Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var í gær, 11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi. Netöryggi á sér tvær hliðar: Tæknilegt netöryggi Félagslegt netöryggi Í netöryggisáætlunum landsins ættum við alltaf að horfa bæði til þess að tryggja tæknilega innviði og vernda fólk sem notendur. Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Samhliða netárás á innviði frá óvinveittu ríki mun fylgja flóðbylgja af upplýsingaóreiðu sem mun ala á ótta og efasemdum með það að markmiði að grafa undan trausti í garð t.d. stjórnvalda, fjölmiðla og stofnanna. Blekkingum, ýkjum, hálfsannleik og fölskum upplýsingum verður dreift til þess að fá okkur til að missa trú á lykilstofnanir sem halda samfélaginu okkar saman. Við verðum vanvirk og hættum að bregðast við. Á sama tíma verður kveikt undir öfgahópum til þess að auka á skautun og egna okkur saman. Ætlum við að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við? 43% þátttakenda í rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd gerðu ekkert þegar að þau rákust á frétt á netinu sem þau töldu vera falsfrétt (2021 var hlutfallið 23,8%). 41% barna í 8.-10. bekk grunnskóla á Íslandi og 67% í framhaldsskóla telja sig hafa séð falsfrétt. Um 60% þeirra gerðu ekkert til þess að bregðast við. Óvinveitt ríki sem beina hingað upplýsingaóreiðu vilja að við hættum að bregðast við og að við verðum óvirk. Að við missum allt traust og trú á okkar samfélagi. Mótsvarið okkar getur því ekki verið fólgið í því að ala á ótta, efasemdum og vantrú „treystu engu“ getur ekki verið svarið, heldur eigum við frekar að hugsa hverju getum við treyst? Hvaðan kemur þetta? Hver segir frá? Hvert er markmiðið? Hvaða hvati/hvatar liggur að baki? Upplýsingaóreiða hefur engin landamæri og hún þrífst best á tímum óvissu. Á hverjum degi dynja á okkur upplýsingar úr öllum áttum. Í þessum mikla straumi gerum við okkar besta til að synda með og halda höfðinu fyrir ofan yfirborðið. Handan við hornið áætlar skýrsla Europol að gervigreind muni framleiða 90% alls efnis á internetinu árið 2026. Framundan er því flóðbylgja sem er í þann mund að skella á okkur með miklu krafti. Nú ekki tíminn til að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við! Lykilatriði hér er valdefling notenda á netinu. Að við stoppum, hugsum og athugum sannleikagildi upplýsinga. Að við vitum hvert við getum leitað að traustum og góðum upplýsingum. Kunnum að bregðast við þegar að við lendum í vanda og skiljum hvernig upplýsingum er beitt til að hafa áhrif á okkur. Höfundur er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Heimildir: Traust í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Börn og netmiðlar (2023) – Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Fjölmiðlanefnd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Netöryggi Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var í gær, 11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi. Netöryggi á sér tvær hliðar: Tæknilegt netöryggi Félagslegt netöryggi Í netöryggisáætlunum landsins ættum við alltaf að horfa bæði til þess að tryggja tæknilega innviði og vernda fólk sem notendur. Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Samhliða netárás á innviði frá óvinveittu ríki mun fylgja flóðbylgja af upplýsingaóreiðu sem mun ala á ótta og efasemdum með það að markmiði að grafa undan trausti í garð t.d. stjórnvalda, fjölmiðla og stofnanna. Blekkingum, ýkjum, hálfsannleik og fölskum upplýsingum verður dreift til þess að fá okkur til að missa trú á lykilstofnanir sem halda samfélaginu okkar saman. Við verðum vanvirk og hættum að bregðast við. Á sama tíma verður kveikt undir öfgahópum til þess að auka á skautun og egna okkur saman. Ætlum við að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við? 43% þátttakenda í rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd gerðu ekkert þegar að þau rákust á frétt á netinu sem þau töldu vera falsfrétt (2021 var hlutfallið 23,8%). 41% barna í 8.-10. bekk grunnskóla á Íslandi og 67% í framhaldsskóla telja sig hafa séð falsfrétt. Um 60% þeirra gerðu ekkert til þess að bregðast við. Óvinveitt ríki sem beina hingað upplýsingaóreiðu vilja að við hættum að bregðast við og að við verðum óvirk. Að við missum allt traust og trú á okkar samfélagi. Mótsvarið okkar getur því ekki verið fólgið í því að ala á ótta, efasemdum og vantrú „treystu engu“ getur ekki verið svarið, heldur eigum við frekar að hugsa hverju getum við treyst? Hvaðan kemur þetta? Hver segir frá? Hvert er markmiðið? Hvaða hvati/hvatar liggur að baki? Upplýsingaóreiða hefur engin landamæri og hún þrífst best á tímum óvissu. Á hverjum degi dynja á okkur upplýsingar úr öllum áttum. Í þessum mikla straumi gerum við okkar besta til að synda með og halda höfðinu fyrir ofan yfirborðið. Handan við hornið áætlar skýrsla Europol að gervigreind muni framleiða 90% alls efnis á internetinu árið 2026. Framundan er því flóðbylgja sem er í þann mund að skella á okkur með miklu krafti. Nú ekki tíminn til að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við! Lykilatriði hér er valdefling notenda á netinu. Að við stoppum, hugsum og athugum sannleikagildi upplýsinga. Að við vitum hvert við getum leitað að traustum og góðum upplýsingum. Kunnum að bregðast við þegar að við lendum í vanda og skiljum hvernig upplýsingum er beitt til að hafa áhrif á okkur. Höfundur er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Heimildir: Traust í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Börn og netmiðlar (2023) – Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Fjölmiðlanefnd
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar