Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 16:32 Ég hef aldrei vitað um starfsstétt sem þarf að réttlæta tilvist sína jafn mikið og leikskólakennarar þurfa að gera. Umræðan í samfélaginu snýst meira og minna um þörf á “allri” þessari menntun, tíma leikskólakennara utan deildar til undirbúnings og/eða fjarveru af ólíkum ástæðum. Sem sagt að verja minni tíma með börnunum fyrir hærri laun. Undirbúningstími leikskólakennara er 7 klukkustundir á viku, 10 ef þú ert deildarstjóri. Fyrir utan allskyns pappírsvinnu og skipulag, sem jú er unnið utan deildar er undirbúningur inni á deild mikill. Að sinna aukaverkefnum eins og aukinni málörvun fyrir fjöltyngd börn, stuðningur eða eftirfylgni með einstökum börnum svo fátt eitt sé nefnt. Undirbúningur er einnig nýttur til endurmentunar, já kennarar á öllum sviðum og stigum þurfa á reglulegri endurmenntun að halda. Samfélagið er í stöðugri þróun og menntun verður að fylgja þeim breytingum og áskorunum sem því fylgir. Leikskólakennarar fóru í fyrsta skipti á þessari öld í verkfall núna. Fyrsta skipti! KÍ er í fyrsta skipti, frá stofnun, að vinna saman, þ.e. öll aðildafélög KÍ, að bættum hag allra kennara landsins. Þar að auki að bættum hag nemenda okkar, þjóðfélagið þarf að gera sér grein fyrir því hve margir það eru sem kenna börnunum okkar hafa ekki fagmenntun. Margt af þeim er að sjálfsögðu flott og gott fólk, en hvernig kennum við 20+ nemendum að lesa, skrifa, reikna. Kannt þú það? Mismununin sem á sér stað dagsdaglega vegna skorts á menntuðum kennurum er óviðunandi. Samband íslenskra sveitafélaga er í kjaraviðræðum við okkur og framkoman á sumum sviðum er ótrúleg. Prósentu hækkunin sem var samþykkt til að fresta verkföllum var jákvætt skref sem sýndi vilja sambandsins, í janúar var hinsvegar samþykkt að draga hana til baka. Launadeildir sveitafélaga fengu bréf þess efnis, en svo var hætt við á síðustu stundu, draga til baka jákvæða skrefið, næstum... hóta því? Eða hvað?. Orðræðan í kringum viðræðurnar hefur einnig verið furðuleg, „Vopnabúrið er tómt“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, erum við í stríði? Er þetta bardagi þar sem stærsta og öflugasta vopnið vinnur. Bæjarstjóri einn sagði í fréttum að launahækkunin muni hafa áhrif á allt starf bæjarins, skerðingu á annarri þjónustu. Var þetta hótun? Var þetta viljandi orðalag sem atar „okkur“ gegn „hinum“? Eru þetta einu möguleikarnir? Notum þá þessa orðræðu, ég er tilbúin til að berjast fyrir mínum kjörum og hag. Ég mun beita þeim vopnum sem ég hef til að sýna fram á mikilvægi starfs míns og kollega minna um allt land. Ég mun beita allra vopna sem ég finn í „vopnabúrinu“ mínu til þess. Ég berst fyrir börnunum sem eru í minni umsjá og mikilvægi þess að þeir sem starfa í skólakerfinu hafi fræðin og þekkingu á þroska barna í „vopnabúri“ sínu. Hingað til hef ég talað um leikskólatöskuna mína og þá þekkingu sem námið, lestur greina og bóka, og námskeið hafa safnast í hana, en kannski á vopnabúr betur við? Kennarastéttin á Íslandi er stór en hefur alltaf þurft að útskýra eða afsaka stöðu sína og þarfir, er það okkar akkilesarhæll? Eða er það stolt þjóðar?. Viðhorfið þarf að breytast, orðræðan þarf að breytast, við erum ekki í stríði! Við vinnum saman með hag barna landsins að leiðarljósi og til þess að ég geti sinnt mínu starfi vel þarf ég menntun, endurmenntun, rými til skipulagsvinnu og öflugt lærdómssamfélag í kringum mig. Ég berst fyrir því að geta unnið mitt starf samviskusamlega OG að geta komið heim til mín og sinnt fjölskyldu, vinum og mér eins vel og ég get. Í dag er það ekki raunin, virðing fyrir starfinu er í lágmarki, skortur á fagþekkingu reynir á okkur sem hana hafa og viljann til að sinna hverju barni, hverri fjölskyldu eftir bestu getu. Að auki gera launin sjálfstæðu foreldri erfitt fyrir (ég fór nánar í það í pistli sem kom út í byrjun nóvember), því öll viljum við börnunum okkar það besta. Ég vil barninu mínu það besta, en ég vil líka barninu þínu það besta. Ég vil breytta orðræðu er kemur að menntamálum landsins. Ég vil vera metin að verðleikum. Tilvistarkreppa eða barátta fyrir tilvist. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei vitað um starfsstétt sem þarf að réttlæta tilvist sína jafn mikið og leikskólakennarar þurfa að gera. Umræðan í samfélaginu snýst meira og minna um þörf á “allri” þessari menntun, tíma leikskólakennara utan deildar til undirbúnings og/eða fjarveru af ólíkum ástæðum. Sem sagt að verja minni tíma með börnunum fyrir hærri laun. Undirbúningstími leikskólakennara er 7 klukkustundir á viku, 10 ef þú ert deildarstjóri. Fyrir utan allskyns pappírsvinnu og skipulag, sem jú er unnið utan deildar er undirbúningur inni á deild mikill. Að sinna aukaverkefnum eins og aukinni málörvun fyrir fjöltyngd börn, stuðningur eða eftirfylgni með einstökum börnum svo fátt eitt sé nefnt. Undirbúningur er einnig nýttur til endurmentunar, já kennarar á öllum sviðum og stigum þurfa á reglulegri endurmenntun að halda. Samfélagið er í stöðugri þróun og menntun verður að fylgja þeim breytingum og áskorunum sem því fylgir. Leikskólakennarar fóru í fyrsta skipti á þessari öld í verkfall núna. Fyrsta skipti! KÍ er í fyrsta skipti, frá stofnun, að vinna saman, þ.e. öll aðildafélög KÍ, að bættum hag allra kennara landsins. Þar að auki að bættum hag nemenda okkar, þjóðfélagið þarf að gera sér grein fyrir því hve margir það eru sem kenna börnunum okkar hafa ekki fagmenntun. Margt af þeim er að sjálfsögðu flott og gott fólk, en hvernig kennum við 20+ nemendum að lesa, skrifa, reikna. Kannt þú það? Mismununin sem á sér stað dagsdaglega vegna skorts á menntuðum kennurum er óviðunandi. Samband íslenskra sveitafélaga er í kjaraviðræðum við okkur og framkoman á sumum sviðum er ótrúleg. Prósentu hækkunin sem var samþykkt til að fresta verkföllum var jákvætt skref sem sýndi vilja sambandsins, í janúar var hinsvegar samþykkt að draga hana til baka. Launadeildir sveitafélaga fengu bréf þess efnis, en svo var hætt við á síðustu stundu, draga til baka jákvæða skrefið, næstum... hóta því? Eða hvað?. Orðræðan í kringum viðræðurnar hefur einnig verið furðuleg, „Vopnabúrið er tómt“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, erum við í stríði? Er þetta bardagi þar sem stærsta og öflugasta vopnið vinnur. Bæjarstjóri einn sagði í fréttum að launahækkunin muni hafa áhrif á allt starf bæjarins, skerðingu á annarri þjónustu. Var þetta hótun? Var þetta viljandi orðalag sem atar „okkur“ gegn „hinum“? Eru þetta einu möguleikarnir? Notum þá þessa orðræðu, ég er tilbúin til að berjast fyrir mínum kjörum og hag. Ég mun beita þeim vopnum sem ég hef til að sýna fram á mikilvægi starfs míns og kollega minna um allt land. Ég mun beita allra vopna sem ég finn í „vopnabúrinu“ mínu til þess. Ég berst fyrir börnunum sem eru í minni umsjá og mikilvægi þess að þeir sem starfa í skólakerfinu hafi fræðin og þekkingu á þroska barna í „vopnabúri“ sínu. Hingað til hef ég talað um leikskólatöskuna mína og þá þekkingu sem námið, lestur greina og bóka, og námskeið hafa safnast í hana, en kannski á vopnabúr betur við? Kennarastéttin á Íslandi er stór en hefur alltaf þurft að útskýra eða afsaka stöðu sína og þarfir, er það okkar akkilesarhæll? Eða er það stolt þjóðar?. Viðhorfið þarf að breytast, orðræðan þarf að breytast, við erum ekki í stríði! Við vinnum saman með hag barna landsins að leiðarljósi og til þess að ég geti sinnt mínu starfi vel þarf ég menntun, endurmenntun, rými til skipulagsvinnu og öflugt lærdómssamfélag í kringum mig. Ég berst fyrir því að geta unnið mitt starf samviskusamlega OG að geta komið heim til mín og sinnt fjölskyldu, vinum og mér eins vel og ég get. Í dag er það ekki raunin, virðing fyrir starfinu er í lágmarki, skortur á fagþekkingu reynir á okkur sem hana hafa og viljann til að sinna hverju barni, hverri fjölskyldu eftir bestu getu. Að auki gera launin sjálfstæðu foreldri erfitt fyrir (ég fór nánar í það í pistli sem kom út í byrjun nóvember), því öll viljum við börnunum okkar það besta. Ég vil barninu mínu það besta, en ég vil líka barninu þínu það besta. Ég vil breytta orðræðu er kemur að menntamálum landsins. Ég vil vera metin að verðleikum. Tilvistarkreppa eða barátta fyrir tilvist. Höfundur er leikskólakennari.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun