Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2025 10:31 Nú er ég tiltölulega ungur kennari, þó ég sé kominn á fertugsaldurinn og með nokkuð stuttan kennsluferil. Flestir samkennara minna erum töluvert eldri. Þar sem ég er forvitinn að eðlisfari var nokkuð sem vakti forvitni mína varðandi kennarastarfið. Hvers vegna er aldursbilið svona mikið. Hvar eru allir hinir ungu kennararnir? Af hverju skortir jafn mikilvæg aðföng og kennara? Kempurnar á kennarastofunni svöruðu öll afdráttarlaust. Það er nóg til af kennurum. Það langar bara fæsta að vinna við það. Þetta kom svo flatt upp á mig að ég ákvað að hvort þessi fullyrðing ætti sér stoð í raunveruleikanum. Í framhaldinu renndi ég lauslega yfir tölur um brautskráða nemendur úr grunnskólafræðum og öðru sambærilegu námi Háskóla íslands ásamt því sem ég gat fundið í fljótu bragði frá hagstofu. Það sem kom í ljós var í sjálfu sér ekki óvænt. Árið 2023 störfuðu 5911 einstaklingar við kennslu í grunnskólum landsins. Af þeim voru 4805 með kennsluréttindi. Meðalaldur umræddra kennara var rétt sunnan við fimmtugt. Það gefur augaleið að það er engin blússandi sigling á endurnýjun í stéttinni. Frá því að gamli Kennó og Háskóli Íslands sameinuðust árið 2008 hafa brautskráðst þaðan rúmlega 2000 einstaklingar í grunnskólakennarafræðum eða öðru sambærilegu. Meginþorri þeirra útskrifaðist við upphaf eða lok þess tímabils. Á árunum 2009-2011 var framleiðni aðfanga mest, en þá brautskráðust rúmlega 900 mögulegir grunnskólakennarar. Líklegast voru allir að drífa sig að klára námið áður en dyrunum að þriggja ára náminu var skellt í lás. Næstu ár kúvendist svo hlutfall þeirra sem útskrifuðust, en næsta tæpa áratug framleiddum við eitthvað í kringum 600 kennara. Gróflega 60 á ári. Þessi þróun fór eitthvað öfugt ofan í stjórnvöld og þau gripu til ýmissa ráða til að sporna við þessu. Komdu að kenna var áberandi en skilaði þó tæplega fleiri útskrifuðum kennurum. Það var ekki fyrr en átakið Fjölgum kennurum 2019 með launuðu starfsnámi, hvatningarstyrk, vali á tveim námsleiðum og lagabreytingu um leyfisbréf þvert á skólastig að tölurnar byrjuðu að sniglast upp á við. Fyrstu tvö árin var brautskráning áfram dræm en svo fóru seglin að þenjast. Árin 2021-2023 brautskráðust samtals 537 svo loksins farið að glitta í tölur sem komust nálægt upphaflegri framleiðni. Það hefur þó ekki gengið að lokka bróðurpart brautskráðra til vinnu. Það gengur meira að segja brösuglega að fá ómenntaða einstaklinga til að brúa bilið. Kíkið bara auglýsingar á Alfreð.is Þá velti ég fyrir mér hversu margir þeirra sem brautskráðust hafi raunverulega skilað sér inn í kennslu. Mikill hluti nýliða virðist einhverra hluta vegna sjá sér betri farborða á öðrum vinnustöðum en grunnskólum. Og þá er ég bara að tala um vinnustaðina sem hið opinbera er með á snærum sér en ekki almenna markaðinn. Vinnustaðir sem bjóða upp á sambærileg laun og kjör eru til að mynda sundlaugar, félagsmiðstöðvar, vínbúðin, sambýli og búsetuúrræði fyrir fatlaða, skrifstofustörf hjá sveit og borg, ásamt ýmsum innivinnum hjá skóla-og frístundasviði í Borgartúni. Það er semsagt samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara. Og skólarnir eru því miður bara að tapa þeirri baráttu. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Kennaraverkfall 2024-25 Vinnumarkaður Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er ég tiltölulega ungur kennari, þó ég sé kominn á fertugsaldurinn og með nokkuð stuttan kennsluferil. Flestir samkennara minna erum töluvert eldri. Þar sem ég er forvitinn að eðlisfari var nokkuð sem vakti forvitni mína varðandi kennarastarfið. Hvers vegna er aldursbilið svona mikið. Hvar eru allir hinir ungu kennararnir? Af hverju skortir jafn mikilvæg aðföng og kennara? Kempurnar á kennarastofunni svöruðu öll afdráttarlaust. Það er nóg til af kennurum. Það langar bara fæsta að vinna við það. Þetta kom svo flatt upp á mig að ég ákvað að hvort þessi fullyrðing ætti sér stoð í raunveruleikanum. Í framhaldinu renndi ég lauslega yfir tölur um brautskráða nemendur úr grunnskólafræðum og öðru sambærilegu námi Háskóla íslands ásamt því sem ég gat fundið í fljótu bragði frá hagstofu. Það sem kom í ljós var í sjálfu sér ekki óvænt. Árið 2023 störfuðu 5911 einstaklingar við kennslu í grunnskólum landsins. Af þeim voru 4805 með kennsluréttindi. Meðalaldur umræddra kennara var rétt sunnan við fimmtugt. Það gefur augaleið að það er engin blússandi sigling á endurnýjun í stéttinni. Frá því að gamli Kennó og Háskóli Íslands sameinuðust árið 2008 hafa brautskráðst þaðan rúmlega 2000 einstaklingar í grunnskólakennarafræðum eða öðru sambærilegu. Meginþorri þeirra útskrifaðist við upphaf eða lok þess tímabils. Á árunum 2009-2011 var framleiðni aðfanga mest, en þá brautskráðust rúmlega 900 mögulegir grunnskólakennarar. Líklegast voru allir að drífa sig að klára námið áður en dyrunum að þriggja ára náminu var skellt í lás. Næstu ár kúvendist svo hlutfall þeirra sem útskrifuðust, en næsta tæpa áratug framleiddum við eitthvað í kringum 600 kennara. Gróflega 60 á ári. Þessi þróun fór eitthvað öfugt ofan í stjórnvöld og þau gripu til ýmissa ráða til að sporna við þessu. Komdu að kenna var áberandi en skilaði þó tæplega fleiri útskrifuðum kennurum. Það var ekki fyrr en átakið Fjölgum kennurum 2019 með launuðu starfsnámi, hvatningarstyrk, vali á tveim námsleiðum og lagabreytingu um leyfisbréf þvert á skólastig að tölurnar byrjuðu að sniglast upp á við. Fyrstu tvö árin var brautskráning áfram dræm en svo fóru seglin að þenjast. Árin 2021-2023 brautskráðust samtals 537 svo loksins farið að glitta í tölur sem komust nálægt upphaflegri framleiðni. Það hefur þó ekki gengið að lokka bróðurpart brautskráðra til vinnu. Það gengur meira að segja brösuglega að fá ómenntaða einstaklinga til að brúa bilið. Kíkið bara auglýsingar á Alfreð.is Þá velti ég fyrir mér hversu margir þeirra sem brautskráðust hafi raunverulega skilað sér inn í kennslu. Mikill hluti nýliða virðist einhverra hluta vegna sjá sér betri farborða á öðrum vinnustöðum en grunnskólum. Og þá er ég bara að tala um vinnustaðina sem hið opinbera er með á snærum sér en ekki almenna markaðinn. Vinnustaðir sem bjóða upp á sambærileg laun og kjör eru til að mynda sundlaugar, félagsmiðstöðvar, vínbúðin, sambýli og búsetuúrræði fyrir fatlaða, skrifstofustörf hjá sveit og borg, ásamt ýmsum innivinnum hjá skóla-og frístundasviði í Borgartúni. Það er semsagt samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara. Og skólarnir eru því miður bara að tapa þeirri baráttu. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar