Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2025 11:41 Kfir Bibas var níu mánaða þegar honum og fjölskyldu hans var rænt. AP Meðlimir Hamas-samtakanna afhentu starfsmönnum Rauða krossins lík fjögurra ísraelskra gísla í morgun. Þar á meðal voru lík Kfir og Ariel Bibas, yngstu gíslanna sem Hamas-liðar tóku í Ísrael þann 7. október 2023. Kfir var níu mánaða þegar þeim var rænt. Auk þeirra voru afhent lík móður þeirra, Shiri Bigas og lík Oded Lifschitz. Þegar kisturnar voru afhentar hernum var gerð sprengjuleit í þeim og þær svo fluttar inn í Ísrael, samkvæmt frétt Reuters. Hamas segir Bigas-mæðginin og Lifschitz hafa dáið í loftárás Ísraela í nóvember 2023 en dauði þeirra var aldrei staðfestur af yfirvöldum í Ísrael. Föður drengjanna, Yarden Bibas, var sleppt úr haldi Hamas fyrr í þessum mánuði. Fangaskiptin eru liður í vopnahléssamkomulagi Hamas og Ísraela sem felur í sér að þeir skiptast á föngum í nokkrum fösum. Búið er að sleppa nítján Ísraelum, fyrir daginn í dag, og fimm Taílendingum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hamas afhendir lík gísla í skiptunum en talið er að þeir haldi töluverðum fjölda látinna Ísraela. Hamas-liðar eru taldir halda um sextíu gíslum en um helmingur þeirra er talinn látinn. Einnig stendur til að sleppa sex lifandi gíslum á laugardaginn. Í staðinn munu Ísraelar sleppa fjölda Palestínumanna úr haldi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga, að mestu konum og börnum. Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði en það að viðræður um næsta fasa séu ekki byrjaðar hefur meðal annars verið rakið til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að Bandaríkjamenn vilji taka yfir Gasaströndina, og vísa íbúum á brott. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að um 48 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela en stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. 18. febrúar 2025 09:40 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. 15. febrúar 2025 10:01 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Kfir var níu mánaða þegar þeim var rænt. Auk þeirra voru afhent lík móður þeirra, Shiri Bigas og lík Oded Lifschitz. Þegar kisturnar voru afhentar hernum var gerð sprengjuleit í þeim og þær svo fluttar inn í Ísrael, samkvæmt frétt Reuters. Hamas segir Bigas-mæðginin og Lifschitz hafa dáið í loftárás Ísraela í nóvember 2023 en dauði þeirra var aldrei staðfestur af yfirvöldum í Ísrael. Föður drengjanna, Yarden Bibas, var sleppt úr haldi Hamas fyrr í þessum mánuði. Fangaskiptin eru liður í vopnahléssamkomulagi Hamas og Ísraela sem felur í sér að þeir skiptast á föngum í nokkrum fösum. Búið er að sleppa nítján Ísraelum, fyrir daginn í dag, og fimm Taílendingum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hamas afhendir lík gísla í skiptunum en talið er að þeir haldi töluverðum fjölda látinna Ísraela. Hamas-liðar eru taldir halda um sextíu gíslum en um helmingur þeirra er talinn látinn. Einnig stendur til að sleppa sex lifandi gíslum á laugardaginn. Í staðinn munu Ísraelar sleppa fjölda Palestínumanna úr haldi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga, að mestu konum og börnum. Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði en það að viðræður um næsta fasa séu ekki byrjaðar hefur meðal annars verið rakið til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að Bandaríkjamenn vilji taka yfir Gasaströndina, og vísa íbúum á brott. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að um 48 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela en stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. 18. febrúar 2025 09:40 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. 15. febrúar 2025 10:01 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. 18. febrúar 2025 09:40
Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31
Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. 15. febrúar 2025 10:01