Körfubolti

Baldur Ragnars­son: Alls ekki góðir í 35 mínútur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, sá sína menn bjarga sér á síðustu fimm mínútum leiksins.
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, sá sína menn bjarga sér á síðustu fimm mínútum leiksins. Vísir/Anton Brink

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, var þakklátur fyrir 86-89 sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld því hans lið var komið í erfiða stöðu.

Höttur var með níu stiga forskot eftir þrjár mínútur í fjórða leikhluta, sem var mesti munur í leiknum. Því náði Stjarnan að snúa sér í vil með frábærum endaspretti.

„Ég er ánægður með mína menn að sýna andlegan síðustu fimm mínúturnar og keppa af krafti. Áður leit staðan ekki vel út og okkar leikur í 35 mínútur var ekki góðar, við vorum ofan í einhverri holu. Það kom aldrei sjálfstraust í leik okkar, hvorki í vörn né sókn.

Þetta einkenndist af orkuleysi og að vera fyrir aftan í öllum stöðum auk þess að senda á Hattarliðið. En að gerði líka vel, hittu úr góðum skotum og skoruðu mikið af tveggja stiga körfum á okkur í fyrri hálfleik.“

Aðspurður um hvort það hefði haft áhrif á hugarfar Stjörnunnar að koma inn í leik gegn öðru af botnliðinu, verandi á toppnum, sagði Baldur:

„Þetta er margslungin íþrótt og stundum lendir maður í þessum holum. Oftast endar það í tapi, sjaldnast snýst þetta við eins og í kvöld. En ég er ánægður með strákana að hafa gert það.“

Með sigrinum er Stjarnan áfram jöfn Tindastóli á toppi deildarinnar. „Hver leikur skiptir miklu máli. En auðvitað er maður pirraður að við mætum ekki klárari en þetta í leikinn. En svona er íþróttin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×