Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2025 17:11 Alfreð Erling var stopp á ljósum á gatnamótum Snorrabrautar á Egilsgötu á leiðinni upp að Hallgrímskirkju þegar hann var handtekinn eftir hádegi þann 22. ágúst. Hamar fannst í bílnum sem var í eigu hjónanna. vísir/vilhelm Reynslubolti hjá tæknideild lögreglu sagði verksummerki í húsinu við Strandgötu í Neskaupstað þar sem eldri hjón fundust látin í ágúst í fyrra hafa bent til þess að morðinginn hefði notað hamar. Hamar fannst í bíl Alfreðs Erlings Þórðarsonar þegar hann var handtekinn í bíl hjónanna við Snorrabraut í Reykjavík. Þetta kom fram á fyrsta degi aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er talinn hafa orðið eldri hjónum að bana sem höfðu árin á undan séð aumur á honum, boðið í kaffi og gefið honum að borða þegar hann var svangur. Alfreð virðist síðustu ár hafa verið haldinn miklum ranghugmyndum og allar líkur á því að hann verði metinn ósakhæfur. Lögreglumaður sem starfað hefur um árabil hjá tæknideild lögreglu kom fyrir dóminn í dag. Honum var flogið austur á firði þann 22. ágúst þegar hjónin fundust látin á heimili sínu. Hann sagði fjölmörg skóför hafa sést í íbúðinni en tæknideildin hefði ekki haft sem bestan búnað til að framkvæmda nægjanlega rannsókn á þeim. Viku síðar hefði rannsókn verið framhaldið með sérstöku efni sem hentaði vel til að mynda skóför í blóði. Lögreglumaðurinn sagði að skóför í gólfi hefðu verið borin saman við skóna sem Alfreð Erling klæddist þegar hann var handtekinn í Reykjavík. Sólinn á skónum var einkennandi, með sexhyrndu munstri, og fundust víða á heimili hjónanna. Bæði höfðu þau greinilega stigið í blóð og svo hafði fundist blóð á skónum sjálfum. Hann sagði yfirgnæfandi líkur að förin væru eftir skó Alfreðs. Þá sagði hann frá skemmdum sem hefðu fundist í eldhússtól sem stóð einum til tveimur metrum frá hurðinni að baðherberginu, þar sem hjónin fundust látin. Far í stólnum benti til þess að það væri eftir hamar. Þá bentu för á þeim látnu sömuleiðis til þess að vera eftir hamar eða álíka áhald. Alfreð ók bíl hjónanna frá Neskaupstað og alla leið til Reykjavíkur þá um nóttina. Hann var handtekinn í bílnum við Snorrabraut í Reykjavík síðdegis daginn eftir og sagðist þá yfirvegaður vera á leið í Hallgrímskirkju að vinna verk fyrir djöfulinn eða guð. Í bíl hjónanna sem Alfreð ók fannst hamar sem kom heim og saman við grunsemdir lögreglumannsins um áhaldið sem notað var til að bana hjónunum. Aðalmeðferðinni í málinu verður framhaldið á morgun. Þá koma meðal annars fyrir dóminn fleiri lögreglumenn og sömuleiðis réttargeðlæknir þar sem væntanlega verður kafað ofan í ástand Alfreðs Erlings með hliðsjón af skynsamlegri refsingu fyrir verknaðinn. Málinu lýkur svo á miðvikudaginn með málflutningi. Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. 10. febrúar 2025 14:32 Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10. febrúar 2025 10:41 Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. 10. febrúar 2025 10:16 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Þetta kom fram á fyrsta degi aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er talinn hafa orðið eldri hjónum að bana sem höfðu árin á undan séð aumur á honum, boðið í kaffi og gefið honum að borða þegar hann var svangur. Alfreð virðist síðustu ár hafa verið haldinn miklum ranghugmyndum og allar líkur á því að hann verði metinn ósakhæfur. Lögreglumaður sem starfað hefur um árabil hjá tæknideild lögreglu kom fyrir dóminn í dag. Honum var flogið austur á firði þann 22. ágúst þegar hjónin fundust látin á heimili sínu. Hann sagði fjölmörg skóför hafa sést í íbúðinni en tæknideildin hefði ekki haft sem bestan búnað til að framkvæmda nægjanlega rannsókn á þeim. Viku síðar hefði rannsókn verið framhaldið með sérstöku efni sem hentaði vel til að mynda skóför í blóði. Lögreglumaðurinn sagði að skóför í gólfi hefðu verið borin saman við skóna sem Alfreð Erling klæddist þegar hann var handtekinn í Reykjavík. Sólinn á skónum var einkennandi, með sexhyrndu munstri, og fundust víða á heimili hjónanna. Bæði höfðu þau greinilega stigið í blóð og svo hafði fundist blóð á skónum sjálfum. Hann sagði yfirgnæfandi líkur að förin væru eftir skó Alfreðs. Þá sagði hann frá skemmdum sem hefðu fundist í eldhússtól sem stóð einum til tveimur metrum frá hurðinni að baðherberginu, þar sem hjónin fundust látin. Far í stólnum benti til þess að það væri eftir hamar. Þá bentu för á þeim látnu sömuleiðis til þess að vera eftir hamar eða álíka áhald. Alfreð ók bíl hjónanna frá Neskaupstað og alla leið til Reykjavíkur þá um nóttina. Hann var handtekinn í bílnum við Snorrabraut í Reykjavík síðdegis daginn eftir og sagðist þá yfirvegaður vera á leið í Hallgrímskirkju að vinna verk fyrir djöfulinn eða guð. Í bíl hjónanna sem Alfreð ók fannst hamar sem kom heim og saman við grunsemdir lögreglumannsins um áhaldið sem notað var til að bana hjónunum. Aðalmeðferðinni í málinu verður framhaldið á morgun. Þá koma meðal annars fyrir dóminn fleiri lögreglumenn og sömuleiðis réttargeðlæknir þar sem væntanlega verður kafað ofan í ástand Alfreðs Erlings með hliðsjón af skynsamlegri refsingu fyrir verknaðinn. Málinu lýkur svo á miðvikudaginn með málflutningi.
Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. 10. febrúar 2025 14:32 Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10. febrúar 2025 10:41 Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. 10. febrúar 2025 10:16 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. 10. febrúar 2025 14:32
Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10. febrúar 2025 10:41
Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. 10. febrúar 2025 10:16