Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 9. febrúar 2025 15:31 Ég mæti að sjálfsögðu á Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem framundan er og hafði hugsað mér að halda vali mínu á næsta formanni fyrir mig að þessu sinni, en leist vel á eina frambjóðandann sem þá var fram kominn og opinn fyrir stuðningi við hana. Svo tilkynnti Guðrún Hafsteinsdóttir framboð sitt í gær með þeim hætti að ég skipti um skoðun og lýsi nú yfir eindregnum stuðningi við hana. Meðal annars af þessum ástæðum: 1) Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn hverfa skýrt, skorinort og af krafti til grunngilda sinna. Frelsishugsjóna sem fólk skilur og tengir við í daglegu lífi. Lægri skattar, einfaldara, sanngjarnara skattkerfi fyrir fólk og fyrirtæki. Skynsöm nýting á opinberu fé. Hugrekki til að segja sinn sanna hug, líka þegar það er ekki vinsælt. Við þurfum að hverfa aftur í ræturnar. Beina sjónum okkar að því athafnafólki sem er að byggja sig upp og þarf hvatann til að þora að hefja rekstur, gefast ekki upp og leita í öryggi opinberra starfa. Sjálfur er ég einyrki. Skattaumhverfið er afar íþyngjandi samhliða rekstrarkostnaði, verðteygni og samkeppni mikil. Einu svörin sem ég fæ frá mínum flokki er að hækka verð, en þegar verðlagning hefur því miður haldist lengi of lág er ekki raunhæft í mínu samkeppnisumhverfi að ríða á vaðið með hraðri verðhækkun sem nauðsynleg væri. 2) Guðrún þekkir rekstarumhverfi smærri fyrirtækja vel enda hefur hún starfað frá unga aldri hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís í Hveragerði, m.a. sem stjórnandi. Hún byrjaði samt ferilinn á gólfinu og hóf sem ung kona aðfangadag jafnan á að sendast með ístertur til Reykjavíkur. Þetta þekki ég vel hafandi starfað sem unglingur í saltfiskverkun föður míns, mætti þangað í aðgerð á kvöldin og í gaggó daginn eftir. Svoleiðis mótar afstöðu allra til vinnu og velgengni, að þekkja sköpun verðmætanna með eigin höndum gefur auðmýkt fyrir því hvernig auðurinn verður til og laun verkamannsins líka sem á sömuleiðis að njóta uppskeru erfiðis síns en ekki ríkið í formi skatta. Guðrún hefur þá verið í forystu Samtaka iðnaðarins sem er minn geiri. 3) Ég er orðinn langþreyttur á togstreitu tveggja arma Sjálfstæðisflokksins sem snúast um alltaf um persónur en engin málefni. Guðrún er ómenguð af þeim og er ekki, eins og ég, týpan sem tilheyrir klíku. Í reynd eru það nefnilega bara fámennar klíkur á höfuðborgarsvæðinu sem finna sig í eitruðum leik armanna tveggja og má setja setja stórt spurningarmerki við hversu eftirsóknarverð sú manngerð er til starfa þegar hið raunverulega verkefni snýst um samfélagið allt? Þetta hefur bæði fælt frá og útilokað hæfileikafólk frá starfi Sjálfstæðisflokksins og trúnaðarstörfum fyrir hann í samræmi við getu þess og reynslu. Allt vegna þess að fólk hefur ekki þroska til að vinna saman og taka hagsmuni flokksins alls fram yfir þessi ömurlegu átök. Oftar en ekki er meira fútt í kringum prófkjör og baráttuna um yfirráð í einhverjum hverfafélögum en svo síðar birtist í almennum kosningum. Ég þekki persónulega of mörg dæmi um þetta og hef upplifað sjálfur. Að vera merktur röngum forystumanni eða að kjósa að standa utan arma og velja að standa eingöngu með sjálfstæðisstefnunni óháð persónum og leikendum þýðir jafnan að viðkomandi, þrátt fyrir góða menntun og haldbæra reynslu, fær það verkefni að sjá um kosningakaffið á kjördag eða er beðinn um að skreyta salinn fyrir samkomur í flokknum. Má gera sér það að góðu og kalla stjórnmálaþátttöku á meðan vildarvinir aðal hverju sinni, oft sóttir út í bæ, fá veigamestu verkefnin og hverfa jafnan á braut að þeim loknum þegar teitið er búið. Þetta undarlega fyrirbrigði hefur leitt til þess að gott gegnheilt sjálfstæðisfólk hefur endað á framboðslistum annarra flokka á umliðnum árum. Löngutöng á þetta! 4) Guðrún kann að vinna með, stjórna og halda saman fólki. Því hún hefur unnið í raunhagkerfinu. Enginn slíkur stjórnandi myndi láta eigið fyrirtæki molna innan frá af því að starfsfólkið er sín á milli með “issues” sem aðeins Dr. Phil og Oprah Winfrey væru í sameiningu fær um að leiða í jörð. 5) Það er tímabært að formaður Sjálfstæðisflokksins sé af landsbyggðinni. Ég er sjálfur fæddur og uppalinn í Keflavík og gekk í Menntaskólann á Akureyri. Gjáin milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar heldur áfram að breikka og félagslegur veruleiki er orðinn gjörólíkur eftir búsetu. Engu að síður er það áfram þannig að sá forystumaður sem skilur landsbyggðina skilur Ísland. Því það vill gleymast að mikill fjöldi fólks á höfuðborgarsvæðinu, sennilega meirihluti borgarbúa og Kragans, á rætur sínar þar. 6) Ég vann með Guðrúnu á Alþingi Íslendinga og kynntist henni vel. Það er festa í Guðrúnu. Hún lifir hæglátu fjölskyldulífi og gætir að virðingu sinni. Hún getur engu að síður verið flippkisi og manna skemmtilegust á góðum stundum, en hún fer vel með það. Guðrún gerir málamiðlanir en stendur föst á grundvallargildum. Það kann ég að meta. 7) Guðrún er jarðtengd, laus við sýndar- og yfirborðsmennsku og lítið gefin fyrir tildur og prjál. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd – gerir stundum raunar mest grín að sjálfri sér í því tilliti. Já, ég er að tala um kvartbuxurnar! Heil og sönn framganga og ásýnd Guðrúnar, sem er órjúfanlegur hluti af hennar sjarma, er hins vegar nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf sárlega nú. Því fólk sem gengur í kvartbuxum hefur líka kosningarétt! 8) Ég treysti Guðrúnu vel til að laða að flokknum ólíkt fólk, fela því verkefni við hæfi og stilla upp sigurliði sem byggir ekki eingöngu á hinum steríótýpíska Sjálfstæðismanni, sem er aðeins brot af okkar öflugu fjöldahreyfingu ólíkra stétta. Og sem formaður veit ég að hún myndi alltaf leggja áherslu á sterka liðsheild fremur en að láta allt snúast um sína persónu, svo jaðri við dýrkun. Það er einfaldlega ekki hennar stíll. Íhaldspönk fyrir Ísland …ég gæti rökstutt lengi áfram stuðning minn við Guðrúnu Hafsteinsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins en læt staðar numið í bili. Öllum má ljóst vera þegar fylgisþróun Sjálfstæðisflokksins stöðugt niður á við síðastliðin ár er skoðuð að mikilla breytinga er þörf. Mannabreytingar í forystu flokksins duga ekki einar og sér og þar var aðalorsökina heldur aldrei að finna, þetta er mun dýpra og á sér lengri sögu en það. Kúltúrbreyting í innra starfi Sjálfstæðisflokksins og upphafning grunngilda Sjálfstæðisstefnunnar í daglegu lífi fólksins í landinu er vegvísir til nýrra, bjartari tíma. Að þessu vil ég vinna með sjálfstæðisfólki sem er sama sinnis – hver sem úrslit verða á Landsfundi nú um mánaðamótin. Þau verða alltaf góð hvernig sem fer. Ég hlakka til að taka í hönd fyrstu konunnar sem leiðir okkar bráðum aldargamla flokk, óska henni til hamingju og heita henni stuðningi mínum og bjóða fram starfskrafta mína í það sem hún óskar, komi það að gagni. Því ég vil vera góður liðsmaður. Borgaralega sinnað fólk verður áfram að eiga sína heimahöfn í Sjálfstæðisflokknum, pólitískt landleysi þessa fólks og flokkaflakk á villigötum vinnur aðeins gegn okkar sameiginlegu hugsjónum og á því töpum við öll. Við skulum miklu heldur kveðja kerfislæga ásýnd flokksins okkar sem varð til vegna þess að við vildum vera ábyrg á meðan aðrir flokkar töppuðu af stundarvinsældum hverju sinni og nutu góðs af tímabundið. Við þurfum þess ekki, stefnan okkar á sama brýna erindið við almenning nú sem fyrr. Við þurfum bara að skila henni aftur til fólksins í takti við nútímann. Að loknum Landsfundi skulum við öll sem eitt gera sannkallað íhaldspönk í íslensku samfélagi – stöndum vörð um það sem best hefur virkað og gerum róttækar breytingar á hinu. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, stjórnmálafræðingur og rakari á Sjoppunni hársnyrtistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinnur Sigurvinsson Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég mæti að sjálfsögðu á Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem framundan er og hafði hugsað mér að halda vali mínu á næsta formanni fyrir mig að þessu sinni, en leist vel á eina frambjóðandann sem þá var fram kominn og opinn fyrir stuðningi við hana. Svo tilkynnti Guðrún Hafsteinsdóttir framboð sitt í gær með þeim hætti að ég skipti um skoðun og lýsi nú yfir eindregnum stuðningi við hana. Meðal annars af þessum ástæðum: 1) Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn hverfa skýrt, skorinort og af krafti til grunngilda sinna. Frelsishugsjóna sem fólk skilur og tengir við í daglegu lífi. Lægri skattar, einfaldara, sanngjarnara skattkerfi fyrir fólk og fyrirtæki. Skynsöm nýting á opinberu fé. Hugrekki til að segja sinn sanna hug, líka þegar það er ekki vinsælt. Við þurfum að hverfa aftur í ræturnar. Beina sjónum okkar að því athafnafólki sem er að byggja sig upp og þarf hvatann til að þora að hefja rekstur, gefast ekki upp og leita í öryggi opinberra starfa. Sjálfur er ég einyrki. Skattaumhverfið er afar íþyngjandi samhliða rekstrarkostnaði, verðteygni og samkeppni mikil. Einu svörin sem ég fæ frá mínum flokki er að hækka verð, en þegar verðlagning hefur því miður haldist lengi of lág er ekki raunhæft í mínu samkeppnisumhverfi að ríða á vaðið með hraðri verðhækkun sem nauðsynleg væri. 2) Guðrún þekkir rekstarumhverfi smærri fyrirtækja vel enda hefur hún starfað frá unga aldri hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís í Hveragerði, m.a. sem stjórnandi. Hún byrjaði samt ferilinn á gólfinu og hóf sem ung kona aðfangadag jafnan á að sendast með ístertur til Reykjavíkur. Þetta þekki ég vel hafandi starfað sem unglingur í saltfiskverkun föður míns, mætti þangað í aðgerð á kvöldin og í gaggó daginn eftir. Svoleiðis mótar afstöðu allra til vinnu og velgengni, að þekkja sköpun verðmætanna með eigin höndum gefur auðmýkt fyrir því hvernig auðurinn verður til og laun verkamannsins líka sem á sömuleiðis að njóta uppskeru erfiðis síns en ekki ríkið í formi skatta. Guðrún hefur þá verið í forystu Samtaka iðnaðarins sem er minn geiri. 3) Ég er orðinn langþreyttur á togstreitu tveggja arma Sjálfstæðisflokksins sem snúast um alltaf um persónur en engin málefni. Guðrún er ómenguð af þeim og er ekki, eins og ég, týpan sem tilheyrir klíku. Í reynd eru það nefnilega bara fámennar klíkur á höfuðborgarsvæðinu sem finna sig í eitruðum leik armanna tveggja og má setja setja stórt spurningarmerki við hversu eftirsóknarverð sú manngerð er til starfa þegar hið raunverulega verkefni snýst um samfélagið allt? Þetta hefur bæði fælt frá og útilokað hæfileikafólk frá starfi Sjálfstæðisflokksins og trúnaðarstörfum fyrir hann í samræmi við getu þess og reynslu. Allt vegna þess að fólk hefur ekki þroska til að vinna saman og taka hagsmuni flokksins alls fram yfir þessi ömurlegu átök. Oftar en ekki er meira fútt í kringum prófkjör og baráttuna um yfirráð í einhverjum hverfafélögum en svo síðar birtist í almennum kosningum. Ég þekki persónulega of mörg dæmi um þetta og hef upplifað sjálfur. Að vera merktur röngum forystumanni eða að kjósa að standa utan arma og velja að standa eingöngu með sjálfstæðisstefnunni óháð persónum og leikendum þýðir jafnan að viðkomandi, þrátt fyrir góða menntun og haldbæra reynslu, fær það verkefni að sjá um kosningakaffið á kjördag eða er beðinn um að skreyta salinn fyrir samkomur í flokknum. Má gera sér það að góðu og kalla stjórnmálaþátttöku á meðan vildarvinir aðal hverju sinni, oft sóttir út í bæ, fá veigamestu verkefnin og hverfa jafnan á braut að þeim loknum þegar teitið er búið. Þetta undarlega fyrirbrigði hefur leitt til þess að gott gegnheilt sjálfstæðisfólk hefur endað á framboðslistum annarra flokka á umliðnum árum. Löngutöng á þetta! 4) Guðrún kann að vinna með, stjórna og halda saman fólki. Því hún hefur unnið í raunhagkerfinu. Enginn slíkur stjórnandi myndi láta eigið fyrirtæki molna innan frá af því að starfsfólkið er sín á milli með “issues” sem aðeins Dr. Phil og Oprah Winfrey væru í sameiningu fær um að leiða í jörð. 5) Það er tímabært að formaður Sjálfstæðisflokksins sé af landsbyggðinni. Ég er sjálfur fæddur og uppalinn í Keflavík og gekk í Menntaskólann á Akureyri. Gjáin milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar heldur áfram að breikka og félagslegur veruleiki er orðinn gjörólíkur eftir búsetu. Engu að síður er það áfram þannig að sá forystumaður sem skilur landsbyggðina skilur Ísland. Því það vill gleymast að mikill fjöldi fólks á höfuðborgarsvæðinu, sennilega meirihluti borgarbúa og Kragans, á rætur sínar þar. 6) Ég vann með Guðrúnu á Alþingi Íslendinga og kynntist henni vel. Það er festa í Guðrúnu. Hún lifir hæglátu fjölskyldulífi og gætir að virðingu sinni. Hún getur engu að síður verið flippkisi og manna skemmtilegust á góðum stundum, en hún fer vel með það. Guðrún gerir málamiðlanir en stendur föst á grundvallargildum. Það kann ég að meta. 7) Guðrún er jarðtengd, laus við sýndar- og yfirborðsmennsku og lítið gefin fyrir tildur og prjál. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd – gerir stundum raunar mest grín að sjálfri sér í því tilliti. Já, ég er að tala um kvartbuxurnar! Heil og sönn framganga og ásýnd Guðrúnar, sem er órjúfanlegur hluti af hennar sjarma, er hins vegar nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf sárlega nú. Því fólk sem gengur í kvartbuxum hefur líka kosningarétt! 8) Ég treysti Guðrúnu vel til að laða að flokknum ólíkt fólk, fela því verkefni við hæfi og stilla upp sigurliði sem byggir ekki eingöngu á hinum steríótýpíska Sjálfstæðismanni, sem er aðeins brot af okkar öflugu fjöldahreyfingu ólíkra stétta. Og sem formaður veit ég að hún myndi alltaf leggja áherslu á sterka liðsheild fremur en að láta allt snúast um sína persónu, svo jaðri við dýrkun. Það er einfaldlega ekki hennar stíll. Íhaldspönk fyrir Ísland …ég gæti rökstutt lengi áfram stuðning minn við Guðrúnu Hafsteinsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins en læt staðar numið í bili. Öllum má ljóst vera þegar fylgisþróun Sjálfstæðisflokksins stöðugt niður á við síðastliðin ár er skoðuð að mikilla breytinga er þörf. Mannabreytingar í forystu flokksins duga ekki einar og sér og þar var aðalorsökina heldur aldrei að finna, þetta er mun dýpra og á sér lengri sögu en það. Kúltúrbreyting í innra starfi Sjálfstæðisflokksins og upphafning grunngilda Sjálfstæðisstefnunnar í daglegu lífi fólksins í landinu er vegvísir til nýrra, bjartari tíma. Að þessu vil ég vinna með sjálfstæðisfólki sem er sama sinnis – hver sem úrslit verða á Landsfundi nú um mánaðamótin. Þau verða alltaf góð hvernig sem fer. Ég hlakka til að taka í hönd fyrstu konunnar sem leiðir okkar bráðum aldargamla flokk, óska henni til hamingju og heita henni stuðningi mínum og bjóða fram starfskrafta mína í það sem hún óskar, komi það að gagni. Því ég vil vera góður liðsmaður. Borgaralega sinnað fólk verður áfram að eiga sína heimahöfn í Sjálfstæðisflokknum, pólitískt landleysi þessa fólks og flokkaflakk á villigötum vinnur aðeins gegn okkar sameiginlegu hugsjónum og á því töpum við öll. Við skulum miklu heldur kveðja kerfislæga ásýnd flokksins okkar sem varð til vegna þess að við vildum vera ábyrg á meðan aðrir flokkar töppuðu af stundarvinsældum hverju sinni og nutu góðs af tímabundið. Við þurfum þess ekki, stefnan okkar á sama brýna erindið við almenning nú sem fyrr. Við þurfum bara að skila henni aftur til fólksins í takti við nútímann. Að loknum Landsfundi skulum við öll sem eitt gera sannkallað íhaldspönk í íslensku samfélagi – stöndum vörð um það sem best hefur virkað og gerum róttækar breytingar á hinu. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, stjórnmálafræðingur og rakari á Sjoppunni hársnyrtistofu.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun