Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar 25. febrúar 2025 08:03 Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma? Við svona tímamót er hollt að líta bæði fram og aftur í tíma. Miklar framfarir hafa orðið á þessum 25 árum og tækninni fleygir fram. Gervigreindin er gjarnan kölluð fimmta iðnbyltingin og standa líkur til að hún verði sú áhrifamesta í sögunni. Öflugri tölvur, meiri reiknigeta og möguleg tenging við mannsheilann er framtíðarsýn sem mun bjóða upp á bæði áskoranir og mikil tækifæri. Hvernig er Ísland í stakk búið að takast á við slíkar breytingar? Við erum dugleg að framleiða Landsframleiðsla á mann á Íslandi er nú með því hæsta sem gerist. Er hún svipuð og í Danmörku, 30% hærri en í Frakklandi og í Evrópusambandinu og þrefalt hærri en meðaltalið á heimsvísu. Ísland er í 6. sæti í heiminum hvað þennan mælikvarða varðar og á sama stað hvað það varðar og árið 2000, þó svo að landsframleiðslan á mann hafi hækkað um 146% í dollurum talið. Þá er útlitið einnig nokkuð gott þegar við horfum fram á við. Miklar fjárfestingar eru framundan í innviðum, landeldi og orkuskiptum og einnig er mikill þróttur í hugverkageiranum. Ljóst er að til að Ísland viðhaldi samkeppnishæfni þarf einnig að huga vel að innviðum, hvort sem það er í orku, fjarskiptum eða samgöngum. Þar felast fjölmörg tækifæri fyrir hið opinbera og einkaaðila til að taka höndum saman. Er kökunni rétt skipt? Í efnahagslegu tilliti er mikilvægt að kraftur sé í landsframleiðslunni og að kakan sé sem stærst. Í félagslegu tilliti er einnig mikilvægt að kökunni sé skipt á sanngjarnan hátt. Gini-stuðullinn svokallaði mælir tekjujöfnuð í löndum og er ójöfnuður minni eftir því sem stuðullinn er lægri. Ísland hefur það sem af er þessari öld ávallt verið meðal þeirra þjóða sem búa við hvað minnstan tekjuójöfnuð. Það er einnig athyglisvert að stuðullinn hefur nánast ekkert breyst frá 2003 – ójöfnuður hefur því ekki aukist þrátt fyrir að landsframleiðsla á mann hafi hækkað mikið. Ísland lánar útlöndum Að mínu mati er athyglisverðasta breytingin á efnahagsstærðum ótrúleg bæting á nettó eignastöðu landsins. Um síðustu aldamót skuldaði þjóðin umfram eignir erlendis og nam munurinn 62% af landsframleiðslu. Í lok þriðja ársfjórðungs 2024 vorum við hins vegar komin í plús 40% af landsframleiðslu. Eru eignir Íslendinga umfram skuldir nú um 1.700 milljarðar króna, eða um 4,5 milljónir á hvern landsmann. Eignamyndunin á þessu tímabili hefur því verið ótrúlega hröð og endurspeglar gjörbreytta efnahagsstöðu landins á mjög stuttum tíma í sögulegu tilliti. Er þetta náttúrulega tilkomið vegna krafts í útflutningsgreinum landsins og þar á meðal miklum vexti í ferðaþjónustu. Á undanförnum árum höfum við einnig séð vöxt í tækni- og hugverkaiðnaði og er sá geiri að taka framúr sjávarútvegi hvað varðar útflutningsverðmæti. Þar hafa fjölmörg öflug fyrirtæki sprottið upp þar sem íslenskt hugvit nýtist á alþjóðavettvangi. Má þar til dæmis nefna einhyrninginn Kerecis, Sidekick Health og Alvotech. Kraftmikið fólk í íslensku atvinnulífi keyrir áfram hagvöxt og atvinnusköpun um allt land. Það er ljóst að 21. öldin mun einkennast af miklum tæknibreytingum og áskorunum og tækifærum sem tengjast þeim. Það er gott til þess að hugsa að efnahagsleg staða Íslands er sterk og þjóðin því vel í stakk búin til að taka virkan þátt í þeirri þróun. Fyrsti fjórðungur aldarinnar var góður og sá næsti verður vonandi enn betri. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma? Við svona tímamót er hollt að líta bæði fram og aftur í tíma. Miklar framfarir hafa orðið á þessum 25 árum og tækninni fleygir fram. Gervigreindin er gjarnan kölluð fimmta iðnbyltingin og standa líkur til að hún verði sú áhrifamesta í sögunni. Öflugri tölvur, meiri reiknigeta og möguleg tenging við mannsheilann er framtíðarsýn sem mun bjóða upp á bæði áskoranir og mikil tækifæri. Hvernig er Ísland í stakk búið að takast á við slíkar breytingar? Við erum dugleg að framleiða Landsframleiðsla á mann á Íslandi er nú með því hæsta sem gerist. Er hún svipuð og í Danmörku, 30% hærri en í Frakklandi og í Evrópusambandinu og þrefalt hærri en meðaltalið á heimsvísu. Ísland er í 6. sæti í heiminum hvað þennan mælikvarða varðar og á sama stað hvað það varðar og árið 2000, þó svo að landsframleiðslan á mann hafi hækkað um 146% í dollurum talið. Þá er útlitið einnig nokkuð gott þegar við horfum fram á við. Miklar fjárfestingar eru framundan í innviðum, landeldi og orkuskiptum og einnig er mikill þróttur í hugverkageiranum. Ljóst er að til að Ísland viðhaldi samkeppnishæfni þarf einnig að huga vel að innviðum, hvort sem það er í orku, fjarskiptum eða samgöngum. Þar felast fjölmörg tækifæri fyrir hið opinbera og einkaaðila til að taka höndum saman. Er kökunni rétt skipt? Í efnahagslegu tilliti er mikilvægt að kraftur sé í landsframleiðslunni og að kakan sé sem stærst. Í félagslegu tilliti er einnig mikilvægt að kökunni sé skipt á sanngjarnan hátt. Gini-stuðullinn svokallaði mælir tekjujöfnuð í löndum og er ójöfnuður minni eftir því sem stuðullinn er lægri. Ísland hefur það sem af er þessari öld ávallt verið meðal þeirra þjóða sem búa við hvað minnstan tekjuójöfnuð. Það er einnig athyglisvert að stuðullinn hefur nánast ekkert breyst frá 2003 – ójöfnuður hefur því ekki aukist þrátt fyrir að landsframleiðsla á mann hafi hækkað mikið. Ísland lánar útlöndum Að mínu mati er athyglisverðasta breytingin á efnahagsstærðum ótrúleg bæting á nettó eignastöðu landsins. Um síðustu aldamót skuldaði þjóðin umfram eignir erlendis og nam munurinn 62% af landsframleiðslu. Í lok þriðja ársfjórðungs 2024 vorum við hins vegar komin í plús 40% af landsframleiðslu. Eru eignir Íslendinga umfram skuldir nú um 1.700 milljarðar króna, eða um 4,5 milljónir á hvern landsmann. Eignamyndunin á þessu tímabili hefur því verið ótrúlega hröð og endurspeglar gjörbreytta efnahagsstöðu landins á mjög stuttum tíma í sögulegu tilliti. Er þetta náttúrulega tilkomið vegna krafts í útflutningsgreinum landsins og þar á meðal miklum vexti í ferðaþjónustu. Á undanförnum árum höfum við einnig séð vöxt í tækni- og hugverkaiðnaði og er sá geiri að taka framúr sjávarútvegi hvað varðar útflutningsverðmæti. Þar hafa fjölmörg öflug fyrirtæki sprottið upp þar sem íslenskt hugvit nýtist á alþjóðavettvangi. Má þar til dæmis nefna einhyrninginn Kerecis, Sidekick Health og Alvotech. Kraftmikið fólk í íslensku atvinnulífi keyrir áfram hagvöxt og atvinnusköpun um allt land. Það er ljóst að 21. öldin mun einkennast af miklum tæknibreytingum og áskorunum og tækifærum sem tengjast þeim. Það er gott til þess að hugsa að efnahagsleg staða Íslands er sterk og þjóðin því vel í stakk búin til að taka virkan þátt í þeirri þróun. Fyrsti fjórðungur aldarinnar var góður og sá næsti verður vonandi enn betri. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar