Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar 17. febrúar 2025 14:30 Bókun 35 tryggir að EES-lög hafi forgang í löggjöf EFTA-ríkjanna og er ætlað að tryggja samræmingu á sameiginlegum réttindum íbúa innan Evrópu. Bókun 38 kveður á um fjárframlög EFTA-ríkjanna til að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði í Evrópu, þessum fjárframlögum er stýrt í gegnum Uppbyggingarsjóð EES (e. EEA and Norway Grants). Þessar bókanir eru hluti af samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) sem tryggir Íslendingum ferða- og viðskipafrelsi innan Evrópu. Á nýju þingi lagði utanríkisráðherra Íslands fram frumvarp um innleiðingu á bókun 35 EES -samningsins, en aðrar bókanir samningsins hafa ekki verið eins umdeildar á Íslandi og hafa í raun lengi verið tryggar stoðir Evrópusamstarfs Íslands. Ef ofangreindur texti er ekki búinn að drepa þig úr leiðindum þegar hér er komið við sögu þá eru ágætis líkur á að þú sért einstaklingur sem gæti haft áhuga á starfsnámi þeirra stofnana sem sinna ólíkum hliðum framkvæmdar EES - samningins fyrir hönd Íslands í Brussel. Á hverju ári eru auglýstur þónokkur fjöldi launaðra starfsnámsstaða í ‘EFTA húsinu’ í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES, Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) og eftirlitsstofnun EFTA(ESA). Ungum íslendingum býðst almennt ekki mikið úrval af starfsnámsstöðum við stofnanir Evrópsambandsins, enda eru þær að miklu leyti ætlaðar fyrir fólk frá meðlimaríkjum ESB. Þessar fágætu EFTA stöður eru því frábært tækifæri og góður stökkpallur inn í starfsferil tengdan Evrópu og alþjóðasamvinnu. Verið er að leita að nýlega útskrifuðum einstaklingum úr lögfræði, stjórnmálafræði, hagfræði og upplýsingamiðlun til dæmis. Ég get sjálfur mælt heilshugar með starfsnámi hjá þessum stofnunum út frá eigin reynslu. Þegar ég var starfsnemi hjá eftirlitsstofnun EFTA fékk ég tækifæri til þess að vinna með hópi af ótrúlega hæfileikaríku fólki og var mér treyst fyrir krefjandi verkefnum. Þetta er reynsla sem lagði grunninn að mínum starfsferli en síðan þá hef ég starfað fyrir þingflokk Samfylkingarinnar á Alþingi og gengt stöðu samskiptastjóra embættis Ríkislögreglustjóra á fordæmalausum tímum. Fjöldi annarra fyrrverandi starfsnema hjá þessum stofnunum hafa sambærilega sögu að segja og þau hafa síðan fundið sér starfsvettvang bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, á Íslandi og víðar. Nú er ég sjálfur að leita að starfsnema í samskiptateymið mitt hjá Uppbyggingarsjóði EES. Hjá okkur fá starfsnemar raunverulega ábyrgð og vinna að mikilvægum verkefnum undir leiðsögn. Þar sem ég held ég hafi náð að gera vigt starfsnámsins ágætlega skil er vert að nefna kostina við það að búa í Brussel. Borgin er miðpunktur evrópskra stjórnmála og alþjóðasamstarfs, uppfull af líflegri og fjölbreyttri menningu og mörgum tækifærum til að kynnast nýju fólki. Hvort sem þú hefur áhuga á sögulegri byggingarlist, teiknimyndum, súkkulaði, frábærum mat eða Evrópusamvinnu, þá hefur Brussel eitthvað fyrir þig. Þá er auðvelt og ódýrt að skreppa í dags - eða helgarferðir til nærliggjandi landa og kanna Evrópu meðfram starfsnáminu. Ef þú hefur áhuga eða þekkir einhvern sem þú heldur að gæti smellpassað í þessar stöður skaltu kynna þér málið betur. Fyrsti umsóknarfresturinn rennur út 23. febrúar, starfsnámið hefst 1. september 2025. Nánari upplýsingar um starfsnám og lausar stöður hjá stofnunum má finna hér: Uppbyggingarsjóður EES Eftirlitsstofnun EFTA(ESA) Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) Höfundur er upplýsingafulltrúi hjá Uppbyggingarsjóði EES. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið EFTA Bókun 35 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Bókun 35 tryggir að EES-lög hafi forgang í löggjöf EFTA-ríkjanna og er ætlað að tryggja samræmingu á sameiginlegum réttindum íbúa innan Evrópu. Bókun 38 kveður á um fjárframlög EFTA-ríkjanna til að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði í Evrópu, þessum fjárframlögum er stýrt í gegnum Uppbyggingarsjóð EES (e. EEA and Norway Grants). Þessar bókanir eru hluti af samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) sem tryggir Íslendingum ferða- og viðskipafrelsi innan Evrópu. Á nýju þingi lagði utanríkisráðherra Íslands fram frumvarp um innleiðingu á bókun 35 EES -samningsins, en aðrar bókanir samningsins hafa ekki verið eins umdeildar á Íslandi og hafa í raun lengi verið tryggar stoðir Evrópusamstarfs Íslands. Ef ofangreindur texti er ekki búinn að drepa þig úr leiðindum þegar hér er komið við sögu þá eru ágætis líkur á að þú sért einstaklingur sem gæti haft áhuga á starfsnámi þeirra stofnana sem sinna ólíkum hliðum framkvæmdar EES - samningins fyrir hönd Íslands í Brussel. Á hverju ári eru auglýstur þónokkur fjöldi launaðra starfsnámsstaða í ‘EFTA húsinu’ í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES, Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) og eftirlitsstofnun EFTA(ESA). Ungum íslendingum býðst almennt ekki mikið úrval af starfsnámsstöðum við stofnanir Evrópsambandsins, enda eru þær að miklu leyti ætlaðar fyrir fólk frá meðlimaríkjum ESB. Þessar fágætu EFTA stöður eru því frábært tækifæri og góður stökkpallur inn í starfsferil tengdan Evrópu og alþjóðasamvinnu. Verið er að leita að nýlega útskrifuðum einstaklingum úr lögfræði, stjórnmálafræði, hagfræði og upplýsingamiðlun til dæmis. Ég get sjálfur mælt heilshugar með starfsnámi hjá þessum stofnunum út frá eigin reynslu. Þegar ég var starfsnemi hjá eftirlitsstofnun EFTA fékk ég tækifæri til þess að vinna með hópi af ótrúlega hæfileikaríku fólki og var mér treyst fyrir krefjandi verkefnum. Þetta er reynsla sem lagði grunninn að mínum starfsferli en síðan þá hef ég starfað fyrir þingflokk Samfylkingarinnar á Alþingi og gengt stöðu samskiptastjóra embættis Ríkislögreglustjóra á fordæmalausum tímum. Fjöldi annarra fyrrverandi starfsnema hjá þessum stofnunum hafa sambærilega sögu að segja og þau hafa síðan fundið sér starfsvettvang bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, á Íslandi og víðar. Nú er ég sjálfur að leita að starfsnema í samskiptateymið mitt hjá Uppbyggingarsjóði EES. Hjá okkur fá starfsnemar raunverulega ábyrgð og vinna að mikilvægum verkefnum undir leiðsögn. Þar sem ég held ég hafi náð að gera vigt starfsnámsins ágætlega skil er vert að nefna kostina við það að búa í Brussel. Borgin er miðpunktur evrópskra stjórnmála og alþjóðasamstarfs, uppfull af líflegri og fjölbreyttri menningu og mörgum tækifærum til að kynnast nýju fólki. Hvort sem þú hefur áhuga á sögulegri byggingarlist, teiknimyndum, súkkulaði, frábærum mat eða Evrópusamvinnu, þá hefur Brussel eitthvað fyrir þig. Þá er auðvelt og ódýrt að skreppa í dags - eða helgarferðir til nærliggjandi landa og kanna Evrópu meðfram starfsnáminu. Ef þú hefur áhuga eða þekkir einhvern sem þú heldur að gæti smellpassað í þessar stöður skaltu kynna þér málið betur. Fyrsti umsóknarfresturinn rennur út 23. febrúar, starfsnámið hefst 1. september 2025. Nánari upplýsingar um starfsnám og lausar stöður hjá stofnunum má finna hér: Uppbyggingarsjóður EES Eftirlitsstofnun EFTA(ESA) Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) Höfundur er upplýsingafulltrúi hjá Uppbyggingarsjóði EES.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun