Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Símon Birgisson skrifar 13. febrúar 2025 11:12 Verkið er sett upp í Kassanum í Þjóðleikhúsinu og eru áhorfendur í mikilli nálægð við leikarana. Þjóðleikhúsið Það er alltaf gleðiefni þegar nýtt íslenskt leikrit er frumsýnt. Heim er nýjasta verkið úr smiðju Hrafnhildar Hagalín og fjallar um íslenska fjölskyldu á krossgötum. Þetta er ekki verk sem leitast við að umbylta leikhúsforminu eða tækla mikilvæg samfélagsmálefni. Hér er kastljósinu beint að ástinni, fjölskylduböndum og hvernig leyndarmál hafa tilhneigingu til að finna sér leið á yfirborðið. Vandi verksins er hins vegar að leyndarmálin eru frekar augljós og verkið hefði þurft á betri leikstjórn að halda en það fær úr höndum þjóðleikhússtjóra. Heim - Þjóðleikhúsið Frumsýning. 8. febrúar 2025 Höfundur: Hrafnhildur Hagalín. Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd og búningar: Filippía Elísdóttir. Tónlist: Gísli Galdur. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Leikarar: Sigurður Sigurjónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Selma Rán Lima, Almar Blær Sigurjónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson. Hefðbundið stofudrama Heim myndi falla undir ramma hins hefðbundna stofudrama. Það gerist á einum sólarhring á heimili fjölskyldu sem er í molum út af óútskýrðu þunglyndi/vanlíðan móðurinnar (Margrét Vilhjálmsdóttir). Hún er nýkomin heim úr meðferð í Bandaríkjunum. Þangað var hún send þegar nágrannakonan kom að henni í dái við hliðina á tómu lyfjaglasi. Faðirinn (Sigurður Sigurjónsson) er skurðlæknir sem gerir sitt besta til að halda öllum góðum en tekst misjafnlega til. Börn þeirra eru í tilvistarkreppu – sonurinn (Almar Blær Sigurjónsson) þjáist af martröðum um dularfullt bílslys og leitar svara í eðlis- og stjörnufræði þegar raunveruleikinn reynist of yfirþyrmandi. Dóttirin (Selma Rán Lima) grunar að ekki sé allt með felldu varðandi veikindi móður sinnar og vill vita sannleikann um fjölskyldu sína. Hún er örlagavaldur í verkinu því hún sættir sig ekki við óljós svör eða feluleik. Inn í þessa brotnu fjölskyldu blandast svo nágrannar þeirra Elísa og Ellert (Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson) sem virðast í upphafi hafa lítið með þennan fjölskylduharmleik að gera en annað á svo sannarlega eftir að koma í ljós. Heim var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 8. febrúar síðastliðinn.Þjóðleikhúsið Þunn flétta Það er erfitt að fara of náið út í fléttu verksins til að skemma ekki fyrir áhorfendum. Þetta er leikrit sem gengur út á ákveðið leyndarmál sem faðirinn og móðirin hafa þagað yfir frá því þau voru ung og á framabraut. Vandinn við leyndarmálið er hins vegar að það er frekar augljóst og vísbendingarnar sem áhorfendurnir fá í verkinu eru nánast á stærð við stöðvunarmerki í umferðinni. Í hléi var maður farinn að velta fyrir sér hversu langan tíma það tæki persónurnar í verkinu að leggja tvo og tvo saman en það var á köflum eins og þær hefðu engan sérstakan áhuga á því. Í lok verksins, þegar öll kurl eru loks komin til grafar, verður lítið um einhverskonar uppgjör. Fyrir hlé hafði sonurinn skaðað sjálfan sig og mann grunaði að hans biðu mögulega sorgleg örlög – hann væri fórnarlamb leyndarhyggju foreldra sinna og sonur föður síns. Svo var hins vegar ekki heldur virtist hann nokkuð fljótur að jafna sig. Faðirinn lætur sig hverfa og fer í fjallgöngu en kemur aftur og líður miklu betur. Ellert flugstjóri virðist í lok verksins hafa skipt um heimili og enginn segir neitt þrátt fyrir umhugsunarverð tengsl við soninn og dótturina. Þunglyndi móðurinnar virðist eftir allt saman hafa verið hálfgerður misskilningur – hún tók bara inn of mikið magnamín. Í þessum lokakafla verksins fannst mér gríðarlega mikið af ónýttum tækifærum og hefði kannski skýrari dramatúrgía – greining á þráðum verksins hjálpað til. Mér fannst eins og verkið endaði á óþarfa léttum og jákvæðum nótum. Og stundum vissi maður ekki hvort senur áttu að vera alvarlegar eða gamansamar. Sem er miður því sagan er spennandi, það er efniviður í nánast grískan harmleik í þessari sögu. Kannski var þörfin til að láta áhorfendur hlæja of mikil í þessari uppsetningu því verkið bauð upp á aðra nálgun sem hefði mögulega snert meira við manni. Almar Blær Sigurjónsson, Selma Rán Lima og Sigurður Sigurjónsson skála.Þjóðleikhúsið Stjörnuleikur Kristínar Ein persóna gengur þó í gegnum miklar raunir í verkinu. Það er Elísa sem Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur af mikilli snilld. Kristín er á hápunkti síns ferils og hefur salinn í lófa sínum. Hún skapar eftirminnilega persónu sem kitlar hláturtaugarnar en vekur einnig hjá manni samúð. Senan þegar hún kemur inn í verkið fyrir hlé var listilega útfærð og hún skapaði fullkomnar andstæður við svartnætti fjölskyldunnar með húmor sínum, gleymsku og tilsvörum. En besta sena verksins var þegar Elísa mætir á heimilið, búin að fá sannanir fyrir framhjáhaldi eiginmannsins, og hefur tekið ákvörðun um að fara burt – lifa sínu lífi. Þar sýnir Kristín að góðir leikarar geta gert mikið úr litlu, einræða um rótarkerfi trjáa verður tilfinningalegur hápunktur verksins, eftirminnilegt augnablik sem segir manni að Kristín Þóra er í dag ein mest spennandi leikkona sinnar kynslóðar. Aðrir leikarar í verkinu stóðu sig ágætlega en það vantaði bara að finna rétta jafnvægið á milli alvöru og gríns. Það er nánast sjúkdómur í íslensku leikhúsi hversu mikið er treyst á hlátur úr salnum en það er alls ekki eini mælikvarðinn á upplifun áhorfenda. Hilmar Guðjónsson dró upp ýkta mynd, nánast skopstælingu, af kynlífssjúkum flugstjóra og dró hvergi af á meðan Sigurður Sigurjónsson nálgaðist hinn meðvirka heimilisföður á lágstemmdum nótum. Selma Rán, sem þreytti frumraun sína í Þjóðleikhúsinu, reyndi að draga upp raunsanna mynd af dótturinni og leit hennar að svörum. Almar Blær í hlutverki sonarins var hins vegar mun ýktari á alla vegu og náði að gera dramatískar senur hálf skoplegar með andlitsgeiflum og líkamstjáningu. Margrét Vilhjálmsdóttir er frábær leikkona og lék hina kviklyndu móður vel en svo var eins og botninn dytti aðeins úr persónu hennar eftir hlé sem skrifast að mínu mati á hina óvæntu vítamínsfléttu sem kippti fótunum undan persónusköpuninni. Kristín Þóra Haraldsdóttir fær mikið lof fyrir frammistöðu sína í dómi Símons Birgissonar.Þjóðleikhúsið Góðir punktar og slæmir Allir þeir sem hafa unnið við leikhús vita hversu langt og erfitt ferli það er að búa til nýtt íslenskt leikrit. Þrátt fyrir að leikskáldið hafi sett punkt og skilað inn handriti er leikritið ekki fullklárað fyrr en það er sýnt fyrir fullum sal af áhorfendum. Leikritið er einskonar samvinnuverkefni allra sem að því koma og fyrir jafn fámenna þjóð og okkar er nýtt leikrit alltaf fagnaðarefni. Þess vegna er nauðsynlegt að minnast á það sem vel er gert. Til dæmis er leikmynd Filippíu Elísdóttur frábær. Hún er okkar fremsti búningahönnuður en hefur undanfarið sýnt að hún er engu síðri leikmyndahönnuður. Það var skemmtileg upplifun að koma inn í Kassann og sjá umbreytingu sem hefur orðið á rýminu. Sviðsmyndin var töff og nýtti möguleika rýmisins til hins ítrasta. Filippía fær hrós fyrir að vera alltaf að þróa sig í listinni og vera óhrædd við tilraunir. Hljóðheimur Gísla Galdurs þjónaði verkinu einnig vel, hann er ofboðslega fær í að hljóðsetja sýningar – tónlistin kvikmyndaleg, laumaði sér inn í senur en tók aldrei yfirhöndina eða tranaði sér fram. Textinn í verkinu eftir Hrafnhildi Hagalín var einnig vel skrifaður. Hún er alvöru leikskáld og kann að leika sér með þagnir og hik og skapa lifandi persónur. Hún skrifar fyrir leiksviðið og með möguleika þess í huga. Ég var líka hrifinn af því að það var enginn prédikunarboðskapur í verkinu. Hrafnhildur segist í leikskrá ekki skrifa verkið með það markmið að taka fyrir tiltekin málefnin í samfélagsumræðunni. Að því leyti er verkið ólíkt til dæmis öðrum nýjum íslenskum verkum þar sem boðskapurinn virðist stundum mikilvægari en persónusköpunin eða leiktextinn. Gallar uppsetningarnar skrifast á leikstjórnina. Magnús Geir er kannski þekktastur fyrir að setja upp vel heppnaða farsa á borð við Fullkomið brúðkaup, sem varð mikill hittari þegar hann var leikhússtjóri á Akureyri. Maður sér að Magnús á auðveldara með grínið en alvöruna. Á köflum, sérstaklega eftir hlé, fannst mér hálfgerður sápuóperubragur á leikritinu en það gerist þegar það er ekki rétt jafnvægi á milli gamans og alvöru – dramatíkin lætur undan og senur sem eiga að snerta við manni verða máttlausar. Það hefði líka mátt vinna betur með möguleika sviðsmyndarinnar. Eins áhugavert og mér fannst að salurinn væri tvískiptur í upphafi sýningar þá var lítið unnið með þá hugmynd í sýningunni sjálfri og stundum truflaði það mann hreinlega að sjá aðra gesti á móti sér þegar athyglin ætti að vera á sýningunni sjálfri. Sigurður Sigurjónsson, Selma Rán Lima og Margrét Vilhjálmsdóttir í hlutverkum sínum.Þjóðleikhúsið Fleiri sýningar takk Það var gaman að koma í Kassann í Þjóðleikhúsinu um helgina. Eitt af því sem Magnús Geir hefur gert vel sem leikhússtjóri er að taka í gegn útlit og umgjörð hússins og Kassinn er orðinn virkilega töff leikhúsrými með tilvísanir í sögu hússins. Ég varð hins vegar líka hugsi yfir því hversu fáar sýningar maður hefur séð í Kassanum í vetur. Þetta er orðið ansi langt síðan leikritið Taktu flugið beibí var sýnt í haust og Kassinn ekki beinlínis verið iðandi af lífi. Á stóra sviðinu hafa tvær nýjar sýningar verið frumsýndar í vetur – Yerma og Eltum veðrið. Þetta er með daufari vetrardagskrám sem maður hefur séð í Þjóðleikhúsinu í langan tíma en skrifast líklegast á hversu fyrirferðarmikill söngleikurinn Frost hefur verið í húsinu. Nú þegar hann er kominn í frost vonast maður til þess að það lifni aðeins yfir Þjóðleikhúsinu. Frumsýningin á Heim eftir Hrafnhildi Hagalín er skref í rétta átt. Ekki fullkomin sýning en fyrir unnendur íslenskrar leikritunar er hún alveg þess virði að sjá. Niðurstaða Heim er dramatískt verk um fjölskylduharmleik og leyndarmál eftir eitt af okkar betri leikskáldum. Sýningin líður fyrir að vera fyrirsjáanleg og nær ekki því risi sem mögulega býr í verkinu. Leikstjórnin hefði mátt vera skýrari og áherslan á grínið var á kostnað alvarlegri atriða. Leikarar stóðu sig ágætlega en Kristín Þóra Haraldsdóttir stóð upp úr og átti stjörnuleik. Gagnrýni Símonar Birgissonar Leikhús Menning Mest lesið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Fleiri fréttir Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Heim - Þjóðleikhúsið Frumsýning. 8. febrúar 2025 Höfundur: Hrafnhildur Hagalín. Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd og búningar: Filippía Elísdóttir. Tónlist: Gísli Galdur. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Leikarar: Sigurður Sigurjónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Selma Rán Lima, Almar Blær Sigurjónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson. Hefðbundið stofudrama Heim myndi falla undir ramma hins hefðbundna stofudrama. Það gerist á einum sólarhring á heimili fjölskyldu sem er í molum út af óútskýrðu þunglyndi/vanlíðan móðurinnar (Margrét Vilhjálmsdóttir). Hún er nýkomin heim úr meðferð í Bandaríkjunum. Þangað var hún send þegar nágrannakonan kom að henni í dái við hliðina á tómu lyfjaglasi. Faðirinn (Sigurður Sigurjónsson) er skurðlæknir sem gerir sitt besta til að halda öllum góðum en tekst misjafnlega til. Börn þeirra eru í tilvistarkreppu – sonurinn (Almar Blær Sigurjónsson) þjáist af martröðum um dularfullt bílslys og leitar svara í eðlis- og stjörnufræði þegar raunveruleikinn reynist of yfirþyrmandi. Dóttirin (Selma Rán Lima) grunar að ekki sé allt með felldu varðandi veikindi móður sinnar og vill vita sannleikann um fjölskyldu sína. Hún er örlagavaldur í verkinu því hún sættir sig ekki við óljós svör eða feluleik. Inn í þessa brotnu fjölskyldu blandast svo nágrannar þeirra Elísa og Ellert (Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson) sem virðast í upphafi hafa lítið með þennan fjölskylduharmleik að gera en annað á svo sannarlega eftir að koma í ljós. Heim var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 8. febrúar síðastliðinn.Þjóðleikhúsið Þunn flétta Það er erfitt að fara of náið út í fléttu verksins til að skemma ekki fyrir áhorfendum. Þetta er leikrit sem gengur út á ákveðið leyndarmál sem faðirinn og móðirin hafa þagað yfir frá því þau voru ung og á framabraut. Vandinn við leyndarmálið er hins vegar að það er frekar augljóst og vísbendingarnar sem áhorfendurnir fá í verkinu eru nánast á stærð við stöðvunarmerki í umferðinni. Í hléi var maður farinn að velta fyrir sér hversu langan tíma það tæki persónurnar í verkinu að leggja tvo og tvo saman en það var á köflum eins og þær hefðu engan sérstakan áhuga á því. Í lok verksins, þegar öll kurl eru loks komin til grafar, verður lítið um einhverskonar uppgjör. Fyrir hlé hafði sonurinn skaðað sjálfan sig og mann grunaði að hans biðu mögulega sorgleg örlög – hann væri fórnarlamb leyndarhyggju foreldra sinna og sonur föður síns. Svo var hins vegar ekki heldur virtist hann nokkuð fljótur að jafna sig. Faðirinn lætur sig hverfa og fer í fjallgöngu en kemur aftur og líður miklu betur. Ellert flugstjóri virðist í lok verksins hafa skipt um heimili og enginn segir neitt þrátt fyrir umhugsunarverð tengsl við soninn og dótturina. Þunglyndi móðurinnar virðist eftir allt saman hafa verið hálfgerður misskilningur – hún tók bara inn of mikið magnamín. Í þessum lokakafla verksins fannst mér gríðarlega mikið af ónýttum tækifærum og hefði kannski skýrari dramatúrgía – greining á þráðum verksins hjálpað til. Mér fannst eins og verkið endaði á óþarfa léttum og jákvæðum nótum. Og stundum vissi maður ekki hvort senur áttu að vera alvarlegar eða gamansamar. Sem er miður því sagan er spennandi, það er efniviður í nánast grískan harmleik í þessari sögu. Kannski var þörfin til að láta áhorfendur hlæja of mikil í þessari uppsetningu því verkið bauð upp á aðra nálgun sem hefði mögulega snert meira við manni. Almar Blær Sigurjónsson, Selma Rán Lima og Sigurður Sigurjónsson skála.Þjóðleikhúsið Stjörnuleikur Kristínar Ein persóna gengur þó í gegnum miklar raunir í verkinu. Það er Elísa sem Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur af mikilli snilld. Kristín er á hápunkti síns ferils og hefur salinn í lófa sínum. Hún skapar eftirminnilega persónu sem kitlar hláturtaugarnar en vekur einnig hjá manni samúð. Senan þegar hún kemur inn í verkið fyrir hlé var listilega útfærð og hún skapaði fullkomnar andstæður við svartnætti fjölskyldunnar með húmor sínum, gleymsku og tilsvörum. En besta sena verksins var þegar Elísa mætir á heimilið, búin að fá sannanir fyrir framhjáhaldi eiginmannsins, og hefur tekið ákvörðun um að fara burt – lifa sínu lífi. Þar sýnir Kristín að góðir leikarar geta gert mikið úr litlu, einræða um rótarkerfi trjáa verður tilfinningalegur hápunktur verksins, eftirminnilegt augnablik sem segir manni að Kristín Þóra er í dag ein mest spennandi leikkona sinnar kynslóðar. Aðrir leikarar í verkinu stóðu sig ágætlega en það vantaði bara að finna rétta jafnvægið á milli alvöru og gríns. Það er nánast sjúkdómur í íslensku leikhúsi hversu mikið er treyst á hlátur úr salnum en það er alls ekki eini mælikvarðinn á upplifun áhorfenda. Hilmar Guðjónsson dró upp ýkta mynd, nánast skopstælingu, af kynlífssjúkum flugstjóra og dró hvergi af á meðan Sigurður Sigurjónsson nálgaðist hinn meðvirka heimilisföður á lágstemmdum nótum. Selma Rán, sem þreytti frumraun sína í Þjóðleikhúsinu, reyndi að draga upp raunsanna mynd af dótturinni og leit hennar að svörum. Almar Blær í hlutverki sonarins var hins vegar mun ýktari á alla vegu og náði að gera dramatískar senur hálf skoplegar með andlitsgeiflum og líkamstjáningu. Margrét Vilhjálmsdóttir er frábær leikkona og lék hina kviklyndu móður vel en svo var eins og botninn dytti aðeins úr persónu hennar eftir hlé sem skrifast að mínu mati á hina óvæntu vítamínsfléttu sem kippti fótunum undan persónusköpuninni. Kristín Þóra Haraldsdóttir fær mikið lof fyrir frammistöðu sína í dómi Símons Birgissonar.Þjóðleikhúsið Góðir punktar og slæmir Allir þeir sem hafa unnið við leikhús vita hversu langt og erfitt ferli það er að búa til nýtt íslenskt leikrit. Þrátt fyrir að leikskáldið hafi sett punkt og skilað inn handriti er leikritið ekki fullklárað fyrr en það er sýnt fyrir fullum sal af áhorfendum. Leikritið er einskonar samvinnuverkefni allra sem að því koma og fyrir jafn fámenna þjóð og okkar er nýtt leikrit alltaf fagnaðarefni. Þess vegna er nauðsynlegt að minnast á það sem vel er gert. Til dæmis er leikmynd Filippíu Elísdóttur frábær. Hún er okkar fremsti búningahönnuður en hefur undanfarið sýnt að hún er engu síðri leikmyndahönnuður. Það var skemmtileg upplifun að koma inn í Kassann og sjá umbreytingu sem hefur orðið á rýminu. Sviðsmyndin var töff og nýtti möguleika rýmisins til hins ítrasta. Filippía fær hrós fyrir að vera alltaf að þróa sig í listinni og vera óhrædd við tilraunir. Hljóðheimur Gísla Galdurs þjónaði verkinu einnig vel, hann er ofboðslega fær í að hljóðsetja sýningar – tónlistin kvikmyndaleg, laumaði sér inn í senur en tók aldrei yfirhöndina eða tranaði sér fram. Textinn í verkinu eftir Hrafnhildi Hagalín var einnig vel skrifaður. Hún er alvöru leikskáld og kann að leika sér með þagnir og hik og skapa lifandi persónur. Hún skrifar fyrir leiksviðið og með möguleika þess í huga. Ég var líka hrifinn af því að það var enginn prédikunarboðskapur í verkinu. Hrafnhildur segist í leikskrá ekki skrifa verkið með það markmið að taka fyrir tiltekin málefnin í samfélagsumræðunni. Að því leyti er verkið ólíkt til dæmis öðrum nýjum íslenskum verkum þar sem boðskapurinn virðist stundum mikilvægari en persónusköpunin eða leiktextinn. Gallar uppsetningarnar skrifast á leikstjórnina. Magnús Geir er kannski þekktastur fyrir að setja upp vel heppnaða farsa á borð við Fullkomið brúðkaup, sem varð mikill hittari þegar hann var leikhússtjóri á Akureyri. Maður sér að Magnús á auðveldara með grínið en alvöruna. Á köflum, sérstaklega eftir hlé, fannst mér hálfgerður sápuóperubragur á leikritinu en það gerist þegar það er ekki rétt jafnvægi á milli gamans og alvöru – dramatíkin lætur undan og senur sem eiga að snerta við manni verða máttlausar. Það hefði líka mátt vinna betur með möguleika sviðsmyndarinnar. Eins áhugavert og mér fannst að salurinn væri tvískiptur í upphafi sýningar þá var lítið unnið með þá hugmynd í sýningunni sjálfri og stundum truflaði það mann hreinlega að sjá aðra gesti á móti sér þegar athyglin ætti að vera á sýningunni sjálfri. Sigurður Sigurjónsson, Selma Rán Lima og Margrét Vilhjálmsdóttir í hlutverkum sínum.Þjóðleikhúsið Fleiri sýningar takk Það var gaman að koma í Kassann í Þjóðleikhúsinu um helgina. Eitt af því sem Magnús Geir hefur gert vel sem leikhússtjóri er að taka í gegn útlit og umgjörð hússins og Kassinn er orðinn virkilega töff leikhúsrými með tilvísanir í sögu hússins. Ég varð hins vegar líka hugsi yfir því hversu fáar sýningar maður hefur séð í Kassanum í vetur. Þetta er orðið ansi langt síðan leikritið Taktu flugið beibí var sýnt í haust og Kassinn ekki beinlínis verið iðandi af lífi. Á stóra sviðinu hafa tvær nýjar sýningar verið frumsýndar í vetur – Yerma og Eltum veðrið. Þetta er með daufari vetrardagskrám sem maður hefur séð í Þjóðleikhúsinu í langan tíma en skrifast líklegast á hversu fyrirferðarmikill söngleikurinn Frost hefur verið í húsinu. Nú þegar hann er kominn í frost vonast maður til þess að það lifni aðeins yfir Þjóðleikhúsinu. Frumsýningin á Heim eftir Hrafnhildi Hagalín er skref í rétta átt. Ekki fullkomin sýning en fyrir unnendur íslenskrar leikritunar er hún alveg þess virði að sjá. Niðurstaða Heim er dramatískt verk um fjölskylduharmleik og leyndarmál eftir eitt af okkar betri leikskáldum. Sýningin líður fyrir að vera fyrirsjáanleg og nær ekki því risi sem mögulega býr í verkinu. Leikstjórnin hefði mátt vera skýrari og áherslan á grínið var á kostnað alvarlegri atriða. Leikarar stóðu sig ágætlega en Kristín Þóra Haraldsdóttir stóð upp úr og átti stjörnuleik.
Gagnrýni Símonar Birgissonar Leikhús Menning Mest lesið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Fleiri fréttir Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira