Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar 26. febrúar 2025 08:31 Eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun síðustu misseri um börn í vanda í skólakerfinu hefur verið að byggjast upp í mér löngun til að segja frá minni sögu, því ég þekki það á eigin skinni hvað það skiptir miklu máli fyrir börn að kerfið grípi þau þegar þarf á að halda. Ég vil taka það fram að ég vil síst af öllu vorkunn, ég vil bara deila þessari reynslusögu, lýsa upplifun barns sem lendir undir í kerfinu og hvað úrræði fyrir þessi börn eru mikilvæg. Ég vil halda umræðunni uppi því þetta málefni skiptir mig miklu máli. Ég ólst upp í neðra Breiðholtinu og gekk í Breiðholtsskóla fyrstu árin mín í grunnskóla. Fyrsta árið var maður að fóta sig, læra allar reglur og kynnast krökkunum og allt virtist leika í lyndi. En á öðru ári voru vandamálin fljót að dúkka upp og áttu bara eftir að versna með árunum. Ég var í sífellu að lenda í kýtingi við kennara af því ég vildi ekki fylgja öllum reglum eins og var búist við af mér, ég fann sterka þörf fyrir að gera hlutina á minn hátt og ég með mína súpu af heilkennum og brestum passaði ekki inn í þennan kassa sem skólakerfið ákvað að væri eina rétta leiðin (virkar eflaust fyrir marga, en ekki alla). Næstu árin tóku við stanslaus átök, bæði við kennara og samnemendur sem sáu sér færi á að leggja mig í einelti af því ég var eitthvað skrítinn og öðruvísi sem varð til þess að hin börnin forðuðust mig. Þetta gekk á í mörg ár og skólinn bregst mér algjörlega, móðir mín þurfti að berjast með mestu herkjum fyrir því að eitthvað yrði gert í málunum, en það var aldrei gert neitt til að tækla vandamálið almennilega. Það endaði á að ég þurfti að skipta um skóla því skólinn taldi mig vera vandamálið. Ég gæti lengi útlistað hvernig þetta allt saman mótaði mig og hafði slæmar afleiðingar út allt lífið, en það væri of langt fyrir þennan pistil. Í dag lít ég ekki á strákana sem lögðu mig í einelti sem blóraböggla eða vandamálið, því með tímanum komst ég að því að þeir komu af brotnum heimilum sjálfir og kerfið hefði átt að grípa þá sem fyrst áður en vandamálin yrðu alvarlegri. En það voru engin úrræði fyrir þá heldur. Ég var svo heppinn að flytja til Akureyrar þegar ég var kominn á unglingsárin og eignaðist þar góða vini sem voru í uppreisn gegn kerfinu alveg eins og ég. En vandamálin mín fylgdu mér norður og skólinn þar gafst upp á mér eftir 2 ár. Þá fór ég í Hlíðarskóla á Akureyri sem er sérskóli fyrir börn með erfiðleika á bakinu og passa ekki inn í þetta hefðbundna skólakerfi. Þar var loksins tekið utan um mann með hlýju, umhyggju og skilningi. Skólastofan fyrir elsta bekkinn rúmaði bara fjóra nemendur þannig það var ekki lengur yfirþyrmandi fyrir mig að sitja í tíma með 30 nemendur í kringum mig, ég gat loksins lært í friði. Ég mátti líka yfirleitt læra á þann hátt sem hentaði mér best, mér fannst ég geta loksins verið ég sjálfur og fann styrk í vináttu við stráka sem voru eins og ég, og ef ég átti erfitt og hagaði mér illa þá var ég ekki húðskammaður heldur reyndi kennarinn að komast að rót vandans og spyrja mig rólega spurninga hvers vegna mér liði svona og tæklaði vandamálin eins og hinn besti sálfræðingur. Það var beitt réttlátum aga sem mér fannst sanngjarn, ekki svona tilgangslausar “afþvíbara” reglur. Þetta gjörsamlega bjargaði lífi mínu, þetta varð til þess að mikil reiði og gremja, sem hafði safnast upp yfir árin, linaðist og mér leið loksins vel í lífinu. Ég á þessari reynslu að þakka að ég missti ekki alla trú á kerfinu og lífinu, og fór ekki dýpra á kaf í neyslu vímuefna en ég gerði og náði alltaf að tolla í vinnu og fann mér einhvern tilgang með lífinu. Þess vegna er svona nauðsynlegt að hafa úrræði í boði fyrir börn í vanda, bæði gerendur og þolendur eineltis eða ofbeldis eða hvers kyns vanda. Það má ræða tölfræði, rannsóknir, áhrif á kennara og foreldra, hvað það kostar samfélagið beint og óbeint að taka ekki á þessum vandamálum, sem er alveg rökrétt. En það sem mér þykir mikilvægast er líf barnanna því æskuárin eru þau mikilvægustu fyrir mótun manneskjunar. Fyrir mig var þetta úrræði í Hlíðarskóla algjör lífsbjörgun, björgunarhringur sem var kastað til mín þegar ég var í hættu á að drukkna í framtíðinni, í raun bjargarlaust barn með engin raunveruleg tök á því að bjarga mér sjálfur. Það er sannað að ef börnum vegnar illa í skóla og eru með áföll á bakinu eru mun meiri líkur á að þau leitast í slæman félagsskap, byrja í neyslu, glæpum og almennt gangi verr í lífinu. Það er alltaf best að grípa í taumana sem fyrst. Samkvæmt lögum landsins og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna skal tryggja velferð og öryggi allra barna og skólar eiga að veita þeim sem allra besta veganesti út í lífið, þetta má ekki bregðast lengur því annars stefnir í óefni. Höfundur er öryrki í bata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun síðustu misseri um börn í vanda í skólakerfinu hefur verið að byggjast upp í mér löngun til að segja frá minni sögu, því ég þekki það á eigin skinni hvað það skiptir miklu máli fyrir börn að kerfið grípi þau þegar þarf á að halda. Ég vil taka það fram að ég vil síst af öllu vorkunn, ég vil bara deila þessari reynslusögu, lýsa upplifun barns sem lendir undir í kerfinu og hvað úrræði fyrir þessi börn eru mikilvæg. Ég vil halda umræðunni uppi því þetta málefni skiptir mig miklu máli. Ég ólst upp í neðra Breiðholtinu og gekk í Breiðholtsskóla fyrstu árin mín í grunnskóla. Fyrsta árið var maður að fóta sig, læra allar reglur og kynnast krökkunum og allt virtist leika í lyndi. En á öðru ári voru vandamálin fljót að dúkka upp og áttu bara eftir að versna með árunum. Ég var í sífellu að lenda í kýtingi við kennara af því ég vildi ekki fylgja öllum reglum eins og var búist við af mér, ég fann sterka þörf fyrir að gera hlutina á minn hátt og ég með mína súpu af heilkennum og brestum passaði ekki inn í þennan kassa sem skólakerfið ákvað að væri eina rétta leiðin (virkar eflaust fyrir marga, en ekki alla). Næstu árin tóku við stanslaus átök, bæði við kennara og samnemendur sem sáu sér færi á að leggja mig í einelti af því ég var eitthvað skrítinn og öðruvísi sem varð til þess að hin börnin forðuðust mig. Þetta gekk á í mörg ár og skólinn bregst mér algjörlega, móðir mín þurfti að berjast með mestu herkjum fyrir því að eitthvað yrði gert í málunum, en það var aldrei gert neitt til að tækla vandamálið almennilega. Það endaði á að ég þurfti að skipta um skóla því skólinn taldi mig vera vandamálið. Ég gæti lengi útlistað hvernig þetta allt saman mótaði mig og hafði slæmar afleiðingar út allt lífið, en það væri of langt fyrir þennan pistil. Í dag lít ég ekki á strákana sem lögðu mig í einelti sem blóraböggla eða vandamálið, því með tímanum komst ég að því að þeir komu af brotnum heimilum sjálfir og kerfið hefði átt að grípa þá sem fyrst áður en vandamálin yrðu alvarlegri. En það voru engin úrræði fyrir þá heldur. Ég var svo heppinn að flytja til Akureyrar þegar ég var kominn á unglingsárin og eignaðist þar góða vini sem voru í uppreisn gegn kerfinu alveg eins og ég. En vandamálin mín fylgdu mér norður og skólinn þar gafst upp á mér eftir 2 ár. Þá fór ég í Hlíðarskóla á Akureyri sem er sérskóli fyrir börn með erfiðleika á bakinu og passa ekki inn í þetta hefðbundna skólakerfi. Þar var loksins tekið utan um mann með hlýju, umhyggju og skilningi. Skólastofan fyrir elsta bekkinn rúmaði bara fjóra nemendur þannig það var ekki lengur yfirþyrmandi fyrir mig að sitja í tíma með 30 nemendur í kringum mig, ég gat loksins lært í friði. Ég mátti líka yfirleitt læra á þann hátt sem hentaði mér best, mér fannst ég geta loksins verið ég sjálfur og fann styrk í vináttu við stráka sem voru eins og ég, og ef ég átti erfitt og hagaði mér illa þá var ég ekki húðskammaður heldur reyndi kennarinn að komast að rót vandans og spyrja mig rólega spurninga hvers vegna mér liði svona og tæklaði vandamálin eins og hinn besti sálfræðingur. Það var beitt réttlátum aga sem mér fannst sanngjarn, ekki svona tilgangslausar “afþvíbara” reglur. Þetta gjörsamlega bjargaði lífi mínu, þetta varð til þess að mikil reiði og gremja, sem hafði safnast upp yfir árin, linaðist og mér leið loksins vel í lífinu. Ég á þessari reynslu að þakka að ég missti ekki alla trú á kerfinu og lífinu, og fór ekki dýpra á kaf í neyslu vímuefna en ég gerði og náði alltaf að tolla í vinnu og fann mér einhvern tilgang með lífinu. Þess vegna er svona nauðsynlegt að hafa úrræði í boði fyrir börn í vanda, bæði gerendur og þolendur eineltis eða ofbeldis eða hvers kyns vanda. Það má ræða tölfræði, rannsóknir, áhrif á kennara og foreldra, hvað það kostar samfélagið beint og óbeint að taka ekki á þessum vandamálum, sem er alveg rökrétt. En það sem mér þykir mikilvægast er líf barnanna því æskuárin eru þau mikilvægustu fyrir mótun manneskjunar. Fyrir mig var þetta úrræði í Hlíðarskóla algjör lífsbjörgun, björgunarhringur sem var kastað til mín þegar ég var í hættu á að drukkna í framtíðinni, í raun bjargarlaust barn með engin raunveruleg tök á því að bjarga mér sjálfur. Það er sannað að ef börnum vegnar illa í skóla og eru með áföll á bakinu eru mun meiri líkur á að þau leitast í slæman félagsskap, byrja í neyslu, glæpum og almennt gangi verr í lífinu. Það er alltaf best að grípa í taumana sem fyrst. Samkvæmt lögum landsins og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna skal tryggja velferð og öryggi allra barna og skólar eiga að veita þeim sem allra besta veganesti út í lífið, þetta má ekki bregðast lengur því annars stefnir í óefni. Höfundur er öryrki í bata.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun