Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2025 07:37 Konungurinn heimsótti forsetann í Hvíta húsið í gær. Getty/Andrew Harnik Abdullah II bin Al-Hussein Jórdaníukonungur ítrekaði á samfélagsmiðlum í gær, eftir fund sinn með Donald Trump Bandaríkjaforseta, að Arabaríkin væru sameinuð í andstöðu sinni gegn hugmyndum um flutning Palestínumanna frá Gasa og Vesturbakkanum. Sagði hann að það ætti að vera forgangsatriði hjá öllum að endurreisa Gasa án þess að flytja íbúa á brott og mæta þörfinni fyrir neyðaraðstoð á svæðinu. Nokkrum klukkustundum áður hafði Trump fullyrt að Bandaríkjamenn hefðu einhvers konar rétt eða vald til þess að „taka“ Gasa en hann hefur þrýst mjög á stjórnvöld í Jórdaníu og Egyptalandi um að taka við íbúum svæðisins. Hugmyndir hans hafa verið fordæmdar af ráðamönnum um allan heim. „Við munum fá Gasa,“ sagði Trump þar sem hann sat við hlið konungsins. „Þetta er stríðshrjáð svæði. Við ætlum að taka það. Við ætlum að halda því. Við ætlum að varðveita það,“ sagði forsetinn. I reiterated Jordan’s steadfast position against the displacement of Palestinians in Gaza and the West Bank. This is the unified Arab position. Rebuilding Gaza without displacing the Palestinians and addressing the dire humanitarian situation should be the priority for all.— عبدالله بن الحسين (@KingAbdullahII) February 11, 2025 Miðlar vestanhafs segja Abdullah II konung hins vegar hafa verið beinskeyttan við Trump í tveggja manna tali en konungurinn sagði á samfélagsmiðlum að friður á grundvelli tveggja-ríkja lausnarinnar væri eina leiðin til að tryggja stöðugleika og að Bandaríkin þyrftu að taka forystu hvað það varðaði. Talsmaður stjórnvalda í Eygptalandi tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum í gær og sagði að þau myndu vinna með Bandaríkjunum að lausn fyrir Palestínumenn en að þeir þyrftu að fá að vera áfram í heimalandi sínu. Framtíð vopnahlésis á Gasa er í óvissu eftir að Hamas-samtökin gáfu til kynna að þau myndu ekki láta fleiri gísla lausa að svo stöddu. Bæði Trump og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segja friðinn þá munu verða úti. New York Times hefur eftir Jonathan Panikoff, framkvæmdastjóra Scowcroft Middle East Security Initiative við hugveituna Atlantic Council, að leiðtogar á svæðinu geri nú hvað þeir geta til að viðhalda stöðugleika á svæðinu. Útspil Trump hafi verið sem olía á eld ófriðarbálsins. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Jórdanía Egyptaland Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Sjá meira
Sagði hann að það ætti að vera forgangsatriði hjá öllum að endurreisa Gasa án þess að flytja íbúa á brott og mæta þörfinni fyrir neyðaraðstoð á svæðinu. Nokkrum klukkustundum áður hafði Trump fullyrt að Bandaríkjamenn hefðu einhvers konar rétt eða vald til þess að „taka“ Gasa en hann hefur þrýst mjög á stjórnvöld í Jórdaníu og Egyptalandi um að taka við íbúum svæðisins. Hugmyndir hans hafa verið fordæmdar af ráðamönnum um allan heim. „Við munum fá Gasa,“ sagði Trump þar sem hann sat við hlið konungsins. „Þetta er stríðshrjáð svæði. Við ætlum að taka það. Við ætlum að halda því. Við ætlum að varðveita það,“ sagði forsetinn. I reiterated Jordan’s steadfast position against the displacement of Palestinians in Gaza and the West Bank. This is the unified Arab position. Rebuilding Gaza without displacing the Palestinians and addressing the dire humanitarian situation should be the priority for all.— عبدالله بن الحسين (@KingAbdullahII) February 11, 2025 Miðlar vestanhafs segja Abdullah II konung hins vegar hafa verið beinskeyttan við Trump í tveggja manna tali en konungurinn sagði á samfélagsmiðlum að friður á grundvelli tveggja-ríkja lausnarinnar væri eina leiðin til að tryggja stöðugleika og að Bandaríkin þyrftu að taka forystu hvað það varðaði. Talsmaður stjórnvalda í Eygptalandi tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum í gær og sagði að þau myndu vinna með Bandaríkjunum að lausn fyrir Palestínumenn en að þeir þyrftu að fá að vera áfram í heimalandi sínu. Framtíð vopnahlésis á Gasa er í óvissu eftir að Hamas-samtökin gáfu til kynna að þau myndu ekki láta fleiri gísla lausa að svo stöddu. Bæði Trump og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segja friðinn þá munu verða úti. New York Times hefur eftir Jonathan Panikoff, framkvæmdastjóra Scowcroft Middle East Security Initiative við hugveituna Atlantic Council, að leiðtogar á svæðinu geri nú hvað þeir geta til að viðhalda stöðugleika á svæðinu. Útspil Trump hafi verið sem olía á eld ófriðarbálsins.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Jórdanía Egyptaland Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Sjá meira