Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 10:00 Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Í dreifðari byggðum, þar sem samfélög eru minni og nánari, verður þessi auðlind enn mikilvægari. Hver einstaklingur skiptir enn meira máli og fer með mörg hlutverk, ekki aðeins sem starfsmaður heldur einnig sem virkur þátttakandi í félagslífi, íþróttastarfi og öðrum samfélagsverkefnum. Þegar fólk ákveður að flytja burt vegna óánægju í starfi eða vegna þess hvernig komið er fram við það, tapar samfélagið miklu meira en bara starfskrafti. Samfélagið missir hluta af sjálfu sér. Því það er fólkið sem mótar samfélagið og er hjarta og sál þess. Hið ósýnilega tap Í dreifðari byggðum gegna íbúar oft fjölmörgum hlutverkum sem gera samfélagið sterkara og líflegra. Einstaklingurinn sem starfar í leikskólanum er jafnframt þjálfari í fótbolta, sjálfboðaliði í björgunarsveitinni eða stjórnarmaður í kvenfélaginu. Þegar slíkur einstaklingur ákveður að flytja burt tapar samfélagið ekki aðeins hæfum starfskrafti heldur einnig öllum þeim félagsauði og framtaki sem viðkomandi hafði yfir að ráða. Þessi áhrif eru margföld. Í dreifbýli þar sem hver einstaklingur skiptir miklu máli getur minna framboð af sjálfboðaliðum og virkum þátttakendum dregið úr fjölbreytni í félagslífi og haft áhrif á lífsgæði allra íbúa. Keðjuverkun Óánægja í starfi er einn helsti áhrifaþátturinn þegar fólk ákveður að flytja burt úr sveitarfélagi. Ef starfsfólki finnst ekki komið fram við sig af virðingu eða það njóti ekki stuðnings frá vinnuveitendum eða sveitarfélaginu, eykst hættan á að það leiti betri tækifæra annars staðar. Þegar einstaklingur tekur þá ákvörðun að skipta um búsetu vegna slæmrar upplifunar á vinnustað getur það haft keðjuverkandi áhrif. Fjölskyldur fylgja oft á eftir, vinir endurmeta stöðu sína og jafnvel atvinnurekendur standa frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja starfsemi sína. Smátt og smátt veikist samfélagið, ekki aðeins vegna skorts á starfskröftum heldur líka vegna minnkandi félagslegrar þátttöku. Þekkingarleki – ósýnilegi kostnaðurinn Þegar einstaklingur flytur burt tekur hann með sér verðmæta þekkingu og reynslu sem hefur verið byggð upp í gegnum störf, sjálfboðaliðastarf og félagslíf. Þessi þekkingarleki er ósýnilegur kostnaður sem sveitarfélög finna fyrir en geta oft ekki mælt beint. Hversu mikils virði er grunnskólakennari með 15 ára reynslu sem einnig þjálfar þrjú íþróttalið? Hverju tapar samfélagið þegar fyrirtæki missir reyndan starfsmann sem var jafnframt virkur í félagasamtökum og stuðlaði að jákvæðri ímynd sveitarfélagsins? Samfélagið tapar alltaf miklu meira en það heldur. Sködduð ímynd sveitarfélaga Sveitarfélög geta eytt miklu fjármagni í auglýsingaherferðir til að laða að nýtt fólk, hvort sem það er til að manna stöður eða fá fjölskyldur til að setjast að. Glæsilegar myndir af náttúrunni, loforð um gott samfélag og spennandi tækifæri geta skapað jákvæða mynd út á við. En ef orðspor sveitarfélagsins hvað varðar mannauðsmál er ábótavant, þá verða þessar auglýsingar lítils virði. Það skaðar ímynd sveitarfélaga mest þegar neikvæðar fréttir um slæma mannauðsstefnu berast. Þegar sögur um óánægju starfsmanna, lélega stjórnun eða vanvirðingu í garð starfsfólks komast í hámæli, skapar það varanlegan skaða. Sveitarfélög þurfa að horfa á mannauðsmál sem lykilþátt í samfélagsuppbyggingu. Það dugar ekki að tryggja aðeins góða grunnþjónustu, það er ekki síður mikilvægt að hlúa að fólkinu sem sinnir henni. Rekstur sveitarfélaga eru nefnilega ekki eingöngu tölur í excel skjali. Sterk mannauðsstefna felur í sér virðingu fyrir starfsmönnum, hlustun á þeirra þarfir og raunverulega viðurkenningu á mikilvægi þeirra í samfélaginu. Þegar fólk finnur að því er treyst og að það skiptir máli, vex það í starfi og eflist sem þátttakandi í samfélaginu. Sveitarfélög sem setja mannauð í forgang byggja upp sterkari samfélög. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Í dreifðari byggðum, þar sem samfélög eru minni og nánari, verður þessi auðlind enn mikilvægari. Hver einstaklingur skiptir enn meira máli og fer með mörg hlutverk, ekki aðeins sem starfsmaður heldur einnig sem virkur þátttakandi í félagslífi, íþróttastarfi og öðrum samfélagsverkefnum. Þegar fólk ákveður að flytja burt vegna óánægju í starfi eða vegna þess hvernig komið er fram við það, tapar samfélagið miklu meira en bara starfskrafti. Samfélagið missir hluta af sjálfu sér. Því það er fólkið sem mótar samfélagið og er hjarta og sál þess. Hið ósýnilega tap Í dreifðari byggðum gegna íbúar oft fjölmörgum hlutverkum sem gera samfélagið sterkara og líflegra. Einstaklingurinn sem starfar í leikskólanum er jafnframt þjálfari í fótbolta, sjálfboðaliði í björgunarsveitinni eða stjórnarmaður í kvenfélaginu. Þegar slíkur einstaklingur ákveður að flytja burt tapar samfélagið ekki aðeins hæfum starfskrafti heldur einnig öllum þeim félagsauði og framtaki sem viðkomandi hafði yfir að ráða. Þessi áhrif eru margföld. Í dreifbýli þar sem hver einstaklingur skiptir miklu máli getur minna framboð af sjálfboðaliðum og virkum þátttakendum dregið úr fjölbreytni í félagslífi og haft áhrif á lífsgæði allra íbúa. Keðjuverkun Óánægja í starfi er einn helsti áhrifaþátturinn þegar fólk ákveður að flytja burt úr sveitarfélagi. Ef starfsfólki finnst ekki komið fram við sig af virðingu eða það njóti ekki stuðnings frá vinnuveitendum eða sveitarfélaginu, eykst hættan á að það leiti betri tækifæra annars staðar. Þegar einstaklingur tekur þá ákvörðun að skipta um búsetu vegna slæmrar upplifunar á vinnustað getur það haft keðjuverkandi áhrif. Fjölskyldur fylgja oft á eftir, vinir endurmeta stöðu sína og jafnvel atvinnurekendur standa frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja starfsemi sína. Smátt og smátt veikist samfélagið, ekki aðeins vegna skorts á starfskröftum heldur líka vegna minnkandi félagslegrar þátttöku. Þekkingarleki – ósýnilegi kostnaðurinn Þegar einstaklingur flytur burt tekur hann með sér verðmæta þekkingu og reynslu sem hefur verið byggð upp í gegnum störf, sjálfboðaliðastarf og félagslíf. Þessi þekkingarleki er ósýnilegur kostnaður sem sveitarfélög finna fyrir en geta oft ekki mælt beint. Hversu mikils virði er grunnskólakennari með 15 ára reynslu sem einnig þjálfar þrjú íþróttalið? Hverju tapar samfélagið þegar fyrirtæki missir reyndan starfsmann sem var jafnframt virkur í félagasamtökum og stuðlaði að jákvæðri ímynd sveitarfélagsins? Samfélagið tapar alltaf miklu meira en það heldur. Sködduð ímynd sveitarfélaga Sveitarfélög geta eytt miklu fjármagni í auglýsingaherferðir til að laða að nýtt fólk, hvort sem það er til að manna stöður eða fá fjölskyldur til að setjast að. Glæsilegar myndir af náttúrunni, loforð um gott samfélag og spennandi tækifæri geta skapað jákvæða mynd út á við. En ef orðspor sveitarfélagsins hvað varðar mannauðsmál er ábótavant, þá verða þessar auglýsingar lítils virði. Það skaðar ímynd sveitarfélaga mest þegar neikvæðar fréttir um slæma mannauðsstefnu berast. Þegar sögur um óánægju starfsmanna, lélega stjórnun eða vanvirðingu í garð starfsfólks komast í hámæli, skapar það varanlegan skaða. Sveitarfélög þurfa að horfa á mannauðsmál sem lykilþátt í samfélagsuppbyggingu. Það dugar ekki að tryggja aðeins góða grunnþjónustu, það er ekki síður mikilvægt að hlúa að fólkinu sem sinnir henni. Rekstur sveitarfélaga eru nefnilega ekki eingöngu tölur í excel skjali. Sterk mannauðsstefna felur í sér virðingu fyrir starfsmönnum, hlustun á þeirra þarfir og raunverulega viðurkenningu á mikilvægi þeirra í samfélaginu. Þegar fólk finnur að því er treyst og að það skiptir máli, vex það í starfi og eflist sem þátttakandi í samfélaginu. Sveitarfélög sem setja mannauð í forgang byggja upp sterkari samfélög. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra Skagafirði.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun