Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2025 09:30 Erum við í alvörunni á þeim stað á Íslandi árið 2025 að tré í Öskjuhlíðinni fá að storka örlögum upp á líf og dauða hjá bráðveikum einstaklingum af landsbyggðinni? Nú er búið að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein flugbraut í notkun. Þessi tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA stendur þar til 5.maí en verður framlengd ef Reykjavíkurborg hefur ekki brugðist við á þeim tíma, til þessa að tryggja flugöryggi. Samkvæmt tilkynningu frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi segir að takmörkun á umferð um Reykjavíkurflugvöll geta dregið úr lífslíkum þeirra sem flutt eru með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Árlega eru um 1000 sjúklingar fluttir með sjúkraflugi í flugvélum og um 650 af þeim eru fluttir til Reykjavíkur. Í tæplega helmingi tilfella er um að ræða sjúklinga sem þurfa nauðsynlega að komast í bráðaþjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka, svo eitthvað sé nefnt. Árlega greinast um 50 einstaklingar búsettir á Austurlandi með krabbamein. Megnið af þeim sækir sína meðferð til Reykjavíkur og þurfa að treysta á flugsamgöngur. Ítrekað er talað um jöfnuð m.a. varðandi aðgengi að læknisþjónustu en þarna er svo sannarlega skerðing sem getur verið upp á líf og dauða! Fólk stoppar stutt á sjúkrahúsi vegna meðferða og fer því heim fljótt, en það er fátt betra en að geta verið heima við á milli meðferða ef heilsan leyfir En það er samt háð því að geta treyst á flugsamgöngur ef eitthvað kemur upp á. Við treystum og skorum á stjórnvöld að grípa hér inn í og flýta fyrir þessari framkvæmd í Öskjuhlíðinni og að allir forgangsraði rétt þar sem mannslíf eru dýrmætari en tré! Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Austfjarða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Erum við í alvörunni á þeim stað á Íslandi árið 2025 að tré í Öskjuhlíðinni fá að storka örlögum upp á líf og dauða hjá bráðveikum einstaklingum af landsbyggðinni? Nú er búið að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein flugbraut í notkun. Þessi tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA stendur þar til 5.maí en verður framlengd ef Reykjavíkurborg hefur ekki brugðist við á þeim tíma, til þessa að tryggja flugöryggi. Samkvæmt tilkynningu frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi segir að takmörkun á umferð um Reykjavíkurflugvöll geta dregið úr lífslíkum þeirra sem flutt eru með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Árlega eru um 1000 sjúklingar fluttir með sjúkraflugi í flugvélum og um 650 af þeim eru fluttir til Reykjavíkur. Í tæplega helmingi tilfella er um að ræða sjúklinga sem þurfa nauðsynlega að komast í bráðaþjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka, svo eitthvað sé nefnt. Árlega greinast um 50 einstaklingar búsettir á Austurlandi með krabbamein. Megnið af þeim sækir sína meðferð til Reykjavíkur og þurfa að treysta á flugsamgöngur. Ítrekað er talað um jöfnuð m.a. varðandi aðgengi að læknisþjónustu en þarna er svo sannarlega skerðing sem getur verið upp á líf og dauða! Fólk stoppar stutt á sjúkrahúsi vegna meðferða og fer því heim fljótt, en það er fátt betra en að geta verið heima við á milli meðferða ef heilsan leyfir En það er samt háð því að geta treyst á flugsamgöngur ef eitthvað kemur upp á. Við treystum og skorum á stjórnvöld að grípa hér inn í og flýta fyrir þessari framkvæmd í Öskjuhlíðinni og að allir forgangsraði rétt þar sem mannslíf eru dýrmætari en tré! Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Austfjarða
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar