkarnir sem ekki uppfylltu skilyrði verði látnir endurgreiða styrkina. Fjármálaráðuneytið kallaði eftir tveimur álitsgerðum sérfræðinga sem birtar voru í dag. Flóki Ásgeirsson lögmaður skrifaði álitsgerð og ríkislögmaður minnisblað um málið. „Það liggur fyrir að framkvæmdin brást inni í ráðuneytinu og eftirfylgnin með því hverjir ættu rétt á þessum greiðslum eða uppfylltu skilyrði laganna að eftirfylgnin var ekki nægilega góð,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Það er mat Flóka Ásgeirssonar lögmanns að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra.
Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Verða ekki krafin um endurgreiðslu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 7. febrúar 2025 11:55 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55
Verða ekki krafin um endurgreiðslu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 7. febrúar 2025 11:55