Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2025 09:12 Leyniþjónusta danska hersins varar við hættunni sem stafar af herskáum stjórnarherrum í Kreml. Vísir/EPA Rússar gætu verið tilbúnir að hefja stórstríð á meginlandi Evrópu á næstu fimm árum telji þeir Atlantshafsbandalagið veiklað eða sundrað, að mati dönsku leyniþjónustunnar. Bandaríkjastjórn hefur sagt að varnir Evrópu séu henni ekki efst í huga. Leyniþjónustan uppfærði hættumat sitt í skýrslu sem birtist í vikunni. Í henni kemur fram það mat að Rússar séu líklegri til þess að beita hervaldi gegn einu eða fleiri NATO-ríkjum ef þeir telji að bandalagið sé hernaðarlega veikt eða pólitískt sundrað, að því er kemur fram í frétt blaðsins Politico. „Þetta á sérstaklega við ef Rússland metur það þannig að Bandaríkin annað hvort geti ekki eða vilji ekki styðja evrópsku NATO-ríkin í stríði við Rússland,“ segir í skýrslunni. Rússar byggi nú upp hernaðarstyrk sinn fyrir mögulegt stríð við NATO. Margt bendir til þess að Bandaríkin undir forystu Repúblikanaflokksins hafi lítinn áhuga á að virða stofnsáttmála NATO sem kveður á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði evrópskum leiðtogum í gær að varnir Evrópu væru ekki lengur í fyrirrúmi hjá stjórn hans. Bandaríski forsetinn hefur ítrekað gefið í skyn að hann gæti dregið Bandaríkin út úr NATO. Árið 2024 sagðist hann myndu hvetja Rússa til þess að ráðast á NATO-ríki sem hann teldi að verðu ekki nægilega miklu fé til varnarmála. Þá kröfðust leiðtogar helstu Evrópuríkja þess að þeir fengju sæti við samningaborðið eftir að forseta Bandaríkjanna og Rússlands ákváðu að hefja viðræður um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Þrjár sviðsmyndir ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað Danska leyniþjónustan dregur upp þrjár sviðsmyndir um hvað gæti gerst ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað tímabundið. Innan sex mánaða telur hún að Rússar yrðu tilbúnir til að hefja stríð við nágrannaríki og innan tveggja ára við Eystrasaltsríkin. Innan fimm ára gætu Rússar haft getu til þess að hefja meiriháttar hernaðarárás á Evrópu að því gefnu að Bandaríkin gripu ekki inn í. Stjórnvöld í nokkrum norrænum ríkjum hafa nýlega uppfærð ráðleggingar til borgara sinna í neyðarástandi með leiðbeiningum um undirbúning ef stríð brýst út. Forsætisráðherra Svíþjóðar sagði nýleg að Svíar ættu hvorki í stríði né byggju þeir við frið. Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin NATO Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Leyniþjónustan uppfærði hættumat sitt í skýrslu sem birtist í vikunni. Í henni kemur fram það mat að Rússar séu líklegri til þess að beita hervaldi gegn einu eða fleiri NATO-ríkjum ef þeir telji að bandalagið sé hernaðarlega veikt eða pólitískt sundrað, að því er kemur fram í frétt blaðsins Politico. „Þetta á sérstaklega við ef Rússland metur það þannig að Bandaríkin annað hvort geti ekki eða vilji ekki styðja evrópsku NATO-ríkin í stríði við Rússland,“ segir í skýrslunni. Rússar byggi nú upp hernaðarstyrk sinn fyrir mögulegt stríð við NATO. Margt bendir til þess að Bandaríkin undir forystu Repúblikanaflokksins hafi lítinn áhuga á að virða stofnsáttmála NATO sem kveður á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði evrópskum leiðtogum í gær að varnir Evrópu væru ekki lengur í fyrirrúmi hjá stjórn hans. Bandaríski forsetinn hefur ítrekað gefið í skyn að hann gæti dregið Bandaríkin út úr NATO. Árið 2024 sagðist hann myndu hvetja Rússa til þess að ráðast á NATO-ríki sem hann teldi að verðu ekki nægilega miklu fé til varnarmála. Þá kröfðust leiðtogar helstu Evrópuríkja þess að þeir fengju sæti við samningaborðið eftir að forseta Bandaríkjanna og Rússlands ákváðu að hefja viðræður um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Þrjár sviðsmyndir ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað Danska leyniþjónustan dregur upp þrjár sviðsmyndir um hvað gæti gerst ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað tímabundið. Innan sex mánaða telur hún að Rússar yrðu tilbúnir til að hefja stríð við nágrannaríki og innan tveggja ára við Eystrasaltsríkin. Innan fimm ára gætu Rússar haft getu til þess að hefja meiriháttar hernaðarárás á Evrópu að því gefnu að Bandaríkin gripu ekki inn í. Stjórnvöld í nokkrum norrænum ríkjum hafa nýlega uppfærð ráðleggingar til borgara sinna í neyðarástandi með leiðbeiningum um undirbúning ef stríð brýst út. Forsætisráðherra Svíþjóðar sagði nýleg að Svíar ættu hvorki í stríði né byggju þeir við frið.
Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin NATO Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira