Víkingar kæmust í 960 milljónir Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2025 12:31 Víkingar fögnuðu fræknum og sögulegum sigri gegn Panathinaikos fyrir viku. Hvað gerist í kvöld? Getty/Ville Vuorinen Ef Víkingum tekst að skrá enn einn nýja kaflann í fótboltasögu Íslands í kvöld, með því að slá út gríska stórveldið Panathinaikos, verður félagið búið að tryggja sér hátt í 960 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA. Umtalsverður kostnaður hefur fylgt þátttöku Víkinga í Evrópuævintýri þeirra en leikurinn í kvöld verður fjórtándi leikur þeirra í Sambandsdeildinni, eftir að ferðalagið hófst með tveimur leikjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í júlí í fyrra. Við þetta bætist svo mikill kostnaður við að halda heimaleik erlendis, gegn Panathinaikos í Helsinki í síðustu viku, og dvölina í Aþenu síðan þá, þó að mögulegt sé að Víkingum verði bættur upp sá kostnaður vegna þess aðstöðuleysis sem er hér á landi. Burtséð frá því er alveg ljóst að Víkingar hafa tryggt sér hærri tekjur frá UEFA en nokkurt íslenskt félag hefur áður séð. Jafnvel þó að Víkingur félli úr keppni í kvöld þá hefur félagið þegar tryggt sér rúmar 840 milljónir króna. Gætu bætt við hátt í 120 milljónum í dag Mestu munar um að hafa komist í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en því fylgdu 3.170.000 evrur, eða jafnvirði hátt í hálfs milljarðs króna. Víkingar fengu svo til að mynda meira en eina milljón evra fyrir að ná tveimur sigrum og tveimur jafnteflum í deildarkeppninni, og 583.081 evrur fyrir að enda þar í 19. sæti. Fyrir að slá út Panathinaikos og komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar fást 800.000 evrur, sem í dag jafngildir um 117 milljónum króna. Sigurliðið í einvíginu mun svo spila við Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem þó er meiddur, eða Rapid Vín í 16-liða úrslitunum. Víkingar þyrftu þá væntanlega aftur að leita út fyrir landsteinana til að geta spilað heimaleik sinn, með tilheyrandi kostnaði. Næstu bikarmeistarar njóta góðs af Engin peningaverðlaun fengust fyrir 2-1 sigur Víkinga í síðustu viku en hann hjálpaði hins vegar við að koma Íslandi enn hærra á styrkleikalista UEFA sem ræður því hvaða Evrópusæti hver þjóð hlýtur. Magnaður árangur Víkinga hefur fært Ísland upp fyrir ákveðið strik, í 33. sæti, og það þýðir að næstu bikarmeistarar munu að öllum líkindum fara í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar. 🇮🇪 Republic of Ireland have mathematically secured the Top 33 place and spot in the Europa League - QR1!🇮🇸 Iceland favoured to finish Top 33!🇧🇦 Bosnia and Herzegovina can still move up to 33rd and secure spot in the Europa League - QR1*.*34th enough with Russia suspended. pic.twitter.com/BFBt0YT0ue— Football Rankings (@FootRankings) February 14, 2025 Það eina sem gæti breytt því er ef að friður kæmist á í Úkraínu og Rússar yrðu boðnir velkomnir aftur af UEFA, og Borac Banja Luka tækist að slá út Olimpija Ljubljana í kvöld og gera góða hluti í 16-liða úrslitunum því það gæti skilað Bosníu upp fyrir Ísland. Leikur Panathinaikos og Víkings hefst klukkan 20 í kvöld að íslenskum tíma. Leikurinn er sýndur á Vodafone Sport og Viaplay en útsending hefst klukkan 19:45. Vísir fjallar ítarlega um leikinn í dag og í kvöld. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira
Umtalsverður kostnaður hefur fylgt þátttöku Víkinga í Evrópuævintýri þeirra en leikurinn í kvöld verður fjórtándi leikur þeirra í Sambandsdeildinni, eftir að ferðalagið hófst með tveimur leikjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í júlí í fyrra. Við þetta bætist svo mikill kostnaður við að halda heimaleik erlendis, gegn Panathinaikos í Helsinki í síðustu viku, og dvölina í Aþenu síðan þá, þó að mögulegt sé að Víkingum verði bættur upp sá kostnaður vegna þess aðstöðuleysis sem er hér á landi. Burtséð frá því er alveg ljóst að Víkingar hafa tryggt sér hærri tekjur frá UEFA en nokkurt íslenskt félag hefur áður séð. Jafnvel þó að Víkingur félli úr keppni í kvöld þá hefur félagið þegar tryggt sér rúmar 840 milljónir króna. Gætu bætt við hátt í 120 milljónum í dag Mestu munar um að hafa komist í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en því fylgdu 3.170.000 evrur, eða jafnvirði hátt í hálfs milljarðs króna. Víkingar fengu svo til að mynda meira en eina milljón evra fyrir að ná tveimur sigrum og tveimur jafnteflum í deildarkeppninni, og 583.081 evrur fyrir að enda þar í 19. sæti. Fyrir að slá út Panathinaikos og komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar fást 800.000 evrur, sem í dag jafngildir um 117 milljónum króna. Sigurliðið í einvíginu mun svo spila við Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem þó er meiddur, eða Rapid Vín í 16-liða úrslitunum. Víkingar þyrftu þá væntanlega aftur að leita út fyrir landsteinana til að geta spilað heimaleik sinn, með tilheyrandi kostnaði. Næstu bikarmeistarar njóta góðs af Engin peningaverðlaun fengust fyrir 2-1 sigur Víkinga í síðustu viku en hann hjálpaði hins vegar við að koma Íslandi enn hærra á styrkleikalista UEFA sem ræður því hvaða Evrópusæti hver þjóð hlýtur. Magnaður árangur Víkinga hefur fært Ísland upp fyrir ákveðið strik, í 33. sæti, og það þýðir að næstu bikarmeistarar munu að öllum líkindum fara í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar. 🇮🇪 Republic of Ireland have mathematically secured the Top 33 place and spot in the Europa League - QR1!🇮🇸 Iceland favoured to finish Top 33!🇧🇦 Bosnia and Herzegovina can still move up to 33rd and secure spot in the Europa League - QR1*.*34th enough with Russia suspended. pic.twitter.com/BFBt0YT0ue— Football Rankings (@FootRankings) February 14, 2025 Það eina sem gæti breytt því er ef að friður kæmist á í Úkraínu og Rússar yrðu boðnir velkomnir aftur af UEFA, og Borac Banja Luka tækist að slá út Olimpija Ljubljana í kvöld og gera góða hluti í 16-liða úrslitunum því það gæti skilað Bosníu upp fyrir Ísland. Leikur Panathinaikos og Víkings hefst klukkan 20 í kvöld að íslenskum tíma. Leikurinn er sýndur á Vodafone Sport og Viaplay en útsending hefst klukkan 19:45. Vísir fjallar ítarlega um leikinn í dag og í kvöld.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira