Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar 18. febrúar 2025 17:32 „Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs þegar ljóst er að yfirvofandi eru verkföll í 22 leikskólum bæjarins. Kópavogsbær hefur að sögn bæjarstjóra lagt ríka áherslu á það að bæta starfsumhverfi í Kópavogi og kemur til með að gera það áfram. Og það eru orð að sönnu. Á mínum ferli sem kennari hefur starfsumhverfi leikskóla Kópavogs breyst til muna. Svokallað Kópavogsmódel hefur gefið góða raun og er vonandi komið til að vera. Mér finnst við geta verið stolt af þessum kerfisbreytingum sem gera öllum þeim sem koma að gott. Við getum staðið keik og ákveðið að byggja ofan á það sem vel hefur verið gert. Svo eitthvað sé nefnt þá hefur starfsumhverfi barna og kennara farið batnandi og með vali um gjaldfrjálsan leikskóla er fjölskyldum gefið meira frjálsræði þegar kemur að vistunartíma barna. Með því að færa starfsaðstæður leikskólakennara nær starfsumhverfi grunnskólans freistum við þess að fá til okkar fleiri kennara á leikskólastigið. En þá vantar okkur svo sannarlega til starfa. Ef við náum að auka við kennaraflota okkar sem ílengist í starfi sköpum við þær kjöraðstæður sem þarf fyrir sérhvert barn á mikilvægu mótunarskeiði þess. Tengslamyndun barna á fyrstu árum sínum er mjög mikilvæg. Það er því brýnt verkefni að lítil börn sem eyða stórum hluta vökutíma síns í leikskólanum og fjölskyldur þeirra geti treyst á öryggi og vellíðan. Öryggi barna færir þeim frekar góða tengslamyndun, en öryggi og traust milli barna og kennara tryggjum við ekki nema með hæfu starfsfólki sem stoppar lengur við. Of lágt hlutfall kennara og mikil starfsmannavelta mun alltaf hindra árangur að góðu leikskólastarfi. Í framhaldi af tengslamyndun má ég svo til með að nefna líka mikilvægi snemmtækrar íhlutunar hjá leikskólabörnum. Þar er mikilvægt hlutverk leikskólakennarans að koma auga á þau börn sem íhlutun þurfa sem fyrst svo árangur náist. Sem tengiliður farsældar fyrir minn vinnustað hefur mér fundist Kópavogur gera vel. Verið leiðandi í innleiðingu verkefnisins og lagt mikið upp úr því að fræða, handleiða og valdefla þá sem taka að sér bæði tengiliða og málastjórahlutverk. Allt gert svo farsæld barna geti verið með besta móti. Með farsæld erum við að skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Með farsæld erum við líka að tryggja það að börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barns. Það er mín trú og tilfinning að Kópavogur vilji vera í sérstöðu og leiðandi í leikskólamálum bæjarins. Skref sem nú þegar hafa verið tekin sýna það glöggt. En þá komum við að alvarleika málsins. Nú þegar vantar mikið upp á fjölda leikskólakennara sem vinna fyrir bæinn. Við sem fyrir erum höfum beðið ansi lengi, þolinmóð eftir úrlausn okkar mála. Það eru sömu við og langar að sjá leikskólastarfið þróast enn frekar í rétta átt Við bíðum eftir að samkomulag við okkur sé virt. Við bíðum eftir að kjör okkar séu leiðrétt. Það hefði átt að gerast fyrir löngu! Kæru bæjarfulltrúar, ég skora hér með á ykkur! Horfið til framtíðar þegar þið flýtið ykkur að leysa þetta umrædda samkomulag og leiðréttið kjör okkar sem fyrst. Hugsið til ávinnings kerfisbreytinga hingað til. Náum við að byggja ofan á þær eða verða þær að engu ef frekari flótti verður úr kennarastéttinni? Kópavogur hefur náð árangri og verið leiðandi í leikskólamálum með kerfisbreytingum sem leitt hafa af sér betra og faglegra umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk. Nú þarf að klára samninga við kennara. Þannig, og bara þannig, náum við árangri til framtíðar og Kópavogur verður leiðandi bæjarfélag í leikskólamálum landsins, búum að og byggjum upp flotta og öfluga leikskóla. Það er metnaður og vilji okkar allra. Höfundur er leikskólakennari og sérkennslustjóri í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Kópavogur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
„Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs þegar ljóst er að yfirvofandi eru verkföll í 22 leikskólum bæjarins. Kópavogsbær hefur að sögn bæjarstjóra lagt ríka áherslu á það að bæta starfsumhverfi í Kópavogi og kemur til með að gera það áfram. Og það eru orð að sönnu. Á mínum ferli sem kennari hefur starfsumhverfi leikskóla Kópavogs breyst til muna. Svokallað Kópavogsmódel hefur gefið góða raun og er vonandi komið til að vera. Mér finnst við geta verið stolt af þessum kerfisbreytingum sem gera öllum þeim sem koma að gott. Við getum staðið keik og ákveðið að byggja ofan á það sem vel hefur verið gert. Svo eitthvað sé nefnt þá hefur starfsumhverfi barna og kennara farið batnandi og með vali um gjaldfrjálsan leikskóla er fjölskyldum gefið meira frjálsræði þegar kemur að vistunartíma barna. Með því að færa starfsaðstæður leikskólakennara nær starfsumhverfi grunnskólans freistum við þess að fá til okkar fleiri kennara á leikskólastigið. En þá vantar okkur svo sannarlega til starfa. Ef við náum að auka við kennaraflota okkar sem ílengist í starfi sköpum við þær kjöraðstæður sem þarf fyrir sérhvert barn á mikilvægu mótunarskeiði þess. Tengslamyndun barna á fyrstu árum sínum er mjög mikilvæg. Það er því brýnt verkefni að lítil börn sem eyða stórum hluta vökutíma síns í leikskólanum og fjölskyldur þeirra geti treyst á öryggi og vellíðan. Öryggi barna færir þeim frekar góða tengslamyndun, en öryggi og traust milli barna og kennara tryggjum við ekki nema með hæfu starfsfólki sem stoppar lengur við. Of lágt hlutfall kennara og mikil starfsmannavelta mun alltaf hindra árangur að góðu leikskólastarfi. Í framhaldi af tengslamyndun má ég svo til með að nefna líka mikilvægi snemmtækrar íhlutunar hjá leikskólabörnum. Þar er mikilvægt hlutverk leikskólakennarans að koma auga á þau börn sem íhlutun þurfa sem fyrst svo árangur náist. Sem tengiliður farsældar fyrir minn vinnustað hefur mér fundist Kópavogur gera vel. Verið leiðandi í innleiðingu verkefnisins og lagt mikið upp úr því að fræða, handleiða og valdefla þá sem taka að sér bæði tengiliða og málastjórahlutverk. Allt gert svo farsæld barna geti verið með besta móti. Með farsæld erum við að skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Með farsæld erum við líka að tryggja það að börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barns. Það er mín trú og tilfinning að Kópavogur vilji vera í sérstöðu og leiðandi í leikskólamálum bæjarins. Skref sem nú þegar hafa verið tekin sýna það glöggt. En þá komum við að alvarleika málsins. Nú þegar vantar mikið upp á fjölda leikskólakennara sem vinna fyrir bæinn. Við sem fyrir erum höfum beðið ansi lengi, þolinmóð eftir úrlausn okkar mála. Það eru sömu við og langar að sjá leikskólastarfið þróast enn frekar í rétta átt Við bíðum eftir að samkomulag við okkur sé virt. Við bíðum eftir að kjör okkar séu leiðrétt. Það hefði átt að gerast fyrir löngu! Kæru bæjarfulltrúar, ég skora hér með á ykkur! Horfið til framtíðar þegar þið flýtið ykkur að leysa þetta umrædda samkomulag og leiðréttið kjör okkar sem fyrst. Hugsið til ávinnings kerfisbreytinga hingað til. Náum við að byggja ofan á þær eða verða þær að engu ef frekari flótti verður úr kennarastéttinni? Kópavogur hefur náð árangri og verið leiðandi í leikskólamálum með kerfisbreytingum sem leitt hafa af sér betra og faglegra umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk. Nú þarf að klára samninga við kennara. Þannig, og bara þannig, náum við árangri til framtíðar og Kópavogur verður leiðandi bæjarfélag í leikskólamálum landsins, búum að og byggjum upp flotta og öfluga leikskóla. Það er metnaður og vilji okkar allra. Höfundur er leikskólakennari og sérkennslustjóri í Kópavogi
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun