Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir og Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifa 16. febrúar 2025 07:01 Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands hefur verið undirstaða æðri menntunar og rannsókna frá stofnun og enn í dag er hann meðal grundvallarstofnana samfélagsins. Ásamt öðrum háskólum sér hann samfélaginu fyrir umhverfi til vísindarannsókna og nýsköpunar, þjálfunar fólks til sérhæfðra starfa og menntun nýrra kynslóða, hann sinnir eflingu og viðgangi menningar, ræktar gagnrýna hugsun og lýðræðisleg gildi. Hann er því undirstaða þess þekkingarsamfélags sem við búum við í dag. En rektorskosningarnar sem framundan eru í Háskóla Íslands fara fram á viðsjálum tímum fyrir háskóla og vísindastarfsemi. Ekki sér fyrir endann á viðvarandi undirfjármögnun skólans. Markmiði um að fjármögnun til háskólastigsins verði í samræmi við meðaltal OECD ríkjanna er ekki náð og enn lengra í að meðalatal Norðurlandanna verði náð. Á sama tíma og hert er að háskólum er aukin krafa um samfélagslega gagnsemi og þjónustu við samfélagið. Allt þetta hefur ýtt undir versnandi vinnuaðstæður og nægir þar nefna vísbendingar um aukið álag starfsfólks, versnandi heilsu og ráðningabann sem hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir nýliðun og þekkingarþróun. Þennan vanda hefur að hluta verið reynt að leysa með framlagi stundakennara sem búa við óviðunandi kjör og vinnuskilyrði. Þá fara nemendur ekki varhluta af þrengingum skólans. Til að tala máli Háskólans við þessar aðstæður þarf einstakling með reynslu, þekkingu, hugsjónir og baráttuþrek til að freista þess að snúa þessari þróun við. Silja Bára Ómarsdóttir þekkir flestar hliðar háskólastarfs, innanlands og alþjóðlega. Hún hefur sinnt stundakennslu, verið í ótryggri aðjúnktsstöðu og getur því sett sig í spor þeirra sem sérstaklega hallar á í háskólasamfélaginu. Silja Bára hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði þar sem hún hefur beitt sér með eftirtektarverðum hætti. Hún er afar farsæll kennari og hefur lagt sig fram um að greiða götu nemenda í viðkvæmri stöðu. Silja Bára er öflugur rannsakandi og þekkingarmiðlari og sinnir af elju hlutverki sínu sem háskólaborgari. Við undirritaðar þekkjum Silju Báru Ómarsdóttur, verk hennar og framlag til Háskóla Íslands og íslensks samfélags og treystum henni til að leiða Háskóla Íslands inn á farsælar brautir í hlutverki rektors. Gyða Margrét Pétursdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands hefur verið undirstaða æðri menntunar og rannsókna frá stofnun og enn í dag er hann meðal grundvallarstofnana samfélagsins. Ásamt öðrum háskólum sér hann samfélaginu fyrir umhverfi til vísindarannsókna og nýsköpunar, þjálfunar fólks til sérhæfðra starfa og menntun nýrra kynslóða, hann sinnir eflingu og viðgangi menningar, ræktar gagnrýna hugsun og lýðræðisleg gildi. Hann er því undirstaða þess þekkingarsamfélags sem við búum við í dag. En rektorskosningarnar sem framundan eru í Háskóla Íslands fara fram á viðsjálum tímum fyrir háskóla og vísindastarfsemi. Ekki sér fyrir endann á viðvarandi undirfjármögnun skólans. Markmiði um að fjármögnun til háskólastigsins verði í samræmi við meðaltal OECD ríkjanna er ekki náð og enn lengra í að meðalatal Norðurlandanna verði náð. Á sama tíma og hert er að háskólum er aukin krafa um samfélagslega gagnsemi og þjónustu við samfélagið. Allt þetta hefur ýtt undir versnandi vinnuaðstæður og nægir þar nefna vísbendingar um aukið álag starfsfólks, versnandi heilsu og ráðningabann sem hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir nýliðun og þekkingarþróun. Þennan vanda hefur að hluta verið reynt að leysa með framlagi stundakennara sem búa við óviðunandi kjör og vinnuskilyrði. Þá fara nemendur ekki varhluta af þrengingum skólans. Til að tala máli Háskólans við þessar aðstæður þarf einstakling með reynslu, þekkingu, hugsjónir og baráttuþrek til að freista þess að snúa þessari þróun við. Silja Bára Ómarsdóttir þekkir flestar hliðar háskólastarfs, innanlands og alþjóðlega. Hún hefur sinnt stundakennslu, verið í ótryggri aðjúnktsstöðu og getur því sett sig í spor þeirra sem sérstaklega hallar á í háskólasamfélaginu. Silja Bára hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði þar sem hún hefur beitt sér með eftirtektarverðum hætti. Hún er afar farsæll kennari og hefur lagt sig fram um að greiða götu nemenda í viðkvæmri stöðu. Silja Bára er öflugur rannsakandi og þekkingarmiðlari og sinnir af elju hlutverki sínu sem háskólaborgari. Við undirritaðar þekkjum Silju Báru Ómarsdóttur, verk hennar og framlag til Háskóla Íslands og íslensks samfélags og treystum henni til að leiða Háskóla Íslands inn á farsælar brautir í hlutverki rektors. Gyða Margrét Pétursdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun