Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar 27. febrúar 2025 09:47 Fyrir rúmum 15 árum fór ég í harkalegt „burnout“ og heilsan mín hrundi gjörsamlega. Ég flakkaði á milli þess að vera í stanslausum svimaköstum yfir í magakrampa, harkalega höfuðverki, óreglulegan hjartslátt og ótal önnur einkenni. Eftir að hafa ítrekað séð viðmælendur mína tvöfalt í viðtölum og reynt að harka af mér talsvert lengi endaði ég á bráðamóttöku. Á þessum tíma var lítil vitneskja um þessa hluti og ég var því sendur heim með tvær tegundir af lyfjum og engar frekari ráðleggingar. Þau gerðu sama og ekkert og næstu átta mánuði reyndu alls kyns sérfræðilæknar að finan hvað amaði að mér án árangurs. Að endingu sagði heimilislæknirinn við mig: „Þú ert að verða mest rannsakaði maður á Íslandi, en athuganirnar benda til þess að þú sért við hestaheilsu.“ Við tók tímabil af miklu niðurrifi og sannfæringu um að ég væri líklega bara hysterískur og þjakaður af „hypochondriu“. En neyðin kennir naktri konu að spinna og ég fór að sækja mér upplýsingar um allt sem sneri að heilsu eins og óður maður og í kjölfarið fór ég að gera tilraunir á sjálfum mér. Og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast. Breytingar á matarræði, hreyfingu, svefnvenjum, kælimeðferðir, jarðtenging, öndunaræfingar og fleira fóru að snúa hjólinu í rétta átt. Það sem þetta tímabil kenndi mér var að taka utanaðkomandi ráðleggingum með fyrirvara, enda hafði enginn verið í mínum líkama og vel viljaðir sérfræðingar höfðu ekkert náð að gera fyrir mig þrátt fyrir margra ára háskólanám. Sérstaklega lærði ég að þiggja með enn meiri fyrirvara ráðleggingar frá fólki sem vissi upp á hár hvað væri alls ekki gott fyrir mig, án þess að hafa prófað það sjálft. Ég fór að taka eftir athyglisverðu mynstri. Þeir sem voru harðastir á því að ég ætti ekki að fara í kalda potta áttu það sameiginlegt að hafa ekki stundað kuldameðferð. Þeir sem voru mest á móti því að ég prófaði föstur áttu það yfirleitt sameiginlegt að hafa ekki fastað. Þeim sem fannst breytingar á matarræði fela í sér öfgar höfðu undantekningarlaust ekki prófað ,,öfgafulla” matarræðið. Þeir sem vildu að ég færi mjög varlega í hreyfingu voru yfirleitt ekki í mjög góðu líkamlegu ásigkomulagi og hreyfðu sig ekki mikið. Á hinn bóginn áttu þeir sem báru þessum hlutum vel söguna það sameiginlegt að stunda þá reglulega sjálfir. Í Nauthólsvíkinni hitti ég fólk sem hafði stundað sjósund í áraraðir og ég sá á þeim að það var augljóslega að virka vel. Að sama skapi kynntist ég fólki sem fastaði mjög regulega og virkaði vel yfir meðallagi heilbrigt og svo framvegis. Áhugaverðast var að þeir sem vissu mest hvað var best fyrir mig án þess að hafa prófað það á eigin skinni voru yfirleitt með háskólamenntun og gátu þar af leiðandi notað menntunina til að tala af ákveðnu yfirlæti. Semsagt mikill bóklestur og alls kyns þekking án raunverulegrar reynslu. Eitt af því sem ég byrjaði að stunda á þessu tímabili í fyrsta sinn á ævinni var hugleiðsla. Ég kynntist góðum og stórmerkilegum manni sem hafði hugleitt nánast alla daga í meira en áratug og allt hans yfirbragð var stórkostleg auglýsing fyrir hugleiðslu. Hann virkaði nær alltaf glaður og uppfullur af orku og það var frábært að vera nálægt honum. Það sat í mér þegar hann sagði við mig: „Sölvi, ef allir sem segjast vera á leiðinni að hugleiða hérna hjá okkur myndu mæta, værum við í miklum vandræðum. Þá þyrftum við líklega að leigja Laugardalshöllina til að halda hugleiðsluna! Ég var einu sinni alveg eins og allir þeir sem eru alltaf á leiðinni að mæta. Þá átti ég heila bókahillu af bókum um hugleiðslu, en hugleiddi aldrei sjálfur. Núna hugleiði ég alla daga, en á engar bækur!“ Það er stundum talað um að viska verði til þegar þekkingu er breytt í raunverulega persónulega reynslu. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar. Það er áhugavert að nánast í hvert einasta skipti sem tekið er viðtal í fjölmiðlum við einhvern sem segist líða mjög vel á „öfgakenndu“ matarræði, eða hafa lagað mikla líkamlega veikleika með „öfgakenndum lífsstíl“, spretta dagana á eftir upp sérfræðingar sem fullyrða að þessir hlutir séu stórhættulegir og fólk eigi alls ekki að prófa þá. Þegar ég sé umfjöllun af þessu tagi spyr ég mig alltaf einnar spurningar. Hefur þessi tiltekna manneskja einhvern tíma reynt á eigin skinni það sem hún veit svona djúpt og innilega að sé stórhættulegt fyrir alla aðra? Annars bara gleðilega upplýsingaóreiðu og ást og kærleikur á alla Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Ástin og lífið Sölvi Tryggvason Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum 15 árum fór ég í harkalegt „burnout“ og heilsan mín hrundi gjörsamlega. Ég flakkaði á milli þess að vera í stanslausum svimaköstum yfir í magakrampa, harkalega höfuðverki, óreglulegan hjartslátt og ótal önnur einkenni. Eftir að hafa ítrekað séð viðmælendur mína tvöfalt í viðtölum og reynt að harka af mér talsvert lengi endaði ég á bráðamóttöku. Á þessum tíma var lítil vitneskja um þessa hluti og ég var því sendur heim með tvær tegundir af lyfjum og engar frekari ráðleggingar. Þau gerðu sama og ekkert og næstu átta mánuði reyndu alls kyns sérfræðilæknar að finan hvað amaði að mér án árangurs. Að endingu sagði heimilislæknirinn við mig: „Þú ert að verða mest rannsakaði maður á Íslandi, en athuganirnar benda til þess að þú sért við hestaheilsu.“ Við tók tímabil af miklu niðurrifi og sannfæringu um að ég væri líklega bara hysterískur og þjakaður af „hypochondriu“. En neyðin kennir naktri konu að spinna og ég fór að sækja mér upplýsingar um allt sem sneri að heilsu eins og óður maður og í kjölfarið fór ég að gera tilraunir á sjálfum mér. Og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast. Breytingar á matarræði, hreyfingu, svefnvenjum, kælimeðferðir, jarðtenging, öndunaræfingar og fleira fóru að snúa hjólinu í rétta átt. Það sem þetta tímabil kenndi mér var að taka utanaðkomandi ráðleggingum með fyrirvara, enda hafði enginn verið í mínum líkama og vel viljaðir sérfræðingar höfðu ekkert náð að gera fyrir mig þrátt fyrir margra ára háskólanám. Sérstaklega lærði ég að þiggja með enn meiri fyrirvara ráðleggingar frá fólki sem vissi upp á hár hvað væri alls ekki gott fyrir mig, án þess að hafa prófað það sjálft. Ég fór að taka eftir athyglisverðu mynstri. Þeir sem voru harðastir á því að ég ætti ekki að fara í kalda potta áttu það sameiginlegt að hafa ekki stundað kuldameðferð. Þeir sem voru mest á móti því að ég prófaði föstur áttu það yfirleitt sameiginlegt að hafa ekki fastað. Þeim sem fannst breytingar á matarræði fela í sér öfgar höfðu undantekningarlaust ekki prófað ,,öfgafulla” matarræðið. Þeir sem vildu að ég færi mjög varlega í hreyfingu voru yfirleitt ekki í mjög góðu líkamlegu ásigkomulagi og hreyfðu sig ekki mikið. Á hinn bóginn áttu þeir sem báru þessum hlutum vel söguna það sameiginlegt að stunda þá reglulega sjálfir. Í Nauthólsvíkinni hitti ég fólk sem hafði stundað sjósund í áraraðir og ég sá á þeim að það var augljóslega að virka vel. Að sama skapi kynntist ég fólki sem fastaði mjög regulega og virkaði vel yfir meðallagi heilbrigt og svo framvegis. Áhugaverðast var að þeir sem vissu mest hvað var best fyrir mig án þess að hafa prófað það á eigin skinni voru yfirleitt með háskólamenntun og gátu þar af leiðandi notað menntunina til að tala af ákveðnu yfirlæti. Semsagt mikill bóklestur og alls kyns þekking án raunverulegrar reynslu. Eitt af því sem ég byrjaði að stunda á þessu tímabili í fyrsta sinn á ævinni var hugleiðsla. Ég kynntist góðum og stórmerkilegum manni sem hafði hugleitt nánast alla daga í meira en áratug og allt hans yfirbragð var stórkostleg auglýsing fyrir hugleiðslu. Hann virkaði nær alltaf glaður og uppfullur af orku og það var frábært að vera nálægt honum. Það sat í mér þegar hann sagði við mig: „Sölvi, ef allir sem segjast vera á leiðinni að hugleiða hérna hjá okkur myndu mæta, værum við í miklum vandræðum. Þá þyrftum við líklega að leigja Laugardalshöllina til að halda hugleiðsluna! Ég var einu sinni alveg eins og allir þeir sem eru alltaf á leiðinni að mæta. Þá átti ég heila bókahillu af bókum um hugleiðslu, en hugleiddi aldrei sjálfur. Núna hugleiði ég alla daga, en á engar bækur!“ Það er stundum talað um að viska verði til þegar þekkingu er breytt í raunverulega persónulega reynslu. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar. Það er áhugavert að nánast í hvert einasta skipti sem tekið er viðtal í fjölmiðlum við einhvern sem segist líða mjög vel á „öfgakenndu“ matarræði, eða hafa lagað mikla líkamlega veikleika með „öfgakenndum lífsstíl“, spretta dagana á eftir upp sérfræðingar sem fullyrða að þessir hlutir séu stórhættulegir og fólk eigi alls ekki að prófa þá. Þegar ég sé umfjöllun af þessu tagi spyr ég mig alltaf einnar spurningar. Hefur þessi tiltekna manneskja einhvern tíma reynt á eigin skinni það sem hún veit svona djúpt og innilega að sé stórhættulegt fyrir alla aðra? Annars bara gleðilega upplýsingaóreiðu og ást og kærleikur á alla Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun