Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 07:45 Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Vilhelm Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en ríkisútvarpsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en þetta er í fimmta sinn sem þingsályktunartillaga þess efnis er flutt á Alþingi en hefur aldrei náð fram að ganga. Tillagan felur í sér að menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í samráði við fjármálaráðherra, leggi fram frumvarp sem kveði á um að greiðendur útvarpsgjalds geti sjálfir ráðstafað þriðjungi gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. „Lagt er til að landsmenn hafi valfrelsi um ráðstöfun hluta þessa gjalds. Þannig geti þeir með framlagi sínu tryggt tiltekinn fjölbreytileika í rekstri fjölmiðla landsins. Með því að sitja eitt að þessum gjaldstofni hefur Ríkisútvarpið haft yfirburðastöðu gagnvart öllum öðrum fjölmiðlum, og gildir það um fréttaflutning sem dagskrárgerð. Slík einokunarstaða, sérstaklega ríkismiðils, er óeðlileg nú á tímum og vinnur beinlínis gegn hugmyndum um sjálfstæði og fjölbreytni hugsunar og skoðana,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni sem dreift var á Alþingi í gær. Flestir flutningsmenn úr Miðflokknum Til að Ríkisútvarpið geti rækt skyldur sínar sem fjölmiðill í almannaþágu er nauðsynlegt að mati flutningsmanna þurfi að vera til staðar rými fyrir aðra fjölmiðla á markaðnum sem geti veitt Rúv aðhald og aukið fjölbreytileika í þjóðfélagsumræðunni. „Áhrif fjölmiðla á samfélagið eru svo viðamikil að fjölmiðlalæsi neytenda er ein af grundvallarforsendum þess að þeir geti talist fullgildir og virkir borgarar í lýðræðisríki. Að veita einum ríkisreknum miðli lungann úr fjölmiðlastyrkjum hins opinbera vinnur gegn þessum markmiðum,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Flutningsmaður tillögunnar er Bergþór Ólason sem er fyrsti flutningsmaður en meðflutningsmenn eru Ingibjörg Davíðsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Snorri Másson og Þorgrímur Sigmundsson, þingmenn Miðflokksins og Jens Garðar Helgason, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Skattar og tollar Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Tillagan felur í sér að menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í samráði við fjármálaráðherra, leggi fram frumvarp sem kveði á um að greiðendur útvarpsgjalds geti sjálfir ráðstafað þriðjungi gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. „Lagt er til að landsmenn hafi valfrelsi um ráðstöfun hluta þessa gjalds. Þannig geti þeir með framlagi sínu tryggt tiltekinn fjölbreytileika í rekstri fjölmiðla landsins. Með því að sitja eitt að þessum gjaldstofni hefur Ríkisútvarpið haft yfirburðastöðu gagnvart öllum öðrum fjölmiðlum, og gildir það um fréttaflutning sem dagskrárgerð. Slík einokunarstaða, sérstaklega ríkismiðils, er óeðlileg nú á tímum og vinnur beinlínis gegn hugmyndum um sjálfstæði og fjölbreytni hugsunar og skoðana,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni sem dreift var á Alþingi í gær. Flestir flutningsmenn úr Miðflokknum Til að Ríkisútvarpið geti rækt skyldur sínar sem fjölmiðill í almannaþágu er nauðsynlegt að mati flutningsmanna þurfi að vera til staðar rými fyrir aðra fjölmiðla á markaðnum sem geti veitt Rúv aðhald og aukið fjölbreytileika í þjóðfélagsumræðunni. „Áhrif fjölmiðla á samfélagið eru svo viðamikil að fjölmiðlalæsi neytenda er ein af grundvallarforsendum þess að þeir geti talist fullgildir og virkir borgarar í lýðræðisríki. Að veita einum ríkisreknum miðli lungann úr fjölmiðlastyrkjum hins opinbera vinnur gegn þessum markmiðum,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Flutningsmaður tillögunnar er Bergþór Ólason sem er fyrsti flutningsmaður en meðflutningsmenn eru Ingibjörg Davíðsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Snorri Másson og Þorgrímur Sigmundsson, þingmenn Miðflokksins og Jens Garðar Helgason, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Skattar og tollar Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira