ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 19:45 Alþýðusambandið segir ræstingafyrirtæki níðast á þeim hópi launafólks sem sé í erfiðustu stöðu hér á landi. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks. Það krefst þess að ræstingafyrirtæki greiði starfsmönnum sínum í samræmi við gerðakjarasamninga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér í kvöld. Þar segir að stéttarfélög víðsvegar um land hafi borist fregnir af því síðasta haust að fyrirtækið Dagar hf., sem hefur tæplega helmingshlutdeild á ræstingamarkaði, væri tekið að lækka laun starfsfólks síns um tuttugu prósent. Á næstu misserum hafi fréttir borist af því að fleiri fyrirtæki væru tekin upp á því sama. Aðgerðir SA dapurlegar Við gerð kjarasamninga Starfsgreinasambandi Íslands, Eflingu og Samtaka atvinnulífsins, var samið um að bæta launakjör ræstingafólks. Þau fengju aukna hækkun um tvo launaflokka auk mánaðarlegs ræstingaauka sem nam 11,9 prósentum að lokinni gildistöku. „Eins og margoft hefur komið fram, er það skýr afstaða ASÍ, SGS og Eflingar að sú launalækkun sem deilt er um hér, er ekki lækkun launa umfram lágmarkstaxta heldur eins og rakið hefur verið, lækkun kjarasamningsbundinna launa. Dapurlegt er því að horfa upp á Samtök atvinnulífsins samþykkja og styðja við þá ákvörðun stjórnenda fyrirtækjanna að lækka laun til að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri,“ segir í tilkynningu Alþýðusambandsins. Fram kemur að Dagar hf. hafi ráðið starfsfólk sitt í svokallaða tímamælda ákvæðisvinnu. Hún gengur út á það að starfsmaður fái greitt fyrir ákveðin verkefni út frá áætluðum tímafjölda. Verkefnið sé þannig mælt upp og heildartíminn ákvarðaður sem slíkt verkefni muni taka. Almennur hraði miðast við 100 í vinnutakt. „Eftir kjarasamningsgerð vorið 2024 var starfsfólki í tímamældri ákvæðisvinnu gert að taka á sig launalækkun sem nemur þeim 20% sem voru tilkomin vegna ákvæðisvinnunnar. Starfsfólki er tjáð að það hafi notið yfirborgunar þrátt fyrir að ekkert slíkt hafi verið gefið til kynna enda var starfsfólk ráðið með skýrum hætti í ákvæðisvinnu og í engu var slakað á kröfum um vinnuhraða, þvert á móti. Þá liggur fyrir að vinnufyrirkomulagi var ekki breytt eftir að launakjörum hafði verið breytt,“ segir í tilkynningunni. Útvistunarvegferð komin í óefni Þar segir jafnframt að útvistunarvegferð hafi hafist upp úr aldamótum og að hún sé komin á algjört óefni. „Ríki og sveitarfélög hafa veitt útvistun starfa einbeitta forystu. Tilefnið er jafnan hið sama: krafa um sparnað í rekstri ríkis og sveitarfélaga. Og hvar er valið að knýja fram sparnaðinn? Jú, í röðum kvenna sem lægst hafa launin og vinna erfiðustu störfin!“ segir í tilkynningu ASÍ. „Langstærsti hluti launakrafna stéttarfélaga vegna vangreiddra launa er fyrir hönd innflytjenda og verður ekki annað ályktað en margir atvinnurekendur telji sjálfsagt að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart þessu aðflutta launafólki. Með ólíkindum er að ríki og sveitarfélög hafi forystu um að búa í haginn fyrir slíka misneytingu.“ Alþýðusambandið segist fordæma framgöngu Daga og annarra fyrirtækja sem ákveðið hafa að auka enn hagnað sinn með því að „níðast á þeim hópum launafólks sem fullyrða má að eru í erfiðustu stöðu hér á landi.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 ASÍ Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér í kvöld. Þar segir að stéttarfélög víðsvegar um land hafi borist fregnir af því síðasta haust að fyrirtækið Dagar hf., sem hefur tæplega helmingshlutdeild á ræstingamarkaði, væri tekið að lækka laun starfsfólks síns um tuttugu prósent. Á næstu misserum hafi fréttir borist af því að fleiri fyrirtæki væru tekin upp á því sama. Aðgerðir SA dapurlegar Við gerð kjarasamninga Starfsgreinasambandi Íslands, Eflingu og Samtaka atvinnulífsins, var samið um að bæta launakjör ræstingafólks. Þau fengju aukna hækkun um tvo launaflokka auk mánaðarlegs ræstingaauka sem nam 11,9 prósentum að lokinni gildistöku. „Eins og margoft hefur komið fram, er það skýr afstaða ASÍ, SGS og Eflingar að sú launalækkun sem deilt er um hér, er ekki lækkun launa umfram lágmarkstaxta heldur eins og rakið hefur verið, lækkun kjarasamningsbundinna launa. Dapurlegt er því að horfa upp á Samtök atvinnulífsins samþykkja og styðja við þá ákvörðun stjórnenda fyrirtækjanna að lækka laun til að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri,“ segir í tilkynningu Alþýðusambandsins. Fram kemur að Dagar hf. hafi ráðið starfsfólk sitt í svokallaða tímamælda ákvæðisvinnu. Hún gengur út á það að starfsmaður fái greitt fyrir ákveðin verkefni út frá áætluðum tímafjölda. Verkefnið sé þannig mælt upp og heildartíminn ákvarðaður sem slíkt verkefni muni taka. Almennur hraði miðast við 100 í vinnutakt. „Eftir kjarasamningsgerð vorið 2024 var starfsfólki í tímamældri ákvæðisvinnu gert að taka á sig launalækkun sem nemur þeim 20% sem voru tilkomin vegna ákvæðisvinnunnar. Starfsfólki er tjáð að það hafi notið yfirborgunar þrátt fyrir að ekkert slíkt hafi verið gefið til kynna enda var starfsfólk ráðið með skýrum hætti í ákvæðisvinnu og í engu var slakað á kröfum um vinnuhraða, þvert á móti. Þá liggur fyrir að vinnufyrirkomulagi var ekki breytt eftir að launakjörum hafði verið breytt,“ segir í tilkynningunni. Útvistunarvegferð komin í óefni Þar segir jafnframt að útvistunarvegferð hafi hafist upp úr aldamótum og að hún sé komin á algjört óefni. „Ríki og sveitarfélög hafa veitt útvistun starfa einbeitta forystu. Tilefnið er jafnan hið sama: krafa um sparnað í rekstri ríkis og sveitarfélaga. Og hvar er valið að knýja fram sparnaðinn? Jú, í röðum kvenna sem lægst hafa launin og vinna erfiðustu störfin!“ segir í tilkynningu ASÍ. „Langstærsti hluti launakrafna stéttarfélaga vegna vangreiddra launa er fyrir hönd innflytjenda og verður ekki annað ályktað en margir atvinnurekendur telji sjálfsagt að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart þessu aðflutta launafólki. Með ólíkindum er að ríki og sveitarfélög hafi forystu um að búa í haginn fyrir slíka misneytingu.“ Alþýðusambandið segist fordæma framgöngu Daga og annarra fyrirtækja sem ákveðið hafa að auka enn hagnað sinn með því að „níðast á þeim hópum launafólks sem fullyrða má að eru í erfiðustu stöðu hér á landi.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 ASÍ Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira