Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar 15. febrúar 2025 23:00 Er atvinnuvegaráðherra fjárhættuspilari? Því þarf að taka risaákvörðun, og pressan frá hagsmunaaðilum er mikil. Þegar eru kvótakóngar farnir að kalla eftir að fá að hefja loðnuveiðar. En það er stærri hagsmunaaðili sem treystir á að engar loðnuveiðar verði leyfðar; það er þjóðin. Nei, ég er ekki þjóðin, en leyfi mér að tala fyrir hennar hönd þar sem þjóðin er upptekin við allt annað en að hafa áhyggjur af auðlindum sínum. Með því að leyfa loðnuveiðar yrði loðnustofninn einu skrefi nær hruni, og hrun loðnustofnsins væri aðeins toppurinn á ísjakanum. Eftirfarandi eru staðreyndir um stöðu loðnustofnsins: 1.Loðnubrestur hefur orðið 6 vertíðar af síðustu 10. 2.Loðnuaflinn hefur hrunið úr 10.000.000 tonna í 1.700.000 tonn! Loðnuafli síðustu 10 ára, er aðeins 17% af aflanum frá 1996-2005. Eða, hrunið úr 10 milljón tonna í 1,7 milljón tonn. 3.Nú hefur allt verið gert til að finna loðnu í „veiðanlegu magni“, meira segja notast við gervigreindina. En ekki dugað til. Reyndar varar gervigreindin við loðnuveiðum, sé hún spurð. Minnkandi loðnustofn hefur gífurleg áhrif á vistkerfi sjávar. Rannsókn sem gerð var hér yfir tæplega 30 ára tímabil, sýndi svart á hvítu mikil áhrif á stærð og þyngd þorksstofnsins( Ólafur K. Pálsson og Höskuldur Björnsson sérfræðingar, Hafró, 2011). Áhrif á stofnstærðina skiptir hundruðum þúsunda tonna til minkunnar. En keðjuverkun minnkandi loðnustofns nær til fjölmargra nytjafiskstofna. Þorskurinn nær ekki í eðlilega þyngd, étur þá í meira mæli eigið kyn og minnkar þannig sjáflur stofninn. Rækja og humar eru á matseðili þorsksins, en þar sem okkur hefur þegar tekist að gera út af við þá stofna, þarf hann að sækja í aðar tegundir. Allar erlendar rannsóknir á einu máli.- farið varlega í loðnuveiðar. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á þeim áhrifum sem loðnan hefur á vistkerfið. Niðurstöður þeirra má finna á virtum vísindavefsíðum. Einn fremsti fiskifræðingur Kanada; Dr. Pierre Pepin, sem hefur farið fyrir fjölmörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið í Barentshafinu og víðar segir: "Capelin are a linchpin; that's the simplest I can put it. If you don't have a lot of capelin, you don't have a lot of other stuff,….. Pepin said the success of other species depends on a healthy capelin population”."If you overexploit those, then everything cascades down the rest of the food chain. There's absolutely no way of getting away from that."Senior scientist Pierre Pepin says capelin are key to the recovery of more valuable fish like cod and also affect crab and shrimp stocks (CBC) Á íslensku; heilbrigður loðnustofn er ómissandi, alfa og omega vistkerfisins. Þannig að veiking loðnustofnsins, kemur niður á öllum verðmætari nytjastofnum okkar. Ekki gefa út leyfi til loðnuveiða. Ég skora á atvinnuvegaráðherra að gefa ekki út leyfi til loðnuveiða . Ekki tefla loðnustofninum í frekari tvísýnu. Á undan förnum árum, höfum við séð humarstofninn, rækjustofninn og hörpudiskinn hverfa sem nytjastofnar. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar aðalnytjafisk; þorskstofninn. Karfinn, lúðan, grálúðan ofl stofnar eru svipur hjá sjón, allt þrátt fyrir vísindalega ráðgjöf, Ekki láta undan þrýstingi, heldur láta hagsmuni þjóðarinnar ráða; og banna loðnuveiðar þar til frekari rannsóknir hafa farið fram á stöðu loðnunnar. Að hefja loðnuveiðar nú, er eins og að pissa í skóinn sinn. Höfundur er útgerðatæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loðnuveiðar Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Er atvinnuvegaráðherra fjárhættuspilari? Því þarf að taka risaákvörðun, og pressan frá hagsmunaaðilum er mikil. Þegar eru kvótakóngar farnir að kalla eftir að fá að hefja loðnuveiðar. En það er stærri hagsmunaaðili sem treystir á að engar loðnuveiðar verði leyfðar; það er þjóðin. Nei, ég er ekki þjóðin, en leyfi mér að tala fyrir hennar hönd þar sem þjóðin er upptekin við allt annað en að hafa áhyggjur af auðlindum sínum. Með því að leyfa loðnuveiðar yrði loðnustofninn einu skrefi nær hruni, og hrun loðnustofnsins væri aðeins toppurinn á ísjakanum. Eftirfarandi eru staðreyndir um stöðu loðnustofnsins: 1.Loðnubrestur hefur orðið 6 vertíðar af síðustu 10. 2.Loðnuaflinn hefur hrunið úr 10.000.000 tonna í 1.700.000 tonn! Loðnuafli síðustu 10 ára, er aðeins 17% af aflanum frá 1996-2005. Eða, hrunið úr 10 milljón tonna í 1,7 milljón tonn. 3.Nú hefur allt verið gert til að finna loðnu í „veiðanlegu magni“, meira segja notast við gervigreindina. En ekki dugað til. Reyndar varar gervigreindin við loðnuveiðum, sé hún spurð. Minnkandi loðnustofn hefur gífurleg áhrif á vistkerfi sjávar. Rannsókn sem gerð var hér yfir tæplega 30 ára tímabil, sýndi svart á hvítu mikil áhrif á stærð og þyngd þorksstofnsins( Ólafur K. Pálsson og Höskuldur Björnsson sérfræðingar, Hafró, 2011). Áhrif á stofnstærðina skiptir hundruðum þúsunda tonna til minkunnar. En keðjuverkun minnkandi loðnustofns nær til fjölmargra nytjafiskstofna. Þorskurinn nær ekki í eðlilega þyngd, étur þá í meira mæli eigið kyn og minnkar þannig sjáflur stofninn. Rækja og humar eru á matseðili þorsksins, en þar sem okkur hefur þegar tekist að gera út af við þá stofna, þarf hann að sækja í aðar tegundir. Allar erlendar rannsóknir á einu máli.- farið varlega í loðnuveiðar. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á þeim áhrifum sem loðnan hefur á vistkerfið. Niðurstöður þeirra má finna á virtum vísindavefsíðum. Einn fremsti fiskifræðingur Kanada; Dr. Pierre Pepin, sem hefur farið fyrir fjölmörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið í Barentshafinu og víðar segir: "Capelin are a linchpin; that's the simplest I can put it. If you don't have a lot of capelin, you don't have a lot of other stuff,….. Pepin said the success of other species depends on a healthy capelin population”."If you overexploit those, then everything cascades down the rest of the food chain. There's absolutely no way of getting away from that."Senior scientist Pierre Pepin says capelin are key to the recovery of more valuable fish like cod and also affect crab and shrimp stocks (CBC) Á íslensku; heilbrigður loðnustofn er ómissandi, alfa og omega vistkerfisins. Þannig að veiking loðnustofnsins, kemur niður á öllum verðmætari nytjastofnum okkar. Ekki gefa út leyfi til loðnuveiða. Ég skora á atvinnuvegaráðherra að gefa ekki út leyfi til loðnuveiða . Ekki tefla loðnustofninum í frekari tvísýnu. Á undan förnum árum, höfum við séð humarstofninn, rækjustofninn og hörpudiskinn hverfa sem nytjastofnar. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar aðalnytjafisk; þorskstofninn. Karfinn, lúðan, grálúðan ofl stofnar eru svipur hjá sjón, allt þrátt fyrir vísindalega ráðgjöf, Ekki láta undan þrýstingi, heldur láta hagsmuni þjóðarinnar ráða; og banna loðnuveiðar þar til frekari rannsóknir hafa farið fram á stöðu loðnunnar. Að hefja loðnuveiðar nú, er eins og að pissa í skóinn sinn. Höfundur er útgerðatæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun