Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. febrúar 2025 20:12 Jude sá rautt. Ion Alcoba Beitia/Getty Images Bæði Real og Atlético Madríd fengu rauð spjöld í leikjum sínum í La Liga, spænsku efstu deild karla í knattspyrnu í dag. Jafnframt gerðu bæði lið jafntefli í leikjum sínum. Þá lauk toppslag efstu deildar karla í Þýskalandi með markalausu jafntefli. Jude Bellingham sá rautt fyrir tuð þegar Spánar- og Evrópumeistarar Real Madríd náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Osasuna. Kylian Mbappé hafði komið Real yfir með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Federico Valverde þegar aðeins stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Ekki löngu síðar fékk Carlo Anelotti, annars yfirvegar þjálfari Real, gult spjald en þá þegar taldi Real sig hafa átt að fá tvær vítaspyrnur. Bellingham sá svo rautt á 39. mínútu. Ante Budimir jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tæp klukkustund var liðin. Eduardo Camavinga þá brotlegur eftir frábæra markvörslu Thibaut Courtois í marki Real. Belgíski markvörðurinn kom hins vegar engum vörnum við vítaspyrnu Budimir og staðan orðin 1-1. Reyndust það lokatölur leiksins. Atlético Madríd gerði einnig 1-1 jafnefli við Celta Vigo. Pablo Barrios fékk beint rautt spjald í liði Atlético þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan var markalaus allt fram á 68. mínútu þegar Iago Aspas kom Celta yfir með marki úr vítaspyrnu en varamaðurinn Alexander Sørloth jafnaði metin fyrir Atlético og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Eftir leiki kvöldsins er Real á toppnum með 51 stig. Atlético er með stigi minna og Barcelona er í 3. sæit með 48 stig en á leik til góða. Í Þýskalandi gerðu Bayern München og Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen markalaust jafntefli. Eftir 22 leiki er Bayern með 55 stig en Leverkusen er í 2. sæti með 47 stig. Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Jude Bellingham sá rautt fyrir tuð þegar Spánar- og Evrópumeistarar Real Madríd náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Osasuna. Kylian Mbappé hafði komið Real yfir með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Federico Valverde þegar aðeins stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Ekki löngu síðar fékk Carlo Anelotti, annars yfirvegar þjálfari Real, gult spjald en þá þegar taldi Real sig hafa átt að fá tvær vítaspyrnur. Bellingham sá svo rautt á 39. mínútu. Ante Budimir jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tæp klukkustund var liðin. Eduardo Camavinga þá brotlegur eftir frábæra markvörslu Thibaut Courtois í marki Real. Belgíski markvörðurinn kom hins vegar engum vörnum við vítaspyrnu Budimir og staðan orðin 1-1. Reyndust það lokatölur leiksins. Atlético Madríd gerði einnig 1-1 jafnefli við Celta Vigo. Pablo Barrios fékk beint rautt spjald í liði Atlético þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan var markalaus allt fram á 68. mínútu þegar Iago Aspas kom Celta yfir með marki úr vítaspyrnu en varamaðurinn Alexander Sørloth jafnaði metin fyrir Atlético og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Eftir leiki kvöldsins er Real á toppnum með 51 stig. Atlético er með stigi minna og Barcelona er í 3. sæit með 48 stig en á leik til góða. Í Þýskalandi gerðu Bayern München og Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen markalaust jafntefli. Eftir 22 leiki er Bayern með 55 stig en Leverkusen er í 2. sæti með 47 stig.
Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira