Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2025 11:02 Það má heita mikill misskilningur á 21. öld tækni og hraða að telja flugvélar til hverfandi samgöngutækja innanlands. Telja jafnvel að snjallt sé að tilvonandi farþegi á leið í flug milli landshluta aki allt að 100 km til og frá flugvelli til að fljúga sínar leiðir, væri innanlandsflug flutt á Miðnesheiði. Flest bendir til að með tækniframförum og orkuskiptum í samgöngum nái flug ekki bara að standast tímans tönn innanlands heldur vaxa að umfangi næstu áratugi og öld. Þar ræður margt: Umhverfisvænni stórar vélar, stuttbrautarvélar, stýrðir drónar og ýmis konar þyrlur. Líka kröfur um betri almenningssamgöngur, næg tækifæri til að skjótast „bæjarleiðir“, ná millilandaflugi og t.d. almennri heilbrigðisþjónustu. Einnig skipulagt hjálpar- og sjúkraflug og sértæk heilbrigðisþjónusta í hátæknisjúkrahúsum (Ak. og Rek.) Enn fremur að séð verði til þess að höfuðborgin geti sómasamlega sinnt aðsókn af landsbyggðinni í stofnanir og sérþjónustu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa svo sínar væntingar og samgöngukröfur vegna vinnu og við leik. Fleira má minna á: Íbúum í þétt- og dreifbýli fjölgar hratt og því þarf að mæta. Framleiðsla vistvænnar vöru á dagmarkað eykst. Útgerð meðalbíls kostar ekki undir 100 kr. pr. km á ársgrunni. 600 km ökuferð fram og tilbaka til Reyjavíkur uttan af landi kostar vart undir 60.000 kr. Tímaeyðslan telur líka. Misjöfn færð, margbreytt náttúruvá, oft langur aksturstími og dýrt og viðhaldsfrekt vegkerfi landsins (12.000 km – bara þjóðvegirnir!) eru ekki aðstæður sem vísa til þess að fækka eigi heilsársflugvöllum. Þvert á móti ætti að fjölga þeim skynsamlega. Einnig að blasir við að loka ekki Vatnsmýrarvellinum heldur sníða hann að nútíma og framtíð. Tryggja að þar verði samþætt og grænorkuvætt almenningsamgöngukerfi landsmanna skipulagt sem aðalstöð, samhliða orkuskiptum bílaflotans. Meðal annars er unnt að endurskipuleggja og ýmist lengja eða stytta flugbrautir eftir ráðleggingum sérfræðinga með langtíma innanlands- og sjúkraflug að markmiði. Rútukerfi skal rekið samhliða. Vöruflutningar í lofti og sjúkraflutningar aukast vafalítið á næstu áratugum. Stjórnendur og stór hluti almennings í borgum heims með miðlæg og plássfrek samgöngumannvirki (t.d. eina eða fleiri járnbrautarstöðvar og fjölda teina) horfa ekki bara til landsins undir þeim sem byggingarland. Lífsgæði greiðra og hnitmiðaðra samgangna og öryggi þeim tengt eru jafn mikilvæg eða mikilvægari. Allir íbúar hvers nútíma ríkis eru jafn réttháir þegar kemur að samgöngum og opinberri þjónustu. Sjálfbærar almenningssamgöngur hafa þrjár stoðir til heildræns mats: Hagræna stoð, umhverfisvernd og mannvænt samfélag í öllum byggðum. Reykjavík er ekki sjálfstætt eyland utan Íslands, heldur burðarbyggðin í landinu. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Fréttir af flugi Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Það má heita mikill misskilningur á 21. öld tækni og hraða að telja flugvélar til hverfandi samgöngutækja innanlands. Telja jafnvel að snjallt sé að tilvonandi farþegi á leið í flug milli landshluta aki allt að 100 km til og frá flugvelli til að fljúga sínar leiðir, væri innanlandsflug flutt á Miðnesheiði. Flest bendir til að með tækniframförum og orkuskiptum í samgöngum nái flug ekki bara að standast tímans tönn innanlands heldur vaxa að umfangi næstu áratugi og öld. Þar ræður margt: Umhverfisvænni stórar vélar, stuttbrautarvélar, stýrðir drónar og ýmis konar þyrlur. Líka kröfur um betri almenningssamgöngur, næg tækifæri til að skjótast „bæjarleiðir“, ná millilandaflugi og t.d. almennri heilbrigðisþjónustu. Einnig skipulagt hjálpar- og sjúkraflug og sértæk heilbrigðisþjónusta í hátæknisjúkrahúsum (Ak. og Rek.) Enn fremur að séð verði til þess að höfuðborgin geti sómasamlega sinnt aðsókn af landsbyggðinni í stofnanir og sérþjónustu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa svo sínar væntingar og samgöngukröfur vegna vinnu og við leik. Fleira má minna á: Íbúum í þétt- og dreifbýli fjölgar hratt og því þarf að mæta. Framleiðsla vistvænnar vöru á dagmarkað eykst. Útgerð meðalbíls kostar ekki undir 100 kr. pr. km á ársgrunni. 600 km ökuferð fram og tilbaka til Reyjavíkur uttan af landi kostar vart undir 60.000 kr. Tímaeyðslan telur líka. Misjöfn færð, margbreytt náttúruvá, oft langur aksturstími og dýrt og viðhaldsfrekt vegkerfi landsins (12.000 km – bara þjóðvegirnir!) eru ekki aðstæður sem vísa til þess að fækka eigi heilsársflugvöllum. Þvert á móti ætti að fjölga þeim skynsamlega. Einnig að blasir við að loka ekki Vatnsmýrarvellinum heldur sníða hann að nútíma og framtíð. Tryggja að þar verði samþætt og grænorkuvætt almenningsamgöngukerfi landsmanna skipulagt sem aðalstöð, samhliða orkuskiptum bílaflotans. Meðal annars er unnt að endurskipuleggja og ýmist lengja eða stytta flugbrautir eftir ráðleggingum sérfræðinga með langtíma innanlands- og sjúkraflug að markmiði. Rútukerfi skal rekið samhliða. Vöruflutningar í lofti og sjúkraflutningar aukast vafalítið á næstu áratugum. Stjórnendur og stór hluti almennings í borgum heims með miðlæg og plássfrek samgöngumannvirki (t.d. eina eða fleiri járnbrautarstöðvar og fjölda teina) horfa ekki bara til landsins undir þeim sem byggingarland. Lífsgæði greiðra og hnitmiðaðra samgangna og öryggi þeim tengt eru jafn mikilvæg eða mikilvægari. Allir íbúar hvers nútíma ríkis eru jafn réttháir þegar kemur að samgöngum og opinberri þjónustu. Sjálfbærar almenningssamgöngur hafa þrjár stoðir til heildræns mats: Hagræna stoð, umhverfisvernd og mannvænt samfélag í öllum byggðum. Reykjavík er ekki sjálfstætt eyland utan Íslands, heldur burðarbyggðin í landinu. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar