Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. febrúar 2025 19:09 Albert Jónsson segir vendingar í alþjóðamálunum ekki koma til með að hafa áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir það morgunljóst að varanlegum friði í Úkraínu verði ekki komið á án aðkomu Úkraínumanna. Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Fyrst og fremst könnunarleiðangur Ráða megi það úr ummælum Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á dögunum að fundur hans og Sergejs Lavrov utanríkisráðherra Rússland í Sádí-Arabíu á morgun sé fyrst og fremst könnunarviðræður til að reyna á það hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi raunverulegan vilja til að hefja friðarviðræður. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu og eiginkona hans eru stödd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í opinberri heimsókn. Þrátt fyrir nálægðina við fundarstað Rússlands og Bandaríkjanna hefur hann ekki fengið boð. „Rússar hafa ekki lagt margt jákvætt til málanna að svo komnu en við skulum sjá til,“ sagði Albert í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bandaríkjamenn draga úr umsvifum sínum í Evrópu Albert segir spennu í samskiptum ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu greinilega og að það sé helst tvennt sem henni valdi. „Annars vegar er þetta tal um að Evrópuríkin verði ekki með í viðræðum um Úkraínu, hins vegar er veruleg breyting orðin í alþjóðakerfinu sem birtist í því að athygli og atorka Bandaríkjanna muni í síauknum mæli færast til Asíu, Kyrrahafs. Þar er það Kína sem er annað valdamesta ríkið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu nær það athygli Bandaríkjanna. Þessi breyting á alþjóðakerfinu leiðir til þess að Bandaríkjamenn vilji draga úr þáttöku í vörnum Evrópu vegna þess að þeir vilja einbeita sér að Kyrrahafinu,“ segir hann. „Þeir eru ekki að fara úr Evrópu. Þeir eru ekki að yfirgefa NATO en þeir vilja draga verulega úr og það þýðir að Evrópuríkin þurfa verulega að taka sig á í varnarmálum,“ segir Albert. Ísland enn landfræðilega mikilvægt Hvaða áhrif hefur þetta á Ísland? „Að mínu mati hefur það að Bandaríkin dragi úr umsvifum sínum í Evrópu ekki áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Það hefur margt breyst en það tengist áfram lykilhagsmunum Bandaríkjanna, öryggishagsmuna Bandaríkjanna á norðurslóðum,“ segir Albert. Landfræðileg lega Íslands sé enn mikilvæg í augum ráðamanna í Hvíta húsinu. NATO Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir það morgunljóst að varanlegum friði í Úkraínu verði ekki komið á án aðkomu Úkraínumanna. Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Fyrst og fremst könnunarleiðangur Ráða megi það úr ummælum Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á dögunum að fundur hans og Sergejs Lavrov utanríkisráðherra Rússland í Sádí-Arabíu á morgun sé fyrst og fremst könnunarviðræður til að reyna á það hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi raunverulegan vilja til að hefja friðarviðræður. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu og eiginkona hans eru stödd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í opinberri heimsókn. Þrátt fyrir nálægðina við fundarstað Rússlands og Bandaríkjanna hefur hann ekki fengið boð. „Rússar hafa ekki lagt margt jákvætt til málanna að svo komnu en við skulum sjá til,“ sagði Albert í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bandaríkjamenn draga úr umsvifum sínum í Evrópu Albert segir spennu í samskiptum ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu greinilega og að það sé helst tvennt sem henni valdi. „Annars vegar er þetta tal um að Evrópuríkin verði ekki með í viðræðum um Úkraínu, hins vegar er veruleg breyting orðin í alþjóðakerfinu sem birtist í því að athygli og atorka Bandaríkjanna muni í síauknum mæli færast til Asíu, Kyrrahafs. Þar er það Kína sem er annað valdamesta ríkið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu nær það athygli Bandaríkjanna. Þessi breyting á alþjóðakerfinu leiðir til þess að Bandaríkjamenn vilji draga úr þáttöku í vörnum Evrópu vegna þess að þeir vilja einbeita sér að Kyrrahafinu,“ segir hann. „Þeir eru ekki að fara úr Evrópu. Þeir eru ekki að yfirgefa NATO en þeir vilja draga verulega úr og það þýðir að Evrópuríkin þurfa verulega að taka sig á í varnarmálum,“ segir Albert. Ísland enn landfræðilega mikilvægt Hvaða áhrif hefur þetta á Ísland? „Að mínu mati hefur það að Bandaríkin dragi úr umsvifum sínum í Evrópu ekki áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Það hefur margt breyst en það tengist áfram lykilhagsmunum Bandaríkjanna, öryggishagsmuna Bandaríkjanna á norðurslóðum,“ segir Albert. Landfræðileg lega Íslands sé enn mikilvæg í augum ráðamanna í Hvíta húsinu.
NATO Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira