Matvælastofnun - dýravernd verði rutt úr stofnuninni - strax Árni Stefán Árnason skrifar 14. febrúar 2025 07:31 Fluggreint blaðamannateymi visir.is og Stöðvar 2 hikar ekki við að fletta ofan af illri meðferð dýra. Ömurleg frétt miðilsins í dag er gott dæmi um það. Fyrir rúmum áratug mótmælti ég því í greinargerð til atvinnuveganefndar Alþingis að eftirlit með dýravernd yrði komið fyrir hjá Matvælastofnun. Á það var ekkert hlustað en þá hafði ég lokið 18 mánaða, gríðarlegri vinnu, við rannsóknir á íslenskri dýravernd frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Niðurstaða þeirra rannsóknar, sem birtist í meistararitgerð í lögfræði um dýravernd var að Matvælastofnun og aðrar opinberar stofnanir á undan henni með dýravernd á sinni könnu væru ekki hæfar til að sinna þessu eftirlit. Til skammar er fyrir land og þjóð hvernig íslenskir dýralæknar á vegum eftirlitsstofnana hafa hagað sér í áratugi en ástæðan er einföld, hún er hagsmunatengd og verður ekki rakin hér að öðru leyti en hægt að að lesa um þá rökstuddu niðurstöðu í umræddri ritgerð, Hin leynda þjáning búfjár á Íslandi, um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Síðan þá hefur það verið marg, marg, marg staðfest að forstjórar MAST og yfirdýralæknar eru ekki starfi sínu vaxnir í dýravernd þó einn þeirra hafi verið verðlaunaður á Bessastöðum fyrir framlag sitt til dýraverndar, sem ég held fram og get rökstutt að ekkert hafi verið í samanburði við marga aðra. - En siðspillingin í pólitík rystir djúpt og alla leið á forsetasetrið og um allar kopagrundir íslenskra stofnana. Þá er ég skrifaði umrædda ritgerð fullyrti ég tvennt og rökstuddi: Að sú svívirðilega framkoma þingsins að svipta almenna borgara kærurétti vegna meints dýraníðs væri árás á stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsið. Brýnt væri að koma opinberri dýravernd fyrir hjá sjálfstæðum aðila, ótengdan ríkinu. Á hvorugt var hlustað og ég reikna ekki með að nú verði hlustað frekar en áður. Niðurstaða Við eru með allt niður um okkur í dýravernd og erum til háborinnar skammar á evrópskan mælikvarða. Eða eins og ég sagði í annari skoðun fyrir einhverjum misserum og stend við í dag: við erum Evrópumeistarar í dýraníði Og hvernig get ég fullyrt það? Blóðmeramálið, hvalamálið og fullt, fullt, fullt af öðrum málum eru vitnisburður um það. - Og ríkisstjórnin þegir! Einkum og sér í lagi sætir það undrun að háværasti lúður dýraverndar á síðustu kjörtímabilum, Inga Sæland, nú ráðherra, minntis ekki orði á dýravernd við kynningu á nýjum stjórnarsáttmála. Líklega fallin í sömu gryfju og aðrir populistar, vill ekki verða óvinsæl, því gagnrýni á dýravernd er til þess fallin að skapa óvinsældir, það veit best sá, sem þetta ritar en er skítsama um. Þannig hætti t.d. fyrrum íslensk alheimsfegurðardrotting afskiptum af dýravernd og er farin að mæla opinberlega með kjötáti, kjöti af þjáðum dýrum. Takk fyrir lesturinn. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Dýraheilbrigði Mest lesið Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Lægri gjöld, fleiri tækifæri Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Tölum um stóra valdaframsalsmálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar Skoðun Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Gott frumvarp, en hvað með verklagið? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar Skoðun Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar Skoðun „Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum Eyrún Arnarsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál Grímur Atlason skrifar Skoðun Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Fluggreint blaðamannateymi visir.is og Stöðvar 2 hikar ekki við að fletta ofan af illri meðferð dýra. Ömurleg frétt miðilsins í dag er gott dæmi um það. Fyrir rúmum áratug mótmælti ég því í greinargerð til atvinnuveganefndar Alþingis að eftirlit með dýravernd yrði komið fyrir hjá Matvælastofnun. Á það var ekkert hlustað en þá hafði ég lokið 18 mánaða, gríðarlegri vinnu, við rannsóknir á íslenskri dýravernd frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Niðurstaða þeirra rannsóknar, sem birtist í meistararitgerð í lögfræði um dýravernd var að Matvælastofnun og aðrar opinberar stofnanir á undan henni með dýravernd á sinni könnu væru ekki hæfar til að sinna þessu eftirlit. Til skammar er fyrir land og þjóð hvernig íslenskir dýralæknar á vegum eftirlitsstofnana hafa hagað sér í áratugi en ástæðan er einföld, hún er hagsmunatengd og verður ekki rakin hér að öðru leyti en hægt að að lesa um þá rökstuddu niðurstöðu í umræddri ritgerð, Hin leynda þjáning búfjár á Íslandi, um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Síðan þá hefur það verið marg, marg, marg staðfest að forstjórar MAST og yfirdýralæknar eru ekki starfi sínu vaxnir í dýravernd þó einn þeirra hafi verið verðlaunaður á Bessastöðum fyrir framlag sitt til dýraverndar, sem ég held fram og get rökstutt að ekkert hafi verið í samanburði við marga aðra. - En siðspillingin í pólitík rystir djúpt og alla leið á forsetasetrið og um allar kopagrundir íslenskra stofnana. Þá er ég skrifaði umrædda ritgerð fullyrti ég tvennt og rökstuddi: Að sú svívirðilega framkoma þingsins að svipta almenna borgara kærurétti vegna meints dýraníðs væri árás á stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsið. Brýnt væri að koma opinberri dýravernd fyrir hjá sjálfstæðum aðila, ótengdan ríkinu. Á hvorugt var hlustað og ég reikna ekki með að nú verði hlustað frekar en áður. Niðurstaða Við eru með allt niður um okkur í dýravernd og erum til háborinnar skammar á evrópskan mælikvarða. Eða eins og ég sagði í annari skoðun fyrir einhverjum misserum og stend við í dag: við erum Evrópumeistarar í dýraníði Og hvernig get ég fullyrt það? Blóðmeramálið, hvalamálið og fullt, fullt, fullt af öðrum málum eru vitnisburður um það. - Og ríkisstjórnin þegir! Einkum og sér í lagi sætir það undrun að háværasti lúður dýraverndar á síðustu kjörtímabilum, Inga Sæland, nú ráðherra, minntis ekki orði á dýravernd við kynningu á nýjum stjórnarsáttmála. Líklega fallin í sömu gryfju og aðrir populistar, vill ekki verða óvinsæl, því gagnrýni á dýravernd er til þess fallin að skapa óvinsældir, það veit best sá, sem þetta ritar en er skítsama um. Þannig hætti t.d. fyrrum íslensk alheimsfegurðardrotting afskiptum af dýravernd og er farin að mæla opinberlega með kjötáti, kjöti af þjáðum dýrum. Takk fyrir lesturinn. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar
Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar