„Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2025 20:06 Hergeir Grímsson var að vonum ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Anton Brink Hergeir Grímsson, leikmaður Hauka, gat andað léttar eftir fjögurra marka sigur liðsins gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar höfðu góð tök á leik kvöldsins í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum að honum loknum. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás og Eyjamenn fengu hvert tækifærið á fætur öðru til að jafna leikinn. Gestirnir í ÍBV klikkuðu hins vegar ítrekað á þeim færum og Haukar unnu að lokum sterkan fjögurra marka sigur, 28-24. „Þetta var skrautlegur handboltaleikur, allavega að spila hann,“ sagði Hergeir í leikslok. „Það voru mikil læti og barátta, en ég er nú samt bara ánægður með að við höfum náð að rífa okkur aftur í gang og keyra þetta upp eftir að hafa misst frá okkur forskotið. Við spiluðum hörkuvörn og markvarslan kom og ég er rosalega ánægður með þetta. Þetta er rosalega sætur sigur út af mörgu og ég er rosalega glaður, alveg sama hvernig þetta spilaðist.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fimm mörk á fyrstu sex mínútum leiksins. Liðið skoraði 18 mörk í fyrri hálfleik, en það tók Hauka rétt tæpar 22 mínútur að skora fyrstu fimm mörk liðsins í seinni hálfleik. „Þetta var bara blanda af því að við vorum að klikka á dauðafærum, klikka á vítum og vorum að leka aðeins í vörninni. Svo bara kom þetta, Adam [Haukur Baumruk] kom inn og svo var kannski smá heppnisstimpill yfir þessu líka þegar þetta datt loksins í gang hjá okkur. En fimm mörk á einhverjum tuttugu mínútum er náttúrulega ekki gott.“ Þá segir hann stóra skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli þessara liða hafa gefið Haukunum kraft. Fyrir þá sem vita ekki hvað skýrslumálið snýst um þá var Haukum dæmdur 10-0 ósigur gegn ÍBV í 16-liða úrslitum bikarsins eftir að hafa skilað leikskýrslu of seint. „Já auðvitað mótiveraði það okkur og gerir þennan sigur töluvert sætari í ljósi aðstæðna. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja nema bara að auðvitað mótiveraði þetta okkur. Hvað annað? Við vorum allavega peppaðir fyrir leik, það er alveg ljóst,“ sagði Hergeir að lokum. Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Haukar höfðu góð tök á leik kvöldsins í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum að honum loknum. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás og Eyjamenn fengu hvert tækifærið á fætur öðru til að jafna leikinn. Gestirnir í ÍBV klikkuðu hins vegar ítrekað á þeim færum og Haukar unnu að lokum sterkan fjögurra marka sigur, 28-24. „Þetta var skrautlegur handboltaleikur, allavega að spila hann,“ sagði Hergeir í leikslok. „Það voru mikil læti og barátta, en ég er nú samt bara ánægður með að við höfum náð að rífa okkur aftur í gang og keyra þetta upp eftir að hafa misst frá okkur forskotið. Við spiluðum hörkuvörn og markvarslan kom og ég er rosalega ánægður með þetta. Þetta er rosalega sætur sigur út af mörgu og ég er rosalega glaður, alveg sama hvernig þetta spilaðist.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fimm mörk á fyrstu sex mínútum leiksins. Liðið skoraði 18 mörk í fyrri hálfleik, en það tók Hauka rétt tæpar 22 mínútur að skora fyrstu fimm mörk liðsins í seinni hálfleik. „Þetta var bara blanda af því að við vorum að klikka á dauðafærum, klikka á vítum og vorum að leka aðeins í vörninni. Svo bara kom þetta, Adam [Haukur Baumruk] kom inn og svo var kannski smá heppnisstimpill yfir þessu líka þegar þetta datt loksins í gang hjá okkur. En fimm mörk á einhverjum tuttugu mínútum er náttúrulega ekki gott.“ Þá segir hann stóra skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli þessara liða hafa gefið Haukunum kraft. Fyrir þá sem vita ekki hvað skýrslumálið snýst um þá var Haukum dæmdur 10-0 ósigur gegn ÍBV í 16-liða úrslitum bikarsins eftir að hafa skilað leikskýrslu of seint. „Já auðvitað mótiveraði það okkur og gerir þennan sigur töluvert sætari í ljósi aðstæðna. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja nema bara að auðvitað mótiveraði þetta okkur. Hvað annað? Við vorum allavega peppaðir fyrir leik, það er alveg ljóst,“ sagði Hergeir að lokum.
Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira