Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 24. febrúar 2025 15:30 Síðan árið 2022 hafa hafnarverkamenn staðið í ströngu í baráttu sinni við Eimskip og stéttarfélagið Eflingu. Markmið þeirra hefur verið að fá viðurkennt félag hafnarverkamanna sem lögmætan samningsaðila fyrir sína félagsmenn. Þessi barátta hefur verið löng og ströng, en hún hefur einnig sýnt styrk og samstöðu meðal verkamanna. Árið 2022 hófst baráttan þegar hafnarverkamenn áttuðu sig á því að hagsmunir þeirra voru ekki nægilega vel tryggðir í samningum sem Efling hafði gert fyrir þeirra hönd. Þeir töldu sig ekki hafa nægilegt vald til að hafa áhrif á samningaviðræður og ákváðu því að stofna sitt eigið félag. Þetta félag skyldi verða rödd þeirra í samningaviðræðum og tryggja að þeirra sjónarmið væru virt. Árin 2023 og 2024 voru krefjandi fyrir hafnarverkamennina. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná samkomulagi við Eimskip (SA) og Eflingu (ASI) stóðu þeir frammi fyrir hindrunum. Félagið þeirra var ekki viðurkennt sem lögmætur samningsaðili, og því var þeim neitað um þátttöku í formlegum samningaviðræðum. Í stað þess að láta deigan síga ákváðu hafnarverkamenn að leita réttar síns fyrir félagsdómi. Þar var talað um að forgangsréttarákvæði væri í samningum Eflingar og Eimskips sem gerði það að verkum að aðeins eitt stéttarfélag væri á starfsvæði Eimskips, sem er ekki rétt, því þar má finna VR, Eflingu, Rafiðn og fleiri. Ferlið fyrir félagsdómi hefur reynst langt og snúið. Þrátt fyrir að hafa gert þrjár tilraunir til að fá niðurstöðu hefur málið enn ekki verið leyst. Hins vegar er von á að dómur falli á morgun, sem gæti markað tímamót í baráttu hafnarverkamanna, en það er fjórða tilraun þeirra. Á meðan á þessu ferli stendur hafa hafnarverkamenn haldið uppi samstöðu og baráttuvilja. Þeir hafa staðið saman í mótmælum, skrifað greinar og haldið fundi til að vekja athygli á málstað sínum. Þeir hafa einnig leitað stuðnings frá almenningi og öðrum stéttarfélögum, sem hafa sýnt þeim samstöðu og stuðning. Ef dómurinn fellur þeim í hag á morgun gæti það orðið upphafið að nýjum kafla í sögu hafnarverkamanna. Það myndi ekki aðeins viðurkenna félag þeirra sem lögmætan samningsaðila, heldur einnig styrkja stöðu þeirra í framtíðarsamningaviðræðum. En ef málið fellur ekki með hafnarverkamönnum á morgun má með sanni segja að ekki þýði fyrir verkafólk að stofna stéttarfélag heldur aðeins atvinnurekendur, eins og hefur sýnt sig með SVEIT, sem deilur hafa staðið um núna í nokkrar vikur. Það er von mín og ósk að málið verði félag hafnarverkamanna í vil á morgun og þessi barátta, sem hefur verið undanfarin ár, beri árangur. Þetta myndi sýna atvinnurekendum að félagafrelsi er sannarlega til staðar á Íslandi og að ekki sé hægt að skipa fólki að vera í stéttarfélagi sem hentar vinnuveitendum betur. Hver svo sem niðurstaðan verður, þá mun félag hafnarverkamanna halda baráttunni áfram og greinahöfundur setja inn efni reglulega til að minna vinnuveitendur á þá staðreynd að saman erum við sterk. Höfundur er varaformaður Félags Hafnarverkamanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarmál Stéttarfélög Kjaramál Eimskip Sverrir Fannberg Júlíusson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Síðan árið 2022 hafa hafnarverkamenn staðið í ströngu í baráttu sinni við Eimskip og stéttarfélagið Eflingu. Markmið þeirra hefur verið að fá viðurkennt félag hafnarverkamanna sem lögmætan samningsaðila fyrir sína félagsmenn. Þessi barátta hefur verið löng og ströng, en hún hefur einnig sýnt styrk og samstöðu meðal verkamanna. Árið 2022 hófst baráttan þegar hafnarverkamenn áttuðu sig á því að hagsmunir þeirra voru ekki nægilega vel tryggðir í samningum sem Efling hafði gert fyrir þeirra hönd. Þeir töldu sig ekki hafa nægilegt vald til að hafa áhrif á samningaviðræður og ákváðu því að stofna sitt eigið félag. Þetta félag skyldi verða rödd þeirra í samningaviðræðum og tryggja að þeirra sjónarmið væru virt. Árin 2023 og 2024 voru krefjandi fyrir hafnarverkamennina. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná samkomulagi við Eimskip (SA) og Eflingu (ASI) stóðu þeir frammi fyrir hindrunum. Félagið þeirra var ekki viðurkennt sem lögmætur samningsaðili, og því var þeim neitað um þátttöku í formlegum samningaviðræðum. Í stað þess að láta deigan síga ákváðu hafnarverkamenn að leita réttar síns fyrir félagsdómi. Þar var talað um að forgangsréttarákvæði væri í samningum Eflingar og Eimskips sem gerði það að verkum að aðeins eitt stéttarfélag væri á starfsvæði Eimskips, sem er ekki rétt, því þar má finna VR, Eflingu, Rafiðn og fleiri. Ferlið fyrir félagsdómi hefur reynst langt og snúið. Þrátt fyrir að hafa gert þrjár tilraunir til að fá niðurstöðu hefur málið enn ekki verið leyst. Hins vegar er von á að dómur falli á morgun, sem gæti markað tímamót í baráttu hafnarverkamanna, en það er fjórða tilraun þeirra. Á meðan á þessu ferli stendur hafa hafnarverkamenn haldið uppi samstöðu og baráttuvilja. Þeir hafa staðið saman í mótmælum, skrifað greinar og haldið fundi til að vekja athygli á málstað sínum. Þeir hafa einnig leitað stuðnings frá almenningi og öðrum stéttarfélögum, sem hafa sýnt þeim samstöðu og stuðning. Ef dómurinn fellur þeim í hag á morgun gæti það orðið upphafið að nýjum kafla í sögu hafnarverkamanna. Það myndi ekki aðeins viðurkenna félag þeirra sem lögmætan samningsaðila, heldur einnig styrkja stöðu þeirra í framtíðarsamningaviðræðum. En ef málið fellur ekki með hafnarverkamönnum á morgun má með sanni segja að ekki þýði fyrir verkafólk að stofna stéttarfélag heldur aðeins atvinnurekendur, eins og hefur sýnt sig með SVEIT, sem deilur hafa staðið um núna í nokkrar vikur. Það er von mín og ósk að málið verði félag hafnarverkamanna í vil á morgun og þessi barátta, sem hefur verið undanfarin ár, beri árangur. Þetta myndi sýna atvinnurekendum að félagafrelsi er sannarlega til staðar á Íslandi og að ekki sé hægt að skipa fólki að vera í stéttarfélagi sem hentar vinnuveitendum betur. Hver svo sem niðurstaðan verður, þá mun félag hafnarverkamanna halda baráttunni áfram og greinahöfundur setja inn efni reglulega til að minna vinnuveitendur á þá staðreynd að saman erum við sterk. Höfundur er varaformaður Félags Hafnarverkamanna á Íslandi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun