Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 19. febrúar 2025 11:33 Í skólum koma mörg þúsund börn á ýmsum aldri saman dag hvern. Börn eiga rétt á því að vera örugg í skólanum í víðasta skilningi þess orð. Öryggismál þar sem börn koma saman eru í brennidepli núna en umræðan kemur þó upp af og til ekki síst ef einhver sérstök tilvik gerast í samfélaginu sem vekja upp ótta um að öryggi barna í skóla- og íþróttastarfi sé ógnað. Hættur og ógn geta steðjað að úr ýmsum áttum t.d. frá ókunnugum utanaðkomandi aðilum eða aðstæðum svo sem náttúruvá eða annað sem er ófyrirsjáanlegt. Samfélagið okkar hefur breyst og spyrja má hvort ekki séu komin vatnaskil í stöðu öryggismála og öryggisgæslu þegar litið er til skólasamfélagsins og annarra staða þar sem börn og ungmenni koma saman. Í umræðunni um öryggi í skólum hefur notkun öryggis- og eftirlitsmyndavéla borið einna hæst. Víða eru komnar eftirlits- og öryggismyndavélar þar sem þeirra er talin þörf. Þótt myndavélar sem slíkar komi ekki í veg fyrir að alvarlegur atburður eigi sér stað eða afbrot sé framið hafa þær fælingarmátt og auðvelda að mál sem upp koma verði upplýst. Vissulega er mikilvægt að tækjabúnaður sem þessi og gögn honum tengd séu ekki misnotuð til að hefta frelsi eða frelsistilfinningu einstaklinga. Skoða mætti ef til vill hvort ekki þurfi að losa um hindranir í persónuverndarkerfinu sem snúa að eftirlits- og öryggismyndavélum til að þær geti nýst betur og víðar. Finna þarf leiðir til að skólar séu ekki berskjaldaðir og að hver sem er getið gengið hindrunarlaust inn, einhver sem ekki á þangað erindi. Sú hugmynd hefur oft heyrst, að í skólum ætti hiklaust að vera auk, öryggis- og eftirlitsmyndavéla, öryggisverðir. Öryggismál í strætisvögnum Auka þarf öryggisvörslu víðar en í skólum. Nýlega var haldinn samráðsfundur barna og ungmenna með Strætó bs. þar sem börnin fengu tækifæri til þess að koma á framfæri hugmyndum sínum um umbætur í strætókerfinu sem lúta að því að auka öryggi þeirra. Mörg börn upplifa sig óörugg í strætó enda eru dæmi þess að börn hafi orðið fyrir einelti og öðru ofbeldi í strætisvögnum. Margt í þessari umræðu er nýtt fyrir okkur en breytt samfélag og nýjar aðstæður kalla á breytta hugsun, auknar forvarnir og nýtt mat á öryggisstöðlum. Tímabært er að ræða hvernig við viljum sjá þessum málum háttað í framtíðinni. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í skólum koma mörg þúsund börn á ýmsum aldri saman dag hvern. Börn eiga rétt á því að vera örugg í skólanum í víðasta skilningi þess orð. Öryggismál þar sem börn koma saman eru í brennidepli núna en umræðan kemur þó upp af og til ekki síst ef einhver sérstök tilvik gerast í samfélaginu sem vekja upp ótta um að öryggi barna í skóla- og íþróttastarfi sé ógnað. Hættur og ógn geta steðjað að úr ýmsum áttum t.d. frá ókunnugum utanaðkomandi aðilum eða aðstæðum svo sem náttúruvá eða annað sem er ófyrirsjáanlegt. Samfélagið okkar hefur breyst og spyrja má hvort ekki séu komin vatnaskil í stöðu öryggismála og öryggisgæslu þegar litið er til skólasamfélagsins og annarra staða þar sem börn og ungmenni koma saman. Í umræðunni um öryggi í skólum hefur notkun öryggis- og eftirlitsmyndavéla borið einna hæst. Víða eru komnar eftirlits- og öryggismyndavélar þar sem þeirra er talin þörf. Þótt myndavélar sem slíkar komi ekki í veg fyrir að alvarlegur atburður eigi sér stað eða afbrot sé framið hafa þær fælingarmátt og auðvelda að mál sem upp koma verði upplýst. Vissulega er mikilvægt að tækjabúnaður sem þessi og gögn honum tengd séu ekki misnotuð til að hefta frelsi eða frelsistilfinningu einstaklinga. Skoða mætti ef til vill hvort ekki þurfi að losa um hindranir í persónuverndarkerfinu sem snúa að eftirlits- og öryggismyndavélum til að þær geti nýst betur og víðar. Finna þarf leiðir til að skólar séu ekki berskjaldaðir og að hver sem er getið gengið hindrunarlaust inn, einhver sem ekki á þangað erindi. Sú hugmynd hefur oft heyrst, að í skólum ætti hiklaust að vera auk, öryggis- og eftirlitsmyndavéla, öryggisverðir. Öryggismál í strætisvögnum Auka þarf öryggisvörslu víðar en í skólum. Nýlega var haldinn samráðsfundur barna og ungmenna með Strætó bs. þar sem börnin fengu tækifæri til þess að koma á framfæri hugmyndum sínum um umbætur í strætókerfinu sem lúta að því að auka öryggi þeirra. Mörg börn upplifa sig óörugg í strætó enda eru dæmi þess að börn hafi orðið fyrir einelti og öðru ofbeldi í strætisvögnum. Margt í þessari umræðu er nýtt fyrir okkur en breytt samfélag og nýjar aðstæður kalla á breytta hugsun, auknar forvarnir og nýtt mat á öryggisstöðlum. Tímabært er að ræða hvernig við viljum sjá þessum málum háttað í framtíðinni. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun