Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 16:35 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna. EPA/RONALD WITTEK JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. Meðal annars sakaði hann evrópska ráðamenn um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga, hunsa trúfrelsi og um að gera ekki nóg til að stöðva flæði flótta- og farandfólks. Hann gagnrýndi þá einnig fyrir viðhorf til þungunarrofs og sakaði Evrópu um að hafa fjarlægst þau „hefðbundnu gildi“ sem heimsálfan hefði deilt með Bandaríkjamönnum. Þá kallaði Vance evrópska embættismenn „commissars“, sem voru lágt settir embættismenn í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, og sagði þá hafa meiri áhuga á því að kæfa málfrelsi íbúa en að tryggja öryggi þeirra. Samkvæmt frétt Politico voru áhorfendur á ráðstefnunni slegnir yfir ummælum Vance. Gestirnir höfðu búist við því að Vance varpaði frekara ljósi á ætlanir ríkisstjórnar Donalds Trump varðandi Úkraínu og það hvort til stæði að kalla bandaríska hermenn heim frá Evrópu. Kvartaði yfir farand- og flóttafólki Vance fór einnig gagnrýnum orðum um þá ákvörðun hæstaréttar Rúmeníu frá því í nóvember um að fella úr gildi úrslit forsetakosninga þar í landi. Mjög svo hægri sinnaður maður vann þær kosningar en hann var sakaður um að hafa hagnast á ólöglegri áróðursherferð sem talin er eiga rætur í Rússlandi. Þegar kemur að málefnum flótta- og farandfólks vísaði Vance til árásarinnar í München í gær, þar sem 24 ára maður frá Afganistan keyrði inn í þvögu fólks og slasaði að minnsta kosti 28. Sjá einnig: Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun „Hve oft þurfum við að verða fyrir þessum hræðulegu áföllum áður en við breytum um stefnu og tökum siðmenningu okkar í aðra átt,“ sagði Vance, sem kemur frá Bandaríkjunum. Hann sagði þar að auki að þessar árásir væru til komnar vegna markvissra ákvarðana stjórnmálamanna í Evrópu. „Óásættanleg“ ummæli Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi ummæli Vance harðlega þegar hann steig á svið. Hann sagði Vance hafa dregið raunverulegt lýðræði Evrópu í efa. „Hann talar um útrýmingu lýðræðis og ef ég hef skilið hann rétt, er hann að líkja aðstæðum í Evrópu við þær í alræðisríkjum. Það er óásættanlegt,“ sagði Pistorius samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hann sagði það lýðræði sem Vance lýsti ekki vera það lýðræði sem hann ætti í kosningabaráttu í. Allir hefðu sína rödd og það ætti einnig við stjórnmálaflokka Þýskalands, sem gætu valið með hverjum þeir vinna. „Lýðræði þýðir ekki að hinn háværi minnihluti hafi sjálfkrafa rétt fyrir sér.“ Hann sagði einnig að lýðræði þyrfti að geta varið sig gegn öfgum. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Meðal annars sakaði hann evrópska ráðamenn um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga, hunsa trúfrelsi og um að gera ekki nóg til að stöðva flæði flótta- og farandfólks. Hann gagnrýndi þá einnig fyrir viðhorf til þungunarrofs og sakaði Evrópu um að hafa fjarlægst þau „hefðbundnu gildi“ sem heimsálfan hefði deilt með Bandaríkjamönnum. Þá kallaði Vance evrópska embættismenn „commissars“, sem voru lágt settir embættismenn í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, og sagði þá hafa meiri áhuga á því að kæfa málfrelsi íbúa en að tryggja öryggi þeirra. Samkvæmt frétt Politico voru áhorfendur á ráðstefnunni slegnir yfir ummælum Vance. Gestirnir höfðu búist við því að Vance varpaði frekara ljósi á ætlanir ríkisstjórnar Donalds Trump varðandi Úkraínu og það hvort til stæði að kalla bandaríska hermenn heim frá Evrópu. Kvartaði yfir farand- og flóttafólki Vance fór einnig gagnrýnum orðum um þá ákvörðun hæstaréttar Rúmeníu frá því í nóvember um að fella úr gildi úrslit forsetakosninga þar í landi. Mjög svo hægri sinnaður maður vann þær kosningar en hann var sakaður um að hafa hagnast á ólöglegri áróðursherferð sem talin er eiga rætur í Rússlandi. Þegar kemur að málefnum flótta- og farandfólks vísaði Vance til árásarinnar í München í gær, þar sem 24 ára maður frá Afganistan keyrði inn í þvögu fólks og slasaði að minnsta kosti 28. Sjá einnig: Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun „Hve oft þurfum við að verða fyrir þessum hræðulegu áföllum áður en við breytum um stefnu og tökum siðmenningu okkar í aðra átt,“ sagði Vance, sem kemur frá Bandaríkjunum. Hann sagði þar að auki að þessar árásir væru til komnar vegna markvissra ákvarðana stjórnmálamanna í Evrópu. „Óásættanleg“ ummæli Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi ummæli Vance harðlega þegar hann steig á svið. Hann sagði Vance hafa dregið raunverulegt lýðræði Evrópu í efa. „Hann talar um útrýmingu lýðræðis og ef ég hef skilið hann rétt, er hann að líkja aðstæðum í Evrópu við þær í alræðisríkjum. Það er óásættanlegt,“ sagði Pistorius samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hann sagði það lýðræði sem Vance lýsti ekki vera það lýðræði sem hann ætti í kosningabaráttu í. Allir hefðu sína rödd og það ætti einnig við stjórnmálaflokka Þýskalands, sem gætu valið með hverjum þeir vinna. „Lýðræði þýðir ekki að hinn háværi minnihluti hafi sjálfkrafa rétt fyrir sér.“ Hann sagði einnig að lýðræði þyrfti að geta varið sig gegn öfgum.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“