Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 15:17 Síðastliðið haust fór af stað ný námsleið við allar símenntunarstöðvar á landinu. Námsleiðin er afrakstur vinnu starfshóps Félags-og vinnumarkaðsráðuneytis um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk og var unnin í samstarfi Fjölmenntar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA), Vinnumálastofnunar (VMST) og símenntunarstöðva um allt land. Námsleiðin, sem ber heitið Færni á vinnumarkaði, miðar að því að efla færni fatlaðs fólks til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Milli 60 og 70 manns stunduðu námið sem lauk á flestum stöðvum í desember. Það sem gerir námið sérstakt er að þetta er í fyrsta sinn sem nám fyrir fólk með þroskahömlun er skipulagt undir sömu formerkjum og aðrar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og samkvæmt vottuðu ferli FA. Námsleiðin er samtals 180 klukkustundir, 70 stundir í fræðslu á símenntunarstöð og 110 stundir í starfsnám á vinnustað og stendur námið yfir í þrjá mánuði. Boðið var upp á nám í 6 störfum: starf við endurvinnslu, starf í vöruhúsi/ lager, starf við umönnun, starf í leikskóla, starf í verslun og starf við þrif og þjónustu. Unnið er að því að auka starfsgreinar og frá því í haust hefur bæst við starf á frístundaheimili. Öll störfin voru hæfnigreind, unnið að námskrá og námslýsingum fyrir störfin og námið skipulagt út frá þeirri vinnu. Unnið er út frá hæfniviðmiðum og þeir sem ná þeim fá fagbréf atvinnulífsins sem staðfestingu á færni í starfi. Sú staðfesting ætti að auðvelda fólki að fá vinnu. Samstarf allra aðila sem að hönnun námsins komu hefur verið einkar ánægjulegt og árangursríkt. Þessir þrír aðilar komu að hönnun námsins hver með sitt hlutverk og sína þekkingu. Hlutverk Fjölmenntar var meðal annars að sjá um gerð fræðsluefnis. Í fræðslunni er farið yfir atriði sem nauðsynlegt er að kunna svo sem réttindi og skyldur á vinnumarkaði, mikilvægi góðra samskipta og ýmis réttindamál. Þar sem góður tími er ætlaður í fræðsluhlutann eru líka tekin fyrir ýmis valdeflandi málefni svo sem fræðsla um mannréttindi, margbreytileika, sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Einnig er gefinn tími fyrir heilsueflingu. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist. Nemar lýsa ánægju sinni með námið og hluti þeirra hefur nú þegar fengið starf. Það má heldur ekki gleyma þeirri valdeflingu og vinskap sem myndast hefur milli þátttakenda á meðan á náminu stóð. Þetta nám er komið til að vera, símenntunarstöðvar bjóða áfram upp á námsleiðina og er nám þegar hafið á nokkrum stöðvum. Til að koma til móts við mikla þörf á lengra námi að loknum framhaldsskóla hefur í gegnum tíðina verið boðið upp á námsbrautir hjá Fjölmennt. Heilsubraut sem haldin var í nokkur skipti var í byrjun tilraunaverkefni fjármagnað af Fræðslusjóði og unnin í samstarfi við FA. Námið fékk þó ekki vottun þar sem Fjölmennt hafði á þeim tíma engan aðgang að Fræðslusjóði. Námsbrautin Líf mitt með öðrum var haldin einu sinni með styrk frá Fræðslusjóði en hún var fyrir fólk á einhverfurófi sem þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Fyrir tveimur árum var tvisvar haldin Matar- og frameiðslubraut í samvinnu við Vinnumálastofnun og var fyrir þau sem áhuga höfðu á vinnu í eldhúsi og við framreiðslu. Fræðsla og starfsnám fór fram í Fjölmennt og nemar fengu einnig að spreyta sig í mötuneytinu hjá Ási styrktarfélagi. Á meðan á náminu stóð vann Vinnumálastofnun að því að útvega fólki vinnu eftir útskrift. Þessar námsbrautir í Fjölmennt voru mikilvægar en með námsleiðinni Færni á vinnumarkaði er nú orðið að veruleika nám sem búið er að staðsetja í sama kerfi og allra annarra sem vilja auka möguleika sína á vinnumarkaði með því að stunda nám við almennar símenntunarstöðvar. Nefnd á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis starfar áfram að því að koma með tillögur að auknum námstækifærum. Hingað til hefur vantað nám að loknu framhaldsskólanámi og nú er verið að taka skref sem vonandi marka upphaf aukins og fjölbreytts náms fyrir fatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri í atvinnutengdu námi fyrir fólk með þroskahömlun og fyrrverandi forstöðumaður Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust fór af stað ný námsleið við allar símenntunarstöðvar á landinu. Námsleiðin er afrakstur vinnu starfshóps Félags-og vinnumarkaðsráðuneytis um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk og var unnin í samstarfi Fjölmenntar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA), Vinnumálastofnunar (VMST) og símenntunarstöðva um allt land. Námsleiðin, sem ber heitið Færni á vinnumarkaði, miðar að því að efla færni fatlaðs fólks til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Milli 60 og 70 manns stunduðu námið sem lauk á flestum stöðvum í desember. Það sem gerir námið sérstakt er að þetta er í fyrsta sinn sem nám fyrir fólk með þroskahömlun er skipulagt undir sömu formerkjum og aðrar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og samkvæmt vottuðu ferli FA. Námsleiðin er samtals 180 klukkustundir, 70 stundir í fræðslu á símenntunarstöð og 110 stundir í starfsnám á vinnustað og stendur námið yfir í þrjá mánuði. Boðið var upp á nám í 6 störfum: starf við endurvinnslu, starf í vöruhúsi/ lager, starf við umönnun, starf í leikskóla, starf í verslun og starf við þrif og þjónustu. Unnið er að því að auka starfsgreinar og frá því í haust hefur bæst við starf á frístundaheimili. Öll störfin voru hæfnigreind, unnið að námskrá og námslýsingum fyrir störfin og námið skipulagt út frá þeirri vinnu. Unnið er út frá hæfniviðmiðum og þeir sem ná þeim fá fagbréf atvinnulífsins sem staðfestingu á færni í starfi. Sú staðfesting ætti að auðvelda fólki að fá vinnu. Samstarf allra aðila sem að hönnun námsins komu hefur verið einkar ánægjulegt og árangursríkt. Þessir þrír aðilar komu að hönnun námsins hver með sitt hlutverk og sína þekkingu. Hlutverk Fjölmenntar var meðal annars að sjá um gerð fræðsluefnis. Í fræðslunni er farið yfir atriði sem nauðsynlegt er að kunna svo sem réttindi og skyldur á vinnumarkaði, mikilvægi góðra samskipta og ýmis réttindamál. Þar sem góður tími er ætlaður í fræðsluhlutann eru líka tekin fyrir ýmis valdeflandi málefni svo sem fræðsla um mannréttindi, margbreytileika, sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Einnig er gefinn tími fyrir heilsueflingu. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist. Nemar lýsa ánægju sinni með námið og hluti þeirra hefur nú þegar fengið starf. Það má heldur ekki gleyma þeirri valdeflingu og vinskap sem myndast hefur milli þátttakenda á meðan á náminu stóð. Þetta nám er komið til að vera, símenntunarstöðvar bjóða áfram upp á námsleiðina og er nám þegar hafið á nokkrum stöðvum. Til að koma til móts við mikla þörf á lengra námi að loknum framhaldsskóla hefur í gegnum tíðina verið boðið upp á námsbrautir hjá Fjölmennt. Heilsubraut sem haldin var í nokkur skipti var í byrjun tilraunaverkefni fjármagnað af Fræðslusjóði og unnin í samstarfi við FA. Námið fékk þó ekki vottun þar sem Fjölmennt hafði á þeim tíma engan aðgang að Fræðslusjóði. Námsbrautin Líf mitt með öðrum var haldin einu sinni með styrk frá Fræðslusjóði en hún var fyrir fólk á einhverfurófi sem þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Fyrir tveimur árum var tvisvar haldin Matar- og frameiðslubraut í samvinnu við Vinnumálastofnun og var fyrir þau sem áhuga höfðu á vinnu í eldhúsi og við framreiðslu. Fræðsla og starfsnám fór fram í Fjölmennt og nemar fengu einnig að spreyta sig í mötuneytinu hjá Ási styrktarfélagi. Á meðan á náminu stóð vann Vinnumálastofnun að því að útvega fólki vinnu eftir útskrift. Þessar námsbrautir í Fjölmennt voru mikilvægar en með námsleiðinni Færni á vinnumarkaði er nú orðið að veruleika nám sem búið er að staðsetja í sama kerfi og allra annarra sem vilja auka möguleika sína á vinnumarkaði með því að stunda nám við almennar símenntunarstöðvar. Nefnd á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis starfar áfram að því að koma með tillögur að auknum námstækifærum. Hingað til hefur vantað nám að loknu framhaldsskólanámi og nú er verið að taka skref sem vonandi marka upphaf aukins og fjölbreytts náms fyrir fatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri í atvinnutengdu námi fyrir fólk með þroskahömlun og fyrrverandi forstöðumaður Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar