Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar 28. febrúar 2025 07:03 Sjálfboðastörf eru ein mikilvægasta stoð hvers samfélags. Þau fela í sér óeigingjarnt starf án persónulegra hagsmuna. Slík störf auka ekki einungis velferð þeirra sem njóta aðstoðarinnar heldur styrkja þau persónulegan vöxt og leiðtogahæfni þeirra sem þeim sinna. Ein af þeim sem hefur verið áberandi í sjálfboðstörfum í sínu nærsamfélagi er Guðrún Hafsteinsdóttir, formannsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið öflug í sjálfboðastörfum í gegnum tíðina og má þar t.d. nefna íþrótta- og æskulýðshreyfinguna í Hveragerði. Þar hefur hún tekið þátt í að móta stefnu og styðja við bakið á ungu íþróttafólki með fjölbreyttum hætti, sallt frá því að fæða svanga munna í að endurvekja deildir félagsins. Eins og við öll vitum er ómetanlegt að hafa traust og gott fólk í kringum sig sem stendur vaktina í blíðu og stríðu og aðstoðar við lítil sem stór verkefni. Guðrún hefur einnig starfað innan sóknarnefndar í Hveragerði. Það hefur veitt henni dýrmæta innsýn inn í þær áskoranir sem margir einstaklingar standa frammi fyrir í daglegu lífi, hvort sem þar er um að ræða félagslega einangrun, félagslegar aðstæður eða aðra grundvallarþætti sem hafa bein áhrif á velferð almennings. Einstaklingar sem hafa reynslu af sjálfboðastarfi eru einfaldlega betur í stakk búnir til að gegna leiðtogahlutverkum, því að þeir hafa lært á samvinnu, ábyrgð og skilning á mismunandi aðstæðum. Þess vegna ætti að meta sjálfboðastarf mikils, bæði á persónulegum og samfélagslegum vettvangi og með það að leiðarljósi hvet ég sjálfstæðismenn á komandi landsfundi til þess að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Með hana sem formann myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá leiðtoga sem skilur hagsmuni almennings, hefur reynslu af samvinnu og hefur sýnt að hún getur tengst öllum aldurshópum íslensks þjóðfélags. Þess vegna er Guðrún Hafsteinsdóttir besti kosturinn í formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er framkvæmdarstjóri íþróttasambands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Sjálfboðastörf eru ein mikilvægasta stoð hvers samfélags. Þau fela í sér óeigingjarnt starf án persónulegra hagsmuna. Slík störf auka ekki einungis velferð þeirra sem njóta aðstoðarinnar heldur styrkja þau persónulegan vöxt og leiðtogahæfni þeirra sem þeim sinna. Ein af þeim sem hefur verið áberandi í sjálfboðstörfum í sínu nærsamfélagi er Guðrún Hafsteinsdóttir, formannsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið öflug í sjálfboðastörfum í gegnum tíðina og má þar t.d. nefna íþrótta- og æskulýðshreyfinguna í Hveragerði. Þar hefur hún tekið þátt í að móta stefnu og styðja við bakið á ungu íþróttafólki með fjölbreyttum hætti, sallt frá því að fæða svanga munna í að endurvekja deildir félagsins. Eins og við öll vitum er ómetanlegt að hafa traust og gott fólk í kringum sig sem stendur vaktina í blíðu og stríðu og aðstoðar við lítil sem stór verkefni. Guðrún hefur einnig starfað innan sóknarnefndar í Hveragerði. Það hefur veitt henni dýrmæta innsýn inn í þær áskoranir sem margir einstaklingar standa frammi fyrir í daglegu lífi, hvort sem þar er um að ræða félagslega einangrun, félagslegar aðstæður eða aðra grundvallarþætti sem hafa bein áhrif á velferð almennings. Einstaklingar sem hafa reynslu af sjálfboðastarfi eru einfaldlega betur í stakk búnir til að gegna leiðtogahlutverkum, því að þeir hafa lært á samvinnu, ábyrgð og skilning á mismunandi aðstæðum. Þess vegna ætti að meta sjálfboðastarf mikils, bæði á persónulegum og samfélagslegum vettvangi og með það að leiðarljósi hvet ég sjálfstæðismenn á komandi landsfundi til þess að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Með hana sem formann myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá leiðtoga sem skilur hagsmuni almennings, hefur reynslu af samvinnu og hefur sýnt að hún getur tengst öllum aldurshópum íslensks þjóðfélags. Þess vegna er Guðrún Hafsteinsdóttir besti kosturinn í formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er framkvæmdarstjóri íþróttasambands.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun