Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar 26. febrúar 2025 12:45 Þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í byrjun janúar að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi, hófust miklar vangaveltur um hver myndi taka við keflinu. Ljóst er að valið stendur nú á milli tveggja öflugra kvenna: Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Kosningabaráttan hefur verið hörð en heiðarleg þeirra í milli, og báðar hafa þær ferðast víða, haldið kynningarfundi og skrifað greinar til að kynna stefnu sína. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þær í viðtöl, þar á meðal Stefán Einar blaðamaður Morgunblaðsins, sem er þekktur fyrir gagnrýnar og krefjandi spurningar. Í því viðtali var gengið hart að Guðrúnu, en hún svaraði af yfirvegun og festu, leiðrétti rangfærslur Stefáns og kom sínum sjónarmiðum á framfæri með skýrum og trúverðugum hætti. Hún stóðst álagsprófið eins og sterkur formaður þarf að gera. Ferill frambjóðendanna Ég hef fylgst með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í mörg ár og tel hana hafa mikinn metnað, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hún var kosin ritari Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2015 og starfaði í þeirri stöðu fram til ársins 2019 þegar hún var skipuð dómsmálaráðherra. Hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 og hefur þar með verið mikilvægur hluti af forystu flokksins. Þegar hún bauð sig fram og var kosin ritari flokksins og þá voru miklar væntingar um að hún myndi styrkja tengsl flokksins við unga fólkið. Hún hefur skipulagsgáfu og skýra stefnu og reynslu í pólitík, sem gerir hana að sterkum frambjóðanda. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfaði lengi hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís, þar sem hún gegndi ýmsum stjórnunarstöðum. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins frá 2014 til 2020 og sat jafnframt í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hún hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Landssambands lífeyrissjóða, Háskólans í Reykjavík, Bláa Lónsins og víðar. Guðrún var kjörin á Alþingi árið 2021 sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún var skipuð dómsmálaráðherra í júní 2023 og gegndi því embætti til desember 2024. Í störfum sinum hefur hún hefur lagt ríka áherslu á frelsi einstaklingsins, minni ríkisafskipti og mikilvægi einkaframtaks í samfélaginu. Ég kynntist Guðrúnu þegar ég tók sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins á árunum 2014–2018, þar sem hún var varaformaður stjórnar. Ég áttaði mig fljótt á styrkleikum hennar: hún er fær í að miðla málum, skapa samstöðu og finna lausnir sem flestir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og hagsmunagæslu fyrir bæði stór og smá fyrirtæki. Sem landsbyggðarmaður tengdi ég sterkt við hennar áherslur og sýn á málefni atvinnulífsins og samfélagsins um allt land. Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins mun þurfa að takast á við stór verkefni: endurskipulagningu flokksins, sætta fylkingar, eflingu tengsla við kjósendur um land allt og tryggja að stefna hans endurspegli hagsmuni heildarinnar. Gamall máshattur segir, „Greindur nærri getur, reyndur veit þó betur“. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að styðja Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Ég tel að með því séum við að færa flokkinn nær kjósendum um allt land, skapa frjóan jarðveg til vaxtar og tryggja sterka forystu til framtíðar. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, sem ég tel mikilvægan þátt í hlutverki leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Guðrún er bæði greind og reynd. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í byrjun janúar að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi, hófust miklar vangaveltur um hver myndi taka við keflinu. Ljóst er að valið stendur nú á milli tveggja öflugra kvenna: Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Kosningabaráttan hefur verið hörð en heiðarleg þeirra í milli, og báðar hafa þær ferðast víða, haldið kynningarfundi og skrifað greinar til að kynna stefnu sína. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þær í viðtöl, þar á meðal Stefán Einar blaðamaður Morgunblaðsins, sem er þekktur fyrir gagnrýnar og krefjandi spurningar. Í því viðtali var gengið hart að Guðrúnu, en hún svaraði af yfirvegun og festu, leiðrétti rangfærslur Stefáns og kom sínum sjónarmiðum á framfæri með skýrum og trúverðugum hætti. Hún stóðst álagsprófið eins og sterkur formaður þarf að gera. Ferill frambjóðendanna Ég hef fylgst með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í mörg ár og tel hana hafa mikinn metnað, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hún var kosin ritari Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2015 og starfaði í þeirri stöðu fram til ársins 2019 þegar hún var skipuð dómsmálaráðherra. Hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 og hefur þar með verið mikilvægur hluti af forystu flokksins. Þegar hún bauð sig fram og var kosin ritari flokksins og þá voru miklar væntingar um að hún myndi styrkja tengsl flokksins við unga fólkið. Hún hefur skipulagsgáfu og skýra stefnu og reynslu í pólitík, sem gerir hana að sterkum frambjóðanda. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfaði lengi hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís, þar sem hún gegndi ýmsum stjórnunarstöðum. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins frá 2014 til 2020 og sat jafnframt í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hún hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Landssambands lífeyrissjóða, Háskólans í Reykjavík, Bláa Lónsins og víðar. Guðrún var kjörin á Alþingi árið 2021 sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún var skipuð dómsmálaráðherra í júní 2023 og gegndi því embætti til desember 2024. Í störfum sinum hefur hún hefur lagt ríka áherslu á frelsi einstaklingsins, minni ríkisafskipti og mikilvægi einkaframtaks í samfélaginu. Ég kynntist Guðrúnu þegar ég tók sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins á árunum 2014–2018, þar sem hún var varaformaður stjórnar. Ég áttaði mig fljótt á styrkleikum hennar: hún er fær í að miðla málum, skapa samstöðu og finna lausnir sem flestir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og hagsmunagæslu fyrir bæði stór og smá fyrirtæki. Sem landsbyggðarmaður tengdi ég sterkt við hennar áherslur og sýn á málefni atvinnulífsins og samfélagsins um allt land. Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins mun þurfa að takast á við stór verkefni: endurskipulagningu flokksins, sætta fylkingar, eflingu tengsla við kjósendur um land allt og tryggja að stefna hans endurspegli hagsmuni heildarinnar. Gamall máshattur segir, „Greindur nærri getur, reyndur veit þó betur“. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að styðja Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Ég tel að með því séum við að færa flokkinn nær kjósendum um allt land, skapa frjóan jarðveg til vaxtar og tryggja sterka forystu til framtíðar. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, sem ég tel mikilvægan þátt í hlutverki leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Guðrún er bæði greind og reynd. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun