Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar 12. febrúar 2025 07:30 Í fréttum á RÚV nýlega var fjallað um að stórt fyrirtæki í ræstingarþjónustu ætlar að lækka laun starfsfólks með einhverjum fáránlegum skýringum. Þetta er ekkert nýtt. Ég man þegar borgin var að spara einhvern tíma og byrjaði á að spara í ræstingunni og komst aldrei lengra nær toppunum en það. Mörg fleiri dæmi eru um þetta. Ef stofnanir og fyrirtæki þurfa að draga saman, þá eiga þau auðvitað að byrja á toppunum, en ekki á grunnþjónustunni! Ég efast um að fólk átti sig á því hvað ræstingar skipta gríðarlegu máli. Sjálf vann ég á menntaskólaárunum við ræstingar á Landspítala og hjá ríku fólki í heimahúsum. Ef ræstingarfólk færi í verkfall, þá myndi samfélagið stöðvast mjög fljótt! Enginn að þrífa sjúkrastofnanir, skóla, leikskóla, banka, strætisvagna, Kringluna...við bara gerum ráð fyrir að það sé snyrtilegt hvert sem við förum án þess að hugsa um hverjir sjá um það! Hver vill fara á sóðalegt klósett í Kringlunni? En vegna minnar reynslu þá hef ég alltaf átt notaleg samskipti við þá sem hafa þrifið mínar skrifstofur í gegnum tíðina og þakkað þeim fyrir. Oftast innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt, sem fara hjá sér þegar þeim er sýnt þakklæti! Og ég er t.d. búin að fara þrisvar í Hörpu undanfarið og í hvert sinn hugsa ég: ,,Ekki væri ég til í að þrífa hér''. Hvað þá í bíósölunum með popp og snakk út um allt! Enda eru engir Íslendingar í því að þrífa skítinn undan okkur. Og hvar værum við ef 20% Íslendinga væru ekki innflytjendur, sem vinna störfin sem við erum of fín til að vinna. Og í morgun heyrði ég eftir áreiðanlegum heimildum að Þjóðleikhús allra landsmanna gaf jólagjafir síðustu jól, en það fengu ekki allir það sama. Og auðvitað fékk starfsfólkið sem sér um mestu erfiðisvinnuna, að þrífa eftir hverja sýningu, langminnst. Nokkrar aðrar fréttir: Þjóðin frétti hjá Gísla Marteini að borgarstjórnin væri fallin sl. föstudag. Á sunnudag kom í ljós að kennaraverkfall var ólöglegt. Svo kom í ljós að einhver verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands tókst árum saman að falsa reikninga og reddaði 150 milljónum fyrir fjölskyldu sína. Og Landsbankinn hagnaðist um 35 milljarða 2024. Svo eru endalaus tjón á bílum vegna þess að við erum að nota ódýrt malbik! Fólk með alvarlega geðsjúkdóma og á að vera í gæslu drepur saklaust fólk. Kvótinn er minnkaður hjá litlum bæjarfélögum sem gæti sett þau á hausinn. Forseti sem þarf 120 milljónir til að flytja á Bessastaði, þar af 45 milljónir í innréttingar og er greinilega að bera sig saman við Jackie Kennedy er hún tók Hvíta húsið í gegn! Flugvöllurinn, sem ég ólst upp við í Skerjafirði, hefur verið deiluefni frá því ég var unglingur!.... Og af hverju er ekki hægt að skera trén í stað þess að fella þau? Og hvað....þarf bara eitt „lím“ til að halda saman ríkisstjórn (Katrín Jakobsdóttir) og annað ,,lím'' til halda saman borgarstjórn (Dagur B. Eggertsson)? Hvað með alla hina, eru þau bara dúfur? Árið 2017 var borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23. Sem var galið. Og þarna eru fulltrúar flokka sem eru ekki til lengur eins og Sósíalistaflokksins og Pírata. En eru ekki bara 14 mánuðir eftir í næstu sveitastjórnarkosningar? Og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonast til að þar sem eru svo margir nýir þingmenn, þá kannski verði fólk kurteisara þessa 6 mánuði á ári sem er mætingarskylda. Þá er um að gera að fá Jón Gunnarsson, sem óvart slapp inn á þing fyrir Bjarna Ben, að kenna þeim mannasiði! Hann er búinn að hanga á Alþingi í 18 ár. Það er verulega pirrandi að vera réttlætissinni og óflokksbundinn í þessu landi Það væri gaman að geta hrósað einhverju, en skólakerfið, heilbrigðiskerfið og vegakerfið eru í tómu tjóni. Við vitum ekki í hvað skattarnir okkar fara, sem er ólíkt því sem gerist t.d. í Danmörku þar sem það kemur fram á launaseðlum! Og Danir eru sáttir við að borga skatta vegna þess. Sem betur fer verð ég lítið á landinu næstu mánuðina og ætla ekki að fylgjast með íslenskum fréttum, en ég er búin að fá mína útrás :) Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í fréttum á RÚV nýlega var fjallað um að stórt fyrirtæki í ræstingarþjónustu ætlar að lækka laun starfsfólks með einhverjum fáránlegum skýringum. Þetta er ekkert nýtt. Ég man þegar borgin var að spara einhvern tíma og byrjaði á að spara í ræstingunni og komst aldrei lengra nær toppunum en það. Mörg fleiri dæmi eru um þetta. Ef stofnanir og fyrirtæki þurfa að draga saman, þá eiga þau auðvitað að byrja á toppunum, en ekki á grunnþjónustunni! Ég efast um að fólk átti sig á því hvað ræstingar skipta gríðarlegu máli. Sjálf vann ég á menntaskólaárunum við ræstingar á Landspítala og hjá ríku fólki í heimahúsum. Ef ræstingarfólk færi í verkfall, þá myndi samfélagið stöðvast mjög fljótt! Enginn að þrífa sjúkrastofnanir, skóla, leikskóla, banka, strætisvagna, Kringluna...við bara gerum ráð fyrir að það sé snyrtilegt hvert sem við förum án þess að hugsa um hverjir sjá um það! Hver vill fara á sóðalegt klósett í Kringlunni? En vegna minnar reynslu þá hef ég alltaf átt notaleg samskipti við þá sem hafa þrifið mínar skrifstofur í gegnum tíðina og þakkað þeim fyrir. Oftast innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt, sem fara hjá sér þegar þeim er sýnt þakklæti! Og ég er t.d. búin að fara þrisvar í Hörpu undanfarið og í hvert sinn hugsa ég: ,,Ekki væri ég til í að þrífa hér''. Hvað þá í bíósölunum með popp og snakk út um allt! Enda eru engir Íslendingar í því að þrífa skítinn undan okkur. Og hvar værum við ef 20% Íslendinga væru ekki innflytjendur, sem vinna störfin sem við erum of fín til að vinna. Og í morgun heyrði ég eftir áreiðanlegum heimildum að Þjóðleikhús allra landsmanna gaf jólagjafir síðustu jól, en það fengu ekki allir það sama. Og auðvitað fékk starfsfólkið sem sér um mestu erfiðisvinnuna, að þrífa eftir hverja sýningu, langminnst. Nokkrar aðrar fréttir: Þjóðin frétti hjá Gísla Marteini að borgarstjórnin væri fallin sl. föstudag. Á sunnudag kom í ljós að kennaraverkfall var ólöglegt. Svo kom í ljós að einhver verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands tókst árum saman að falsa reikninga og reddaði 150 milljónum fyrir fjölskyldu sína. Og Landsbankinn hagnaðist um 35 milljarða 2024. Svo eru endalaus tjón á bílum vegna þess að við erum að nota ódýrt malbik! Fólk með alvarlega geðsjúkdóma og á að vera í gæslu drepur saklaust fólk. Kvótinn er minnkaður hjá litlum bæjarfélögum sem gæti sett þau á hausinn. Forseti sem þarf 120 milljónir til að flytja á Bessastaði, þar af 45 milljónir í innréttingar og er greinilega að bera sig saman við Jackie Kennedy er hún tók Hvíta húsið í gegn! Flugvöllurinn, sem ég ólst upp við í Skerjafirði, hefur verið deiluefni frá því ég var unglingur!.... Og af hverju er ekki hægt að skera trén í stað þess að fella þau? Og hvað....þarf bara eitt „lím“ til að halda saman ríkisstjórn (Katrín Jakobsdóttir) og annað ,,lím'' til halda saman borgarstjórn (Dagur B. Eggertsson)? Hvað með alla hina, eru þau bara dúfur? Árið 2017 var borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23. Sem var galið. Og þarna eru fulltrúar flokka sem eru ekki til lengur eins og Sósíalistaflokksins og Pírata. En eru ekki bara 14 mánuðir eftir í næstu sveitastjórnarkosningar? Og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonast til að þar sem eru svo margir nýir þingmenn, þá kannski verði fólk kurteisara þessa 6 mánuði á ári sem er mætingarskylda. Þá er um að gera að fá Jón Gunnarsson, sem óvart slapp inn á þing fyrir Bjarna Ben, að kenna þeim mannasiði! Hann er búinn að hanga á Alþingi í 18 ár. Það er verulega pirrandi að vera réttlætissinni og óflokksbundinn í þessu landi Það væri gaman að geta hrósað einhverju, en skólakerfið, heilbrigðiskerfið og vegakerfið eru í tómu tjóni. Við vitum ekki í hvað skattarnir okkar fara, sem er ólíkt því sem gerist t.d. í Danmörku þar sem það kemur fram á launaseðlum! Og Danir eru sáttir við að borga skatta vegna þess. Sem betur fer verð ég lítið á landinu næstu mánuðina og ætla ekki að fylgjast með íslenskum fréttum, en ég er búin að fá mína útrás :) Höfundur er félagsráðgjafi.
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar