Traustið við frostmark Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. febrúar 2025 09:39 Einar Þorsteinsson sprengdi meirihlutann í byrjun mánaðar. Vísir/Vilhelm Talsverðar breytingar eru milli ára á trausti Íslendinga til stofnana. Traust til borgarstjórnar hefur ekki verið jafnlítið síðan 2008. Traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist mest milli ára meðan traust til embætti forseta Íslands tekur stærstu dýfuna. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp um traust almennings til opinberra stofnana. Slíkt traust hefur verið kannað hjá Gallúp um árabil og eru elstu mælingar frá 1993. Listinn er þó ekki tæmandi enda nær hann bara yfir fjórtán stofnanir. Könnunin var gerð 7. til 16. febrúar og var fólk spurt „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til...?“. Hér má sjá þróunina frá árinu 2008.Gallup Langflestir bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar en minnkar það þó um fimm prósentustig milli ára. Þar á eftir koma Lögreglan og Háskóli Íslands en sjö af hverjum tíu bera mikið traust til þeirra. Traust á heilbrigðiskerfið eykst um sex prósentustig milli ára, fer úr 57 prósentum í 63 prósent. Embætti forseta Íslands nýtur mikils trausts hjá sex af hverjum tíu Íslendingum en fellur þó um heil tólf prósentustig milli ára. Stóra breytan þar er sú að síðasta sumar voru forsetakosningar og Halla Tómasdóttir tók við af Guðna Th. Jóhannessyni sem hafði notið mikilla vinsælda. Setning Alþingis í febrúar. Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Guðrún Karls Helgadóttir Biskup Íslands tóku báðar við embættum sínum í fyrra. Traust til forsetaembættisins minnkar milli ára meðan traust til þjóðkirkjunnar eykst.Vísir/Vilhelm Nokkrir hástökkvarar Rúmur helmingur, 53 prósent, ber mikið traust til umboðsmanns Alþingis og fer það úr 47 prósentum í fyrra. Kristín Benediktsdóttir tók við embættinu í fyrra af Skúla Magnússyni, sem tók síðan sæti við Hæstarétt Íslands. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Þessu er öfugt farið hjá ríkissáttasemjara þar sem traust til embættisins minnkar um fimm prósentustig milli ára. Um 49 prósent segjast bera mikið traust til ríkissáttasemjara. Ástráður Haraldsson situr í því embætti og hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði við að reyna að miðla málum í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Um 45 prósent bera mikið traust til dómkerfisins og eykst það um sex prósentustig milli ára. Þá eykst traust til Seðlabankans töluvert, fer úr 32 prósentum í 43 prósent. Vafalaust spilar þar inn í að Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um 1,25 prósentustig síðustu mánuði og verðbólga hjaðnað á sama tíma. Jafnmargir bera mikið traust til þjóðkirkjunnar sem stekkur upp um sextán prósentustig frá síðustu mælingu. Guðrún Karls Helgadóttir tók við embætti biskups síðasta sumar af Agnesi M. Sigurðardóttur sem þótti nokkuð umdeild. Traust til þjóðkirkjunnar hefur ekki mælst hærra í sautján ár. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, séra Guðrún Karls Helgudóttir og frú Agnes M. Sigurðardóttir.Vísir/Vilhelm Umdeildustu stofnanirnar Tæplega 38 prósent bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er sex prósentustigum færra en í fyrra. Undanfarna mánuði hefur verið töluverður fréttaflutningur um ósætti milli ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.vísir/vilhelm/arnar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari yrði leystur frá störfum í kjölfar ummæla hans um hælisleitendur í fyrra. Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hafnaði því. Ríkissaksóknari lýsti vararíkissaksóknara svo vanhæfan í lok síðasta árs þegar sá síðarnefndi snéri til baka eftir hálfs árs leyfi. Hann hefur ekki fengið úthlutað verkefnum síðan þá. Alþingi nýtur mikils trausts um 34 prósents landsmanna sem er sjö prósentustigum fleiri en í síðustu mælingu. Alþingiskosningar fóru fram í nóvember síðastliðnum og kom nýtt Alþingi saman í byrjun febrúar. Traust til bankakerfisins eykst um fjögur prósentustig milli ára, um 21 prósent landsmanna bera mikið traust til bankakerfisins. Borgarstjórn Reykjavíkur skrapar botninn og minnkar traust til hennar um tíu prósentustig. Nú bera um níu prósent mikið traust til borgarstjórnar og hefur það ekki mælst jafn lítið hásíðan árið 2008. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í byrjun mánaðar og hafa viðræður um myndun nýs meirihluta staðið yfir síðan. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar í Reykjavík, sprengdi meirihlutann í byrjun mánaðar og endar sennilega í minnihluta.Vísir/Einar Forseti Íslands Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Þjóðkirkjan Landhelgisgæslan Alþingi Seðlabankinn Skoðanakannanir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp um traust almennings til opinberra stofnana. Slíkt traust hefur verið kannað hjá Gallúp um árabil og eru elstu mælingar frá 1993. Listinn er þó ekki tæmandi enda nær hann bara yfir fjórtán stofnanir. Könnunin var gerð 7. til 16. febrúar og var fólk spurt „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til...?“. Hér má sjá þróunina frá árinu 2008.Gallup Langflestir bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar en minnkar það þó um fimm prósentustig milli ára. Þar á eftir koma Lögreglan og Háskóli Íslands en sjö af hverjum tíu bera mikið traust til þeirra. Traust á heilbrigðiskerfið eykst um sex prósentustig milli ára, fer úr 57 prósentum í 63 prósent. Embætti forseta Íslands nýtur mikils trausts hjá sex af hverjum tíu Íslendingum en fellur þó um heil tólf prósentustig milli ára. Stóra breytan þar er sú að síðasta sumar voru forsetakosningar og Halla Tómasdóttir tók við af Guðna Th. Jóhannessyni sem hafði notið mikilla vinsælda. Setning Alþingis í febrúar. Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Guðrún Karls Helgadóttir Biskup Íslands tóku báðar við embættum sínum í fyrra. Traust til forsetaembættisins minnkar milli ára meðan traust til þjóðkirkjunnar eykst.Vísir/Vilhelm Nokkrir hástökkvarar Rúmur helmingur, 53 prósent, ber mikið traust til umboðsmanns Alþingis og fer það úr 47 prósentum í fyrra. Kristín Benediktsdóttir tók við embættinu í fyrra af Skúla Magnússyni, sem tók síðan sæti við Hæstarétt Íslands. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Þessu er öfugt farið hjá ríkissáttasemjara þar sem traust til embættisins minnkar um fimm prósentustig milli ára. Um 49 prósent segjast bera mikið traust til ríkissáttasemjara. Ástráður Haraldsson situr í því embætti og hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði við að reyna að miðla málum í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Um 45 prósent bera mikið traust til dómkerfisins og eykst það um sex prósentustig milli ára. Þá eykst traust til Seðlabankans töluvert, fer úr 32 prósentum í 43 prósent. Vafalaust spilar þar inn í að Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um 1,25 prósentustig síðustu mánuði og verðbólga hjaðnað á sama tíma. Jafnmargir bera mikið traust til þjóðkirkjunnar sem stekkur upp um sextán prósentustig frá síðustu mælingu. Guðrún Karls Helgadóttir tók við embætti biskups síðasta sumar af Agnesi M. Sigurðardóttur sem þótti nokkuð umdeild. Traust til þjóðkirkjunnar hefur ekki mælst hærra í sautján ár. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, séra Guðrún Karls Helgudóttir og frú Agnes M. Sigurðardóttir.Vísir/Vilhelm Umdeildustu stofnanirnar Tæplega 38 prósent bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er sex prósentustigum færra en í fyrra. Undanfarna mánuði hefur verið töluverður fréttaflutningur um ósætti milli ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.vísir/vilhelm/arnar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari yrði leystur frá störfum í kjölfar ummæla hans um hælisleitendur í fyrra. Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hafnaði því. Ríkissaksóknari lýsti vararíkissaksóknara svo vanhæfan í lok síðasta árs þegar sá síðarnefndi snéri til baka eftir hálfs árs leyfi. Hann hefur ekki fengið úthlutað verkefnum síðan þá. Alþingi nýtur mikils trausts um 34 prósents landsmanna sem er sjö prósentustigum fleiri en í síðustu mælingu. Alþingiskosningar fóru fram í nóvember síðastliðnum og kom nýtt Alþingi saman í byrjun febrúar. Traust til bankakerfisins eykst um fjögur prósentustig milli ára, um 21 prósent landsmanna bera mikið traust til bankakerfisins. Borgarstjórn Reykjavíkur skrapar botninn og minnkar traust til hennar um tíu prósentustig. Nú bera um níu prósent mikið traust til borgarstjórnar og hefur það ekki mælst jafn lítið hásíðan árið 2008. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í byrjun mánaðar og hafa viðræður um myndun nýs meirihluta staðið yfir síðan. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar í Reykjavík, sprengdi meirihlutann í byrjun mánaðar og endar sennilega í minnihluta.Vísir/Einar
Forseti Íslands Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Þjóðkirkjan Landhelgisgæslan Alþingi Seðlabankinn Skoðanakannanir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira