Erlent

Ók á fólk á götum München

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi í München.
Frá vettvangi í München. Getty/Peter Kneffel

Margir eru sagðir særðir eftir að bíl var ekið á hóp fólks í München í morgun. Ökumaður bílsins var handtekinn á staðnum og segir lögreglan að engin ógn stafi af honum lengur.

Hversu margir eru sagðir og hvort einhver lét lífið liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Stór öryggisráðstefna fer fram í borginni um helgina, þar sem ráðamenn Vesturlanda munu meðal annars ræða innrás Rússa í Úkraínu og önnur öryggismál. Atvikið er sagt hafa átt sér stað tiltölulega skammt frá staðnum þar sem ráðstefnan verður haldin.

Í desember keyrði maður inn í hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg en þá létu sex lífið.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×