Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar 27. febrúar 2025 11:03 Smíðin er ekki bara starf hún er kjarninn í því að byggja samfélag sem stendur traustum fótum. Hún kennir okkur lausnamiðaða hugsun, sjálfstæði og skapandi vinnubrögð. Við verðum að varðveita þessa þekkingu og miðla henni áfram af stolti og eldmóði. Ég lærði húsasmíði því pabbi minn var húsasmíðameistari. Hann kenndi mér gildi þess að skapa með eigin höndum. Sú þekking hefur fylgt mér í öllu sem ég hef gert. Það er ekki nóg að treysta á skólakerfið foreldrar þurfa líka að miðla smíðaþekkingunni til yngri kynslóða. Ég man þegar ég var yngri, það var auðvelt að skrá sig á smíðanámskeið. En hvar eru þessi námskeið núna? Þau eru að hverfa það er orðið sjaldgæft að kennarar velji að sérhæfa sig í smíðakennslu en án þeirra, hver kennir næstu kynslóð? Afleiðingar þess að smíðamenntun hverfi Ef enginn lærir lengur smíðar, hvað gerist þá? Hver mun reisa húsin sem vernda okkur? Hver mun smíða húsgögnin sem við notum? Hver mun viðhalda því sem nú þegar er til? Heimur án smiða er heimur án lausna, án sjálfstæðis, án getu til að skapa. Við verðum háð fjöldaframleiðslu og innflutningi og það er ekki framtíð sem við viljum. Smíðakennsla sem börn elska Ég kenndi sjálfur smíðar í eitt ár og var mjög heppinn að vera í góðum skóla þar sem virðing var borin fyrir smíðum. Mörg metnaðarfull verkefni litu dagsins ljós. Eitt af stærstu og skemmtilegustu verkefnunum var smíði víkingaskips, unnin af fimm unglingum. Þeir unnu saman að því að hanna, saga og setja skipið saman. Verkefnið krafðist nákvæmni, úthalds og skapandi hugsunar. Að lokum var skipið sjósett og sigldi það niður fljótið. Þetta var einstakt verkefni sem sýndi hvernig smíðar geta verið lifandi og spennandi námsleið sem tengir saman handverk og hefð. Eiffel-turninn var annað stórt verkefni sem nemendur unnu í samstarfi við FabLab smiðjuna á Akureyri. Þar fengu þeir kynningu á stafrænum trésmíðavélum og lærðu hvernig tækni og handverk geta farið saman. Turninn var fræstur í stafrænum tréskurðarvélum og vakti mikla athygli. Svo mikla athygli að forseti Íslands bauð nemendum í heimsókn á Bessastaði með turninn, þar sem hann var formlega afhentur sem tákn um nýsköpun í verkmenntun. Það er gríðarlega mikilvægt að kynna nemendum á grunnskólastigi fyrir nýjustu tækni í trésmíði, eins og laserskurðarvélum og stafrænum tréskurðarvélum. Þessi tækni eykur skilning þeirra á samspili handverks og hátækni, og undirbýr þau fyrir fjölbreytt störf framtíðarinnar. Einnig er mikilvægt að innleiða smíðakennslu þar sem börn læra að hanna og smíða sín eigin leikföng, sem ýtir undir sköpunargleði og sjálfstæða hugsun. Fjárfesting í kennurum og Handverkslestinni Til að tryggja sterka framtíð smíðakennslu og handverks þarf að fjárfesta í kennurum, aðstöðu og menntun. Smíðakennarar leggja mikið á sig til að veita nemendum hvetjandi og fjölbreytta kennslu. Þeir þurfa betri stuðning, bæði með auknum fjárveitingum og aðgangi að nýjustu kennsluaðferðum. Við þurfum einnig að tryggja að kennarar hafi aðgang að sameiginlegum verkefnagrunni sem býður upp á fjölbreytt, skapandi og hvetjandi verkefni fyrir nemendur. Handverkslestin er nýjung sem gæti verið lykill að því að auka sýnileika handverks í samfélaginu. Lestin myndi ferðast um landið með fallegt handverk og metnaðarfull verkefni, heimsækja leikskóla og grunnskóla og veita börnum tækifæri til að kynnast handverki af eigin raun. Meðal verkefna sem Handverkslestin myndi kynna væru meðal annars tréútskurður frá Siggu á Grund, Eiffel-turninn smíðaður af grunnskólanemendum og jólasleði í fullri stærð. Lestin myndi bjóða upp á lifandi sýnikennslu þar sem börn gætu prófað handverk sjálf, lært af reyndum handverksmönnum og fengið innblástur til að skapa eigið verk. Við verðum að leiða breytingarnar Við sem þjóð verðum að kalla eftir þessum breytingum og vera leiðandi í að byggja upp framtíð verkmenntunar. Smiðir og handverksfólk þurfa að taka frumkvæði í þessari þróun, bjóða upp á námskeið, auka sýnileika handverks og skapa tækifæri fyrir unga iðnaðarmenn. Við getum ekki beðið lengur eftir breytingum við sem þjóð skulum leiða þessar mikilvægu umbreytingar. Við megum ekki gleymast í heimi tölvukóða og skýjaþjónustu án þess að muna að raunverulegur heimur er byggður af höndum okkar. Nú er tíminn til að standa saman, endurvekja virðingu fyrir verkmenntun og tryggja að smíðin lifi áfram. Við þurfum að sjá breytingar, og við þurfum að sjá þær núna. Sendum börnin á smíðanámskeið. Gerum eitthvað í dag – framtíðin okkar er í húfi. Höfundur er töframaður og húsasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Smíðin er ekki bara starf hún er kjarninn í því að byggja samfélag sem stendur traustum fótum. Hún kennir okkur lausnamiðaða hugsun, sjálfstæði og skapandi vinnubrögð. Við verðum að varðveita þessa þekkingu og miðla henni áfram af stolti og eldmóði. Ég lærði húsasmíði því pabbi minn var húsasmíðameistari. Hann kenndi mér gildi þess að skapa með eigin höndum. Sú þekking hefur fylgt mér í öllu sem ég hef gert. Það er ekki nóg að treysta á skólakerfið foreldrar þurfa líka að miðla smíðaþekkingunni til yngri kynslóða. Ég man þegar ég var yngri, það var auðvelt að skrá sig á smíðanámskeið. En hvar eru þessi námskeið núna? Þau eru að hverfa það er orðið sjaldgæft að kennarar velji að sérhæfa sig í smíðakennslu en án þeirra, hver kennir næstu kynslóð? Afleiðingar þess að smíðamenntun hverfi Ef enginn lærir lengur smíðar, hvað gerist þá? Hver mun reisa húsin sem vernda okkur? Hver mun smíða húsgögnin sem við notum? Hver mun viðhalda því sem nú þegar er til? Heimur án smiða er heimur án lausna, án sjálfstæðis, án getu til að skapa. Við verðum háð fjöldaframleiðslu og innflutningi og það er ekki framtíð sem við viljum. Smíðakennsla sem börn elska Ég kenndi sjálfur smíðar í eitt ár og var mjög heppinn að vera í góðum skóla þar sem virðing var borin fyrir smíðum. Mörg metnaðarfull verkefni litu dagsins ljós. Eitt af stærstu og skemmtilegustu verkefnunum var smíði víkingaskips, unnin af fimm unglingum. Þeir unnu saman að því að hanna, saga og setja skipið saman. Verkefnið krafðist nákvæmni, úthalds og skapandi hugsunar. Að lokum var skipið sjósett og sigldi það niður fljótið. Þetta var einstakt verkefni sem sýndi hvernig smíðar geta verið lifandi og spennandi námsleið sem tengir saman handverk og hefð. Eiffel-turninn var annað stórt verkefni sem nemendur unnu í samstarfi við FabLab smiðjuna á Akureyri. Þar fengu þeir kynningu á stafrænum trésmíðavélum og lærðu hvernig tækni og handverk geta farið saman. Turninn var fræstur í stafrænum tréskurðarvélum og vakti mikla athygli. Svo mikla athygli að forseti Íslands bauð nemendum í heimsókn á Bessastaði með turninn, þar sem hann var formlega afhentur sem tákn um nýsköpun í verkmenntun. Það er gríðarlega mikilvægt að kynna nemendum á grunnskólastigi fyrir nýjustu tækni í trésmíði, eins og laserskurðarvélum og stafrænum tréskurðarvélum. Þessi tækni eykur skilning þeirra á samspili handverks og hátækni, og undirbýr þau fyrir fjölbreytt störf framtíðarinnar. Einnig er mikilvægt að innleiða smíðakennslu þar sem börn læra að hanna og smíða sín eigin leikföng, sem ýtir undir sköpunargleði og sjálfstæða hugsun. Fjárfesting í kennurum og Handverkslestinni Til að tryggja sterka framtíð smíðakennslu og handverks þarf að fjárfesta í kennurum, aðstöðu og menntun. Smíðakennarar leggja mikið á sig til að veita nemendum hvetjandi og fjölbreytta kennslu. Þeir þurfa betri stuðning, bæði með auknum fjárveitingum og aðgangi að nýjustu kennsluaðferðum. Við þurfum einnig að tryggja að kennarar hafi aðgang að sameiginlegum verkefnagrunni sem býður upp á fjölbreytt, skapandi og hvetjandi verkefni fyrir nemendur. Handverkslestin er nýjung sem gæti verið lykill að því að auka sýnileika handverks í samfélaginu. Lestin myndi ferðast um landið með fallegt handverk og metnaðarfull verkefni, heimsækja leikskóla og grunnskóla og veita börnum tækifæri til að kynnast handverki af eigin raun. Meðal verkefna sem Handverkslestin myndi kynna væru meðal annars tréútskurður frá Siggu á Grund, Eiffel-turninn smíðaður af grunnskólanemendum og jólasleði í fullri stærð. Lestin myndi bjóða upp á lifandi sýnikennslu þar sem börn gætu prófað handverk sjálf, lært af reyndum handverksmönnum og fengið innblástur til að skapa eigið verk. Við verðum að leiða breytingarnar Við sem þjóð verðum að kalla eftir þessum breytingum og vera leiðandi í að byggja upp framtíð verkmenntunar. Smiðir og handverksfólk þurfa að taka frumkvæði í þessari þróun, bjóða upp á námskeið, auka sýnileika handverks og skapa tækifæri fyrir unga iðnaðarmenn. Við getum ekki beðið lengur eftir breytingum við sem þjóð skulum leiða þessar mikilvægu umbreytingar. Við megum ekki gleymast í heimi tölvukóða og skýjaþjónustu án þess að muna að raunverulegur heimur er byggður af höndum okkar. Nú er tíminn til að standa saman, endurvekja virðingu fyrir verkmenntun og tryggja að smíðin lifi áfram. Við þurfum að sjá breytingar, og við þurfum að sjá þær núna. Sendum börnin á smíðanámskeið. Gerum eitthvað í dag – framtíðin okkar er í húfi. Höfundur er töframaður og húsasmiður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun